Langar að gera eitthvað
10.8.2008 | 13:58
en veit ekki hvað. Fór út með þvott áðan og komst að þeirri niðurstöðu að það er of heitt úti til að gera nokkuð þar. Ég er slæm þegar kalt er úti en ég er verri þegar mjög heitt er. Ég svitna og verður ómótt og líður bara illa þegar það er allt of heitt.
Ég setti skemmtilega sögu inn hinu megin í gær.
Ég náði að hanga vakandi í næstum alla nótt við að bíða eftir landsliðinu á olympíuleikunum, djö sem ég hafði gaman af þessum leik en ég var alveg orðin logandi hrædd um að þeir myndu missa þetta niður. Ég er ekki sátt hinsvegar við Ólaf Stefánsson, mér finnst vera orðið of mikið um ýmiskonar mistök hjá honum en það var gaman að sjá nýliðana koma inn á -geislandi af gleði og sjálfsöryggi enda staddir á Ólympíuleikum. Ólafur hefur starfað vel fyrir landsliðið en það gæti verið að bráðum verði hans tími kominn og það verði að skipta honum út fyrir aðra. Snorri Steinn virkaði vel í fyrri hálfleik en virðist örmagna í þeim seinni.
Það er ekki í lagi með stútungskellingu eins og mig að hanga vakandi langt fram á nótt vegna íþróttaviðburðar og það alein. Ég er meira að segja ekki viss um að Steinar hefði nennt þessu ef hann hefði verið heima.
Kóngulærnar hérna úti eru klárar. En þessi stóra sem hefur haft aðra þvottasnúruna sem bakland í vefinn sá sitt óvænna áðan. Þetta hristist allt og skalf þegar ég var að hengja út tauið. Hún sat góða stund í vefnum og hugsaði.
Athugasemdir
Ég fékk borgað fyrir að vaka í nótt, var á næturvakt og gat horft á leikinn (að mestu ótruflað). Góðan dag kæra Ragnheiður.
Sigrún Jónsdóttir, 10.8.2008 kl. 14:03
Stútungskelling ? En þú ert á svipuðum aldri og ég !
Það skemmtilega við liðið er breiddin núna. Þeir eru hver öðrum betri og við eigum svo marga mismunandi karaktera. Mér finnst Alexander bestur. Snorri Steinn er líka algjör gullmoli. Svo er Fúsi frændi svo góður í vörn og svona gæti ég haldið áfram. Er semsagt hrifin af þeim langflestum en hverjum á sinn hátt. Meira en vel þess virði fyrir stútungskellingar að vaka.
Anna Einarsdóttir, 10.8.2008 kl. 14:07
Æj Anna ég var að lesa á síðu Gurríar og hrökk í meðvirknisgír, hún er jú 2 dögum frá því að verða fimmtug.
Góðan daginn Sigrún mín.
Ragnheiður , 10.8.2008 kl. 14:10
Stútungskelling!!?? Segi ég líka.... þú ert á svipuðum aldri og ég og ég er bara unglamb
Hrönn Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 14:20
stelpur! hvað má ég segja, á 641 dag í sextugt
Guðrún Jóhannesdóttir, 10.8.2008 kl. 14:50
Heil og sæl Ragnheiður, les altaf bloggið þitt og ákvað loksins að kvitta hérna núna. Ég sjálf sat alein yfir Leiknum í nótt og hafði gaman af, hélt niðri í mér andanum nokkrum sinnum en svo sleppti ég honum á endanum. Flott hjá strákunum Okkar og ég fylgist að sjálfsögðu áfram með þeim. Ég á fallegan góðan son sem er Fíkill og þekki ég þessi þungu spor sem fylgja því,það erfiðasta sem ég hef gert um ævina er að ganga með fíklinum mínum, en á meðan það er líf er von og ég held í vonina því jú hún er sterkasta AFLIÐ sem við eigum. Ég sendi þér Ljós og kærleik og hafðu það sem best. Held áfram aðlesa bloggið þitt. Kærleikskveðja Guðný Guðmundsdóttir.
Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 15:04
Ragga mín bara að láta vita af mér og takk fyrir hlýju kveðjurnar ljúfust.
ÆÆÆ stelpur mínar ég er nú að verða 66 ára og finn nú ekki fyrir því allavega ekki í anda, USS maður er bara eins ungur og maður vill.
Strákarnir okkar voru bara flottir og þetta hefur verið æði fyrir þá.
Knús til þín Ragga mín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.8.2008 kl. 15:06
Alveg rétt hjá Millu og eitt get ég sagt ykkur hún er ekki deginum eldri en ég sem er 52 ára, aldur er svo afstæður á þessum aldri Við erum alltaf jafn ungar þetta eru bara umbúðirnar sem eldast, alveg satt. Hafðu það gott elsku Ragga
Ásdís Sigurðardóttir, 10.8.2008 kl. 15:33
Aldur er afstæður, engin spurning. Okkur þótti foreldrar okkar vera orðnir býsna ,,rosknir" þegar þeir náðu fimmtugs aldrinum, hvað þá sextugt enda fólk útslitið af vinnu og tíðin önnur.
Oftar en ekki misreikna ég aldur fólks, ekki síst kvenna sem reynast gjarnan eldri en ég áætla.
Reyndu að njóta vel þessa sólskinsdags, ótrúlega fallegt veðrið úti. Illt í efni ef þú nærð ekki að njóta þess.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 17:53
Þú ert yngri en ég stúdungskellan mín
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 17:57
Aldurinn er afstæður og skiptir ekki máli en ég fór líka með þvott út á snúru í morgunn. Knús á þig elskuleg
Kristín Katla Árnadóttir, 10.8.2008 kl. 19:37
ég sem hlakka svooo til að verða eldri....held að það þroski mig eitthvað eða hvað
Inga María, 10.8.2008 kl. 20:22
Það er sko allt í lagi með okkur stútungskellur ég vakti líka og finnst það bara ekkert athugavert þvert á móti það sýnir bara að við viljum fylgjast með. Ég er alveg sammála því sem þú segir um Ólaf en Snorri Steinn var mitt uppáhald í leiknum. Góða nótt stútungkella
Erna, 10.8.2008 kl. 21:26
Stútungskelling hvað??? við erum jafngamlar og ég er bara 26
Huld S. Ringsted, 10.8.2008 kl. 22:42
Sól - hiti - sviti- þetta á við mig. Ég er algjör kuldaskræfa, en að vera úti í sól og hita, skítug á fjórum fótum undir trjánum innan um býflugurnar - þar er ég í essinum mínu.
Ég er strax farin að skipuleggja fimmtugsafmælið - verður ekki fyrr en á næsta ári. Er maður stútungskelling fram að fimmtugu?
kveðja úr bakhúsinu
Sigrún Óskars, 10.8.2008 kl. 23:08
Hehe já það er kannski viðmiðið, ekki stútungskelling fyrr en eftir það. Ég meinti nú aðallega vanaföst frú sem er óvön að vaka á næturnar.
En takk allir fyrir skemmtileg komment..bara gaman að þessu
Ragnheiður , 11.8.2008 kl. 00:11
til þín Ragnheiður.......Megi gæfan þig geyma, megi Guð þér færa Sigurlag, megi Sól lýsa þína leið, megi Ljós þitt skýna sérhvern dag, og bænar bið ég þér, og ávallt geymi þig guð í hendi sér. Góða nótt og eigðu góðan dag á morgun. Kærleikskveðja Guðný.
Guðný Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 00:13
Við erum næstum jafnöldrur, & ég er hálftgert únglamb ennþá.
Hinar þarna fyrir ofan í athugasemdakerfinu, eru miklu eldri en við ....
Steingrímur Helgason, 11.8.2008 kl. 00:38
Ég vakti líka ein og horfði á leikinn til enda, hann var æðislega skemmtilegur Ég var líka skíthrædd að þeir væru að missa tökin þarna í endann
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 11.8.2008 kl. 00:50
Takk fyrir það Ragnheiður.
Þú ert semsagt í stéttinni? Er þetta ekki alveg kórrétt hjá mér og eina formið sem virkar í hegðun og framkomu?
Endilega komdu með fleiri pælingar og jafnvel reynslusögur í kommentakerfið mitt.
bkv
Davíð Már Kristinsson (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 01:11
Hulla Dan, 11.8.2008 kl. 07:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.