Loksins
12.8.2008 | 11:36
löglega afsökuð og get glápt á olympíuleikana í dag. Fór nefnilega að vinna í gær og Bonzó tók upp á að bila, skömmin sú arna. Hann skrapp til vina sinna í Öskju í morgun og þeir ætla aðeins að klappa honum. Annars er hann ekki mikið í að bila blessaður. Það er samt dálítið fyndið hvað þeir eru samtaka. Í síðustu viku fór miðstöðin í Steinars benz, núna er miðstöðin farin í mínum. En það var nú ekki bilunin sem var að kvelja mig núna heldur er annaðhvort farinn skynjari eða mótor fyrir viftuna, hann tók upp á að hita sig í gær.
Nú er ég líklega búin að tapa skilningi flestra sem hér lesa hehehe.
Við fórum aðeins í kirkjugarðarölt í gær og það var þriðja kvöldið í röð. Fyrsta kvöldið fórum við Bjössi í gönguferð í Fossvogi, næsta kvöld gengum við Sigga í Fossvogi en núna fórum við Steinar í Gufunes. Við fórum til Himma fyrst. Leiðið hans er hálfótótlegt, ég þarf endilega að setja alla í að færa honum eitthvað, engla eða eitthvað slíkt.
Í gær frétti ég af jarðarför vinnufélaga míns og vinar, það var í kyrrþey þannig að ég fór ekki enda frétti ég það svo seint að ég hefði ekki náð að mæta á réttum tíma heldur. Maður kemur ekki of seint í jarðarför! En mig langaði samt að kveðja þennan vin minn og við tókum okkur til og leituðum hans í leiðinni. Við fundum hann í Kópavogskirkjugarði. Ég stóð hjá honum nokkra stund og spjallaði við hann og kvaddi hann þar. Það verður undarlegt að mæta til vinnu í haust og hann verður ekki þar, hann verður heldur ekki væntanlegur.
Meistari Björn var búinn að laga kaffi þegar ég vaknaði. Hann er kominn með vinnu og átti að mæta í þjálfun á morgun. Í dag vantaði hins vegar einhvern í útkeyrslu og hann var fenginn í það. Það er ágætt að vera nýkominn með próf og vera settur í að keyra sagði brosandi Björn um leið og hann skottaðist út um dyrnar.
Vonandi gengur þetta vel hjá honum greyinu.
Athugasemdir
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 11:38
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 11:44
Vonandi gengur vel hjá Birninum þínum. Mamma hvílir í Kópavogskirkjugarði, mér finnst gott að koma þangað. Vona að þú eigir góðan dag elskuleg. Kær kveðja
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 11:55
Ragga mín, það er einmitt málið, bara keyra dótið út á Eyjaslóð, þar er farið í gegnum það og sumt sett í búðina, föt handa þeim sem eru fatalausir og það sem er umfram fer í Rauða krossinn. Ef þú veist um fleiri sem vilja gefa föt, þá endilega hvetja fólk til að koma þessu í Eyjaslóð.
Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 11:58
Núna spyr Kópavogsbúinn hissa, hvenær opnaði Kópavogskirkjugarður. Og hvar er hann staðsettur. Hef bara aldrei heyrt um að það sé búið að opna kirkjugarð hérna í Kópavoginum.
Hérna er örugglega til margt af fatnaði sem er ekkert notaður lengur. Mun þegar ég hef tíma fara í gegn um það og koma þeim á Eyjaslóðina.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:38
Kidda mín, hann er upp í Lindum , á móts við Salaveg 2 þar sem er m.a. heilsugæsla. Fyrir ofan Smáralind. Þarna eru ekki margir enn sem komið er en garðurinn lofar góðu og er á fallegum stað.
Ragnheiður , 12.8.2008 kl. 13:13
Auðvitað gengur þetta vel hjá greyinu, sagðir þú það ekki, hann er nú ekkert grey þessi flotti strákur þinn.
Það er notalegt að labba um garðana.
Er ekki dýrt að kaupa skynjara eða viftumótor fyrir Bens, mér skilst að það sé allt svo dýrt í þá.
Knús kveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 12.8.2008 kl. 14:55
Erna, 12.8.2008 kl. 16:13
knús yfir girðinguna
Sigrún Óskars, 12.8.2008 kl. 16:32
Knús yfir hafið
Hulla Dan, 12.8.2008 kl. 17:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.