Margt sem hvílir á
7.8.2008 | 22:37
en ég er samt að pikka söguna inn á hina síðuna. Ég er rúmlega hálfnuð með þessa sögu.
Þessi árstími er slæmur og verður slæmur framvegis. Kær vinnufélagi sofnaði inn í sólina í liðinni viku. Heilsan er að hrekkja mig og það er svo mikið sjálfskaparvíti. Ég er ein heima þessa dagana eða sko, bara með hvuttana mína tvo. Það er gott að hafa þá, þeir passa "mömmu" sína.
Hér á árum áður þegar Steinar fór rútuferðir þá var ég oft hálfhrædd ein heima, eigandi 2 syni í basli þá vissi ég aldrei hvað kæmi bankandi upp á. En svo fengum við okkur hundana. Það er alveg klárt að enginn ræðst hér inn án þess að þeir geri athugasemd við það. Og það er slæm bítandi athugasemd.
En núna er hann í svona ferð, hundarnir sofa inni og ég er að verða komin með rasssæri á að sitja bara hérna heima.
Stundum verð ég svona þung, ég þarf að fá að vera það í friði held ég. Þá finnst mér allt ómögulegt. Hann Himmi minn, fastur í huganum en mikið óskaplega gleðja ljósin á kertasíðunni hans. Öll notalegu kommentin líka, þetta hjálpar allt saman .
Stundum þarf ég að muna að ég er ekki/var ekki og verð ekki fullkomin mamma. Stundum þarf ég að muna að fyrirgefa mér sjálfri. Það vona ég að Himmi hafi gert en ég er þó hrædd um ekki. Það var ekkert vesen í okkar samskiptum, en bara ...æj ...ég vildi ekki taka hann inn hérna þegar hann bað um það. ÞARNA! Ég skrifaði það. Hann bað mig um það um miðjan júní og ég var á leið í bæinn með Patta fótbrotinn, ég sagði ekki þvert nei en sagði að við skyldum tala um þetta þegar ég kæmi heim. Hann talaði ekki um það aftur. Ég spurði hann ekki um þetta meira. Hann fékk líka fljótlega herbergi og ég taldi þetta vera í lagi.
Æ röflið í mér um ekkert.
Athugasemdir
Þetta er allt í lagi systa, ég er að lesa hjá þér, er heima í álíka þönkum, frekar lággíruð núna líka. Ég er þó ekki ein, er með tölvunördana hjá mér. Stórt knús fyrir nóttina systa mín.
Sigríður Hilmarsdóttir (IP-tala skráð) 7.8.2008 kl. 22:46
við konur erum ótrúlegar ... enginn karlmaður myndi rífa sig niður fyrir það að hafa staðið með sjálfum sér ... ég er viss um að þinn sonur hefur ekki getað fengið betri mömmu ... ég veit að minn sonur á mömmu sem er best fyrir hann ... gangi þér vel
Elín Sigríður Grétarsdóttir, 7.8.2008 kl. 22:54
Ragga mín, ekki fara að missa þig í sjálfsásakanir!! Ákvarðanir sem maður tekur eru teknar í þeim takti sem er í gangi á þeim tíma. Og það þýðir ekkert að fara að endurskoða þær í ljósi atburða sem gerast síðar.... Ef það væri málið þá gætum við rakið meirihluta þeirra ákvarðanna sem við höfum tekið um litla og stóra hluti og séð að í dag myndum við vilja hafa tekið aðra
Ég efast ekki um að hann Himmi þinn myndi segja þér að þú hefðir verið alveg eins og hann vildi hafa þig á þeim sviðum sem skipta máli.
Heiða B. Heiðars, 7.8.2008 kl. 22:59
knús til þín inní nóttina .
Sigrún Óskars, 7.8.2008 kl. 23:06
Ragnheiður mín. Ég held að það sé eðlilegasti hlutur í heimi að spyrja sjálfa sig "hvað hefði ég getað gert öðruvísi"? Við myndum ugglaust öll gera það í þessum sporum. Málið er að ALLIR geta fundið eitthvað sem hefði betur mátt fara. Alltaf. Við erum jú öll breisk og mannleg. Þú verður að fyrirgefa sjálfri þér ef þér finnst að þú hefðir átt að gera hlutina öðruvísi en þú gerðir. Þú ert svo mikil perla og svo stór sál og ég er gjörsamlega handviss um að Hilmar vill helst af öllu að þú verðir hamingjusöm þrátt fyrir aðskilnað ykkar. Gerðu það því - fyrir hann - að reyna að lifa sem innihaldsríkustu lífi, þar til þið hittist á ný.
Anna Einarsdóttir, 7.8.2008 kl. 23:09
Ragga mín þetta er ekkert röfl, ekki láta þér finnast það. Vona að þú eigir góða nótt og megi englarnir vaka yfir þér. Sendi þér ljós og kærleik með kertunum hans Himma Kveðja erna.
Erna, 7.8.2008 kl. 23:39
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.8.2008 kl. 23:47
Kveikti nokkur ljós á síðunni hans Himma ykkar hafðu góða nótt og láttu þér líða vel Elskan mín knús inn í nóttina
Brynja skordal, 7.8.2008 kl. 23:52
Sigrún Jónsdóttir, 8.8.2008 kl. 00:08
Ég sendi alla mína engla til að vaka yfir ykkur og styrkja...góða nótt, sofðu rótt í alla nótt... kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 8.8.2008 kl. 00:13
Að elska börnin okkar er það besta sem mæður geta gefið börnunum sínum, því miður getum við ekki stjórnað þeim alla æfi. En ástin, þessi skilyrðislausa ást er bara stundum ekki nóg. Við mæðurnar megum aldrei ásaka okkur fyrir það sem okkur þótti rétt á einhverjum tímapunkti, þá værum við allar alveg vitlausar. Knús inn í nóttina þína.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 8.8.2008 kl. 00:35
Skil þig elsku Ragga mín, efaðist oft um að ég væri að gera rétt þegar ég henti mínum strák út 18 ára og hann fór á götuna, það hafði góð áhrif og í dag er hann búinn að vera hreinn síðan 21.nóv. ég get glaðst yfir því og leyfi sjálfri mér ekki að hugsa um í dag hvort það hafi verið rétt eða rangt, en ég skil samt hvað þú gengur í gegnum, ég kenndi sjálfri mér um það í 10 ár að Óskar minn dó, það var gott að komast yfir það. Við erum hérna öll fyrir þig, láttu okkur vita hvernig þér líður alltaf, við getum kannski huggað smá. Vona að þú sofir vel í nótt, ég er að senda þér hugskeyti, góða nótt elskuleg
Ásdís Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 00:43
Kæra Ragga, ég skil þig ósköp vel með þessa skelfilegu hugsun og það er svo vont að ásaka sig svona. Það eru alltaf "ef" við fráfall náinna, við alla slæma atburði. Þú varst örugglega mjög góð mamma, engin er fullkomin, ekki einusinni þeir sem þú heldur að séu fullkomnir. Ég missti náinn aldraðan ættingja og á mín fullt af "efum" og það er alveg skelfilegt þegar þau byrja að herja á. Ef að manni líður virkilega illa með svona þá verður maður að fyrirgefa sjálfum sér og minna sig á allt það góða sem að maður gerði og það var ekki lítið sem þú gerðir fyrir strákinn þinn, það er alveg víst. Himmi vill örugglega að þér líði vel. Hann hefði spurt þig aftur hefði það verið nauðsynlegt fyrir hann að fá að vera hjá þér. Og ef hann hefði farið til þín þá hefði hann kannski samt fengið herbergið og svo farið þangað. Það er hægt að ímynda sér þetta á alla vegu. Vonandi nærðu að vinna vel út úr þessu, eins og kostur er. Þú átt svo gott fólk og njóttu þess að vera með þeim og þú ert enn ung og verður að geta notið lífsins. Hugsaðu um tímann sem þú áttir með Himma og rifjaðu upp allar góðu stundirnar ykkar og hvað er gott að eiga þessar minningar. Kveðja, St.
Steinvör (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 01:15
til þín mín kæra, þetta er sko ekkert röfl í þér, alls ekki.
Englaljós til þín
alva (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 01:41
Ragnheiður - rífðu þig uppúr því að ásaka sjálfa þig fyrir það sem þú á engan hátt ert ábyrg fyrir! Við erum ekki Guðleg og ráðum ekki atburðarás lífsins, hvort sem um börn okkar er að ræða eða annað. Börnin okkar verða að fá ákveðið svigrúm til að bera sjálf ábyrgð á lífi sínu, það er það sem þau vilja og óska eftir frá okkur - við veitum þeim svigrúmið og hver erum við að leyfa okkur að ásaka okkur fyrir það að gera eins og þau óska eftir.
Veistu - ég er handviss um að ef Himmi gæti sent þér skilaboð - þá myndi hann senda þér harðákveðin boð um að þú eigir á engan hátt að leyfa þér að láta liðna atburði draga þig niður, heldur eigir þú skilyrðislaust að leita í hjarta þínu að brosi og gleði því það er einmitt það sem hann myndi óska þér til handa. Og þú veist það innst inni Ragnheiður, þú varst - ert - og verður alltaf sólin hans - og hann var, er og verður alltaf ljósið þitt. Sannaðu til - í hvert sinn sem þú hugsar um hann þá stendur hann þér við hlið - og ef þú ert brosandi - þá er hann brosandi, ef þú ert sorgmædd þá er hann sorgmæddur! Ég veit að þú vilt að hann sé glaður - því er það þitt hlutskipti núna sem móðir hans - að gleðja hann með brosi svo hann megi líka brosa!
Ragnheiður, þú ert yndisleg manneskja - það fer ekki á milli mála - mundu það alltaf að þú ert ekki guð almáttugur sem getur séð fyrir hlutina - þú ert bara venjuleg mannvera sem gerir í hvert sinn það sem þú telur vera rétt og best - þannig rúllar lífið áfram og mun alltaf gera. Ekki reyna að vera of sterk eða guðleg - það er ekki gott og afleiðingar slíks engum til góða mín elskulega. Ef þú bara vissir hve mörgum þú - og Himmi - hafið hjálpað með þessum færslum sem snúa að liðnum atburðum - þá yrðir þú örugglega hissa.
Ragnheiður mín, mundu bara að þú ert yndisleg og gefandi manneskja - svo mikið les ég úr öllum þínum skrifum. Mundu það og leitaðu að brosi og gleði með það í huga að slíkt myndi sannarlega gleðja Himma. Leyfðu þér að gleðjast og notaðu þá gleði til að dreifa meira ljósi um allt þitt umhverfi ...
Tiger, 8.8.2008 kl. 01:44
Sendi þér ljós og kærleika
Kveiki á kerti fyrir Himma þinn
Blessuð sé minning þessa fallega stráks
Guðrún (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 01:44
Kæra Ragnehiður, spurningar sem þessar eru yfirþyrmandi og banka ansi oft upp á hjá okkur sem höfum misst ástvini okkar. Sektarkenndin og samviskubitið er nagandi og ætlar stundum að gera út af við mann. Slíkar hugsanir eru í sjálfu sé ekki óeðlilegar en ég tek undir með því sem kemur hér fram að ofan; við tökum ákvarðanir á tilteknum tímum, við tilteknar aðstæður og eru réttar á þeim tíma. Það er því ekki sanngjarnt að vera endalaust með vangaveltur um það; ,,hvað ef ég...., hefði ég gert........, þá............ o.s.frv.
Oft er það svo að ástvinur hefur tekið ákvörðun varðandi sitt líf og er þá fátt eitt sem fær hann ofan af þeirri ákvörðun. Oftar en ekki hefur hann undirbúið það með góðum fyrirvara enda upplifir hann þetta sem einu, réttu lausnina fyrir sig.
Allar þessar hugsanir og aðstæður bætast við sorgina sem allir ganga í gegnum þegar ástvinur fellur frá sem gerir sorgarferlið mun erfiðara en ella. Ég þekki engan sem ekki hefur velt því fyrir sér að vilja hafa nýtt tíman ,,betur" ef hann hefði vitað hvað framundan er.
Sorgarferlið þitt er erfitt og nagandi, það getur ekki öðru vísi verið en eitt er víst að þó tíminn lækni ekki öll sár þá lærum við smátt og smátt að lifa með þeim. Leyfðu þér að syrgja og vertu áfram þú sjálf.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 8.8.2008 kl. 04:42
Helga skjol, 8.8.2008 kl. 07:35
Hulla Dan, 8.8.2008 kl. 08:18
Æj elsku Ragga mín
Hrönn Sigurðardóttir, 8.8.2008 kl. 09:02
Elsku Ragga mín, sendi þér ljós og kærleik
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 8.8.2008 kl. 09:30
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 8.8.2008 kl. 11:04
Skil svo vel hugleiðingar þínar Ragnheiður, en skortir orð. Sendi þér bara sól í
Þú ert yndisleg kona að lesa þig og hefur eflaust gert þitt besta.
Kær kveðja M
M, 8.8.2008 kl. 11:52
Inga María, 8.8.2008 kl. 14:12
Ég hef engu við að bæta sem ekki er búið að segja hér að ofan. Knús til þín. Takk fyrir boðið með rifsið, ég fæ kannski að kíkja til þín í næstu viku, ef ég má.
Bjarndís Helena Mitchell, 8.8.2008 kl. 16:30
Ég vildi að ég gæti tekið þetta angur í burt.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.8.2008 kl. 19:40
Þegar góður vinur minn, tæplega þrítugur, tók sitt eigið líf fyrir sjö árum kvaldist ég lengi af samviskubiti ... ef ég hefði bara hitt hann þá hefði ég ábyggilega getað gert eitthvað, kannski breytt einhverju og allt í þeim dúr. Veit núna að það var rangt. Held að allir ástvinir upplifi svona tilfinningar. Þetta er eðlilegt en hræðilega vont. Vona að þér fari að líða betur, elsku Ragga mín.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.8.2008 kl. 12:34
Hugsa oft til þín og Himma þíns, Ragnheiður mín, þó ég þekki þig aðeins af blogginu þínu ..
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 9.8.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.