Upp komast svik um síðir
12.8.2008 | 19:26
og það kom í ljós í dag. Ég veit ekki alveg undir hvað þessi svik falla en svik eru það engu að síður. Hann Patti hefur verið í rannsóknum undanfarið. Hann er búinn að vera undarlegur í hálsinum. Við vissum ekki til að neitt hefði komið fyrir hálsinn á honum nema slys í leik þegar hann var smágormur.
En í dag fórum við að kaupa nýjan engil handa Himma og meðan við biðum þess að búið væri að líma engilinn á marmarastall þá hringdi síminn hans Patta. Aníta komst fljótt að því að Patti var að tala við lækninn og einhvernveginn komst hún að því að Patti væri allaveganna með eitt aukarifbein. Mamman fór að flissa eins og fífl í legsteinabúðinni og Patti brosti allan hringinn meðan hann spjallaði áfram við lækninn.
Svo loksins lauk þessu samtali og niðurstaðan er sú að rannsóknar er þörf. Hann er með auka rifbein öðru megin. Hann er með 3 samvaxna hálsliði og það veldur skekkjunni í hálsinum.
Áður hafði komið í ljós að það vantar í hann fjórar tennur sem koma aldrei. Þarf að smíða þær uppí hann.
Nú er spurningin ; hvað vorum við foreldrarnir á spá þegar Hjalti var settur í framleiðslu ? Anyone ?
Gísli ?
*hóst* farin að skammast mín
--------------------------------------------
setti margar nýjar myndir hinumegin.
Athugasemdir
Patti? Er Hjalli kallaður Patti?
Alveg ábyggilegt að það er misjafnlega lagt í þegar börnin eru búin til. Ég er elst en ég er minnst. Mínir foreldra hafa eitthvað verið að spara þar.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:39
Hann hefur verið kallaður ýmislegt en Patti hefur hangið við hann, hann er sko kallaður Patti Mús. Hann er með fjólublá augu og hefur verið kallaður Fjólmundur.
Og Himmi kallaði hann Hattindó þegar báðir voru litlir
Ragnheiður , 12.8.2008 kl. 19:44
Hvað voruð þið eiginlega að pæla ? Kannski bara gleymt ykkur í leik og ekkert verið að hugsa um framleiðsluþáttinn ? Ha. ehmmmm.
Anna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:18
Þarna er rifið komið Þú ert nú alveg einstök Ragga mín +Adam. Ég sem hélt alltaf að það hefði verið Eva.
Erna, 12.8.2008 kl. 20:45
Ég var líka svona foreldramistake, bókstaflega allt hefur verið að mér, en við erum samt svo skemmtilega svona "einstakt fólk" vona að Patta gangi vel, man eftir einum strák fyrir norðan sem heitir Sveinbjörn og er kallaður Páti, margt sniðugt í mannanöfnum.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 21:05
já galli í framleiðslu...hehe hann er örugglega yndislegur.
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 12.8.2008 kl. 21:36
æj Pattimús ég er búin að hlægja úr með lungu og ......
Ég er líka búin að kalla á hinn frmleiðandan og hann segir no comment.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.8.2008 kl. 21:39
issss þið hafið örugglega gert allt rétt en það hefur bara verið hann Pattimús sem ákvað mjög snemma (í móðurkviði) að verða einstakur
Dísa Dóra, 12.8.2008 kl. 21:57
Góð spurning - hvað voruð þið að hugsa ? En hvað skyldi ég hafa verið að hugsa þegar elsti minn var hannaður ......... það vantar í hann 7 tennur
Anna Gísladóttir, 12.8.2008 kl. 22:14
Góð
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 22:45
Þú ert einstök og hannar einstök börn eða hvað?
Sigrún Óskars, 12.8.2008 kl. 23:23
Engin Kínaframleiðsla á þínum bæ. Sérstök hönnun við hvert eintak.
Sigrún Jónsdóttir, 13.8.2008 kl. 00:21
alva (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 00:57
Ég hélt að Patti væri hundur. En þegar síminn hans hringdi í frásögninni fattaði ég að hann væri mannvera
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 13.8.2008 kl. 01:08
Svona getur maður gleymt sér við hönunnina..
Inga María, 13.8.2008 kl. 02:05
Hmmm... eitt aukarifbein - sem sagt meira til að þykja vænt um! Ekki ferðu að láta fjarlægja það - er það nokkuð?
Vonandi mun samt allt ganga vel með drenginn in the future. Alltaf svo erfitt þegar þarf að vera að krukka eitthvað með heilsuna.
Bið guð að gæta þín Ragnheiður mín og hafðu ljúfa nótt sem og góðan dag á morgun..
Tiger, 13.8.2008 kl. 05:14
Damn......... svona er að vera seinn að kvitta. Allir búnir að segja það sem mann sjálfan langar að segja. En þið hafið greinilega búið til alveg sérstakt eintak þarna.
Knús á þig yndisleg og hafðu það nú sem allra best.
Tína, 13.8.2008 kl. 07:48
Hummm og ekki er hann yngstur svo það er ekki hægt að kenna því um að drengurinn sé búinn til úr afgöngum
Alveg er ég viss um að hann sé góður og vænn piltur með öll góður einkennin hennar mömmu sinnar.
Vona að dagurinn verði góður við þig.
Hulla Dan, 13.8.2008 kl. 08:19
Anna Margrét Bragadóttir, 13.8.2008 kl. 09:55
Innlitskvitt
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 13.8.2008 kl. 11:26
Guðrún Jóhannesdóttir, 13.8.2008 kl. 18:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.