skemmtilegt og svo ekki skemmtilegt/ og viðbót !

Ég er búin að vera að flissa yfir viðbrögðum við færslunni hennar Jónu þar sem hún tengir í fréttina um framhjáhald John Edwards. Fólk er alveg að tapa sér í heilagleikanum yfir þessu en komment Jónu sjálfrar þarna neðar segir allt sem segja þarf.

Það má vel vera að fólk líti á það sem karakterbrest að maðurinn haldi framhjá konu sinni. Mér finnst það samt ekki vera beintengt við hvort maðurinn er nothæfur stjórmálamaður. Og mér finnst ekki heldur vera hægt að lesa bandarískt samfélag bara út frá þeim fréttum sem okkur berast hérna. Einhver velur ofan í okkur fréttirnar og við erum áreiðanlega ekki að fá "bestu" fréttirnar.

Hvernig ætli við sjálf lítum út séð utan úr heimi ? Jarðskjálftar, eldgos, fyllerí og önnur óáran..samt vitum við öll að Ísland og okkar samfélag er svo miklu meira en það.

-----------------------------

Djö fer í taugarnar á mér auglýsing Kaffi Conditori, sem er verið að spila akkúrat núna.

"frítt kaffi fyrir samkynhneigða" segir auglýsingin. Sumsstaðar er frítt kaffi fyrir leigubílstjóra, ég fer aldrei á þá staði. Ég lít ekkert endilega út sem týpískur leigubílstjóri og ég nenni ekki að vera að tilkynna starf mitt í einhverri búllu. Kannski finnst samkynhneigðum þetta bara fínt og hvað er ég þá að skipta mér að því ?

----------------------------------

Ég komst að því á síðu Gurríar að ég er auli, ég hef ekki minnsta grun um hvað ég hef í árslaun...er það eitthvað sem fólk er almennt með á hreinu ? Ég er náttlega í 2 vinnum og þyrfti þá að leggja saman báðar...Ég skil bara ekkert í Gurrí að finna mig ekki í skattadótinu og birta mig, þá þyrfti ég ekki að vera að hugsa um þetta á miðjum laugardegi.

____________________________

Ég henti öllum dagblöðum út í horn í dag. Eða sko eftir að ég hafði rekið augun í að enn stendur til að fækka leiðum hjá Strætó bs. Ég hef lengi haft á tilfinningunni að einhverjir séu að reyna að reka strætó í þrot, ekki starfsmenn en mögulega yfirmenn og þeir í stjórnsýslunni sem um málefni strætó fjalla. Það gefur auga leið að ef leiðum fækkar og þjónustan versnar þá fækkar notendum þjónustunnar og þá versnar enn afkoman. Þetta segir sig sjálft.

Mér er sárt um strætó, þarna vann pabbi í áraraðir og þarna hefur systir mín unnið lengi líka. Ég hins vegar veit ekki mikið um strætó annað en það sem kemur í fréttum og svo var ég með einn notanda strætó hér á heimilinu. Hann bar þessu ekki vel söguna enda er það "verktakaleið" sem liggur hingað til mín og minna. Ekki endilega gott að spjalla við bílstjórann nema maður sé nokkuð seigur í pólsku, ja eða kínversku sagði barnið á sínum tíma.

Um daginn fór ég inn á nýja heimasíðu strætó og vildi vita hversu lengi ég yrði að koma mér í bíó í Álfabakka með þeim gulu. Jú jú hva....einn og hálfan tíma að komast þangað og svipað til baka. Þetta hefði breyst í ferðalag bara eða heila kvöldvöku.

---------------------------------------------

Alveg finnst mér Rússar magnaðir, um leið og heimsbyggðin er upptekin við að spá í ólympíuleika þá ráðast þeir inn í Ossetíu. Hvurslags...ég hélt að allt vesenið í Tjetjeníu væri nóg fyrir þá í bili. Ætli þeir séu að reyna að líma saman gamla sovét dótið ? Og eins og alltaf er mannfall meðal almennra borgara mikið.

Hvað dettur rússum í hug næst ?

Farin út í garð að grafa loftvarnarbyrgi

Taugaveikluð? Nei er það nokkuð ? Errm

____________________________

ég reyndi að kommenta hjá Flugu minni áðan, það gekk ekki . Svo sá ég fróðlegan pistil hjá Paul Nikolov og ætlaði að kommenta þar líka en það gekk ekki heldur.

Svo er annað, ef ég smelli á skoða athugasemdir (þær sem ég er að vakta) þá kemur upp villumelding. Ekkert af þessu kom upp áður en moggablogg hrundi.

Verðið þið vör við truflanir í kerfinu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: E.R Gunnlaugs

vá hvað ég er sammála þér með framhjáhalds politíkusar tenginguna, held að það sé bara mjög algengt að það sé maðkur í fjölskyldumysunni hjá stjórnmálamönnum (sem og mörgum öðrum).

Ég skal vera auli með þér, veit bara árslaunin mín einu sinni á ári, þegar ég geri skattaskýrsluna (eða reyni áður en ég sendi til endurskoðanda hehe).

1,5 tíma í álfabakkann?? býrðu á Hellu :)

Góða helgi :)

E.R Gunnlaugs, 9.8.2008 kl. 12:33

2 Smámynd: Ragnheiður

Neibb ég er næsti nágranni Ólafs Ragnars, ég þarf að skipta um vagna og allskonar æfingar til að komast. Strætó fer ekki beint jú sí hehe

Ragnheiður , 9.8.2008 kl. 12:35

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég stal þessu nú bara upp úr DV gærdagsins ... fór nú ekki á skattstofuna, þá hefði ég flett þér upp honí og birt með rauðu eldletri á blogginu mínu. Heheheheh

Vona innilega að Strætó bs lánist að fá fleiri farþega. Breytingin þarna í kringum 2005, minnir mig, sem danskur gæi hannaði og ekki var haft samráð við vagnstjóra eða farþega, klikkaði alveg og ég þurfti þá að taka þrjá vagna úr Vesturbænum í vinnuna í stað eins, eða að labba langa leið í öllum veðrum til að geta tekið einn vagn. Mikið var síðan gott að flytja á Skagann og þurfa bara að taka einn. Eftir að ég hætti að vakna kl. 6.15, sef út til 7.15, þá tek ég reyndar þrjá en það er allt í lagi. Vagnarnnir á Skagann eru vel nýttir, sérstaklega yfir vetrartímann, og væri mjög slæmt ef ferðum yrði fækkað á þeirri leið. Fyrsta ferð á morgnana, kl. 6.41, er fjölmenn, hátt í 100 manns, tvær rútur þarf til að fara með fólkið í bæinn.

Ferðum hefur fækkað mikið undanfarið, t.d. er leið 15 á hálftímafresti, þeir þurfa ekkert að furða sig á því að fólk kjósi frekar að fara á einkabíl en bíða tímunum saman eftir strætó.

Jamm, strætó er mér hjartans mál. Frábær ferðamáti! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:51

4 Smámynd: Ragnheiður

Ó þannig var það Gurrí hehe ..ég sá þig fyrir mér, sveitta á skattstofunni hehe

Ragnheiður , 9.8.2008 kl. 13:00

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Rétt ekki getum við dæmt bandarískt samfélag eftir fréttum. Alltaf skrifar þú áhugaverðar greinar  Ragga mín. Gaman af þessari.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.8.2008 kl. 13:18

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Strætó - málið er sko kapituli sem ég get tapað mér yfir. Þurftum að kaupa annan bíl á heimilið eftir breytinguna hér í fyrra. Ekki talað við kóng eða prest, enda taka hvorki kóngar né prestar strætó. Strætó á að vera samfélagsþjónusta.

Sigrún Óskars, 9.8.2008 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband