Setningarathöfn

Olympíuleikanna var algerlega stórglæsileg í dag, ég held að þetta hafi verið í hið eina skipti á árinu sem ég bölvaði gamla túbusjónvarpinu og óskaði þess að eiga stóran flatskjá til að sjá betur alla ljósadýrðina. Ég er yfirleitt ekki með sjónvarpið á á daginn en ákvað að horfa á þennan dagskrárlið.

Ólafur Ragnar er amk ekki þar, hann var hér á Jörfaveginum áðan í labbitúr. Ég hef ekki séð hann labba hérna fyrr.

Mér finnst vera aðeins að birta til.

Þegar ég var búin að lesa kommentin ykkar þá komst ég að þeirri niðurstöðu að ég er með -vitureftirásyndrómið- ég gerði vísast eins vel og ég gat miðað við aðstæður hverju sinni, þær voru hinsvegar ekkert alltaf góðar en ég reyndi að hafa reglu á aðstæðum.

Ég fór að flissa með sjálfri mér um daginn, ég á tvö afar vanaföst börn. Það versta sem ég gerði þeim var að vera "góð" við þau og leyfa þeim að breyta af vananum eins og til dæmis með að vaka lengur og þessháttar. Þetta voru þau Solla og Himmi. Næsta dag varð hún drottning geðvonskunnar og hann herra tætingsins. Þetta virkaði ekki vel á þau. Smábræður þoldu þetta mun betur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Hlakka til að sjá setningarathöfnina.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.8.2008 kl. 21:48

2 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vitureftirásyndrómið er þó mun skárra en alltafvitlaussyndrómið. 

Það er svo gott þegar birtir aðeins til. 

Anna Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 22:26

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég sá fyrsta klukkutímann af setningunni, mér fannst það æðislegt.  Vitureftirá syndromið er algengt hjá mæðrum.  Hafðu það gott um helgina elsku Ragga.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 22:46

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

.....alltafvitlaussyndrómið.... *flissssss........

Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 23:32

5 identicon

æ þið eruð frábærar...ha var Ólafur ekki þarna...

alva (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 23:34

6 Smámynd: Ragnheiður

Nei af tvennu illu ákvað hann að fá sér trítlutúr í kringum mitt hús, betra en að vera í Kína. Dorrit var hinsvegar á spjalli við stóðið sem hér er. Hestarnir gríðarlega kurteisir að tala við forsetafrú, eða ja svona flestir

Ragnheiður , 8.8.2008 kl. 23:53

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Þau eru þá kannski eins og þú haldin svona "vitureftirá" syndromi. - Úrþví þau voru ekki við setninguna. -  Og þú ekki heldur. -

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2008 kl. 00:15

8 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þú ert yndisleg

Sigrún Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 00:30

9 identicon

nuna hefði verið gott að hafa verið buinn að festa sjónvarpið mitt a vegginn heima haha :D

Björn Gísli smástrákur (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 07:20

10 identicon

Vitureftirásyndrum hehehehehehe.Snillingur

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 09:31

11 Smámynd: Sigrún Óskars

Sigrún Óskars, 9.8.2008 kl. 10:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband