Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt
16.7.2008 | 19:31
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Nokkur umræða er um það í dag að ungur maður hafi svipt sig lífi í lok síðasta mánaðar. Hann var fórnarlamb eineltis í skóla og það setti mark sitt á hann.
Til stuðnings þeim sem eiga um sárt að binda af þessum sökum, hafa misst einhvern sér nákominn ætla ég að kveikja ljós.
Hérna átti að vera viðbót en eitthvað hefur mér mistekist með það.
Í kvöld skulum við hugsa málið, hvernig komum við fram við aðra, hvernig tölum við um annað fólk, hvaða fordæmi erum við að setja ?
Í kvöld vil ég hvetja ykkur sem viljið láta þessi mál ykkur varða að kveikja svipað ljós á ykkar síðum.
Góða nótt
Athugasemdir
Já mjög sorglegt ég kveiki á kertum líka.
Kristín Katla Árnadóttir, 16.7.2008 kl. 19:34
Þetta er sorglegt. Varð miður mín eftir lestur fréttablaðsins, úrræðaleysið algert hjá þeim sem ráða. skólayfirvöld segja bara að hann þurfi að fara í annan skóla eigi ástandið að batna. Það ætti að reka svona skólastjórnanda. En þetta er þörf umræða og rétt hjá þér Ragnheiður; aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Sigrún Óskars, 16.7.2008 kl. 20:06
Það er hrikalega sorglegt að það sé ekki hægt að hafa þetta opið fyrir umræðunni, elsku drengurinn, svo fallegur og góður.
Það sem ég er að tala um á mínu bloggi í morgun tengist einelti, vanvirðingu á háu stigi, og ef það er látið viðgangast þá er voðin vís.
Ég mun kveikja á kerti.
Knús kveðjur til þín Ragga mín.
Milla
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 16.7.2008 kl. 20:15
Einelti er hræðilegur glæpur sem erfitt virðist að uppræta. Fórnarlömb þess eru eflaust mun fleiri en mann grunar.
Helga Magnúsdóttir, 16.7.2008 kl. 20:51
Það er svo einfalt en um leið svo undarlega erfitt - þetta með að koma fram við aðra eins og þú vilt að komið sé fram við þig.....
Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 21:29
Skelfilegt. Við skulum öll vanda okkur í umgengni við aðra og passa hvað við látum börn/barnabörn heyra okkur segja, þau læra það sem fyrir þeim er haft og oft er það ljótt. Kær kveðja til þín elsku Ragga mín
Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 23:13
er sammála henni Helgu með allt sem hún sagði ég þekki þetta að eigin reynslu,,hvað þetta er orðin grimmur heimur ég var að kveykja á kertum líka fyrir foreldra og fjölsk , og bið fyrir þeim ,það er hræðilegt að upplifa að missa barnið sitt á svona hræðilegan hátt eins og þú þekkir Ragnheiður mín óska þér og fjölsk líka innilega kveðju Ólöf jónsdóttir
lady, 16.7.2008 kl. 23:15
Einelti er hryllingur!!
alva (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 23:35
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.7.2008 kl. 00:24
Sigrún Jónsdóttir, 17.7.2008 kl. 00:24
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 17.7.2008 kl. 01:12
Brynja skordal, 17.7.2008 kl. 01:37
Takk fyrir fallega kveðju. Ég er viss um að hún kemst til skila til foreldra unga mannsins og annarra sem eiga um sárt að binda vegna svipaðra áfalla. Lárusi kynntist ég í stuttan tíma þegar hann var á fjórða ári því að ég þekki foreldra hans. Ég bjó þá á Austurlandi en þurfti oft til Akureyrar og fékk að gista hjá foreldrum hans þegar ég var þar. Það var hræðilega sorglegt að fá þessar fréttir og enn dapurlegra til þess að vita að vanlíðan hans hófst með þessu hræðilega einelti, sjálfsmyndin brotnaði og það náðist ekki að græða sárin sem eineltið setti á sálina.
Ég vona svo sannarlega að umræðunni um afleiðingar eineltis verði haldið áfram á lofti. Það hefur lítið farið fyrir henni í samfélaginu upp á síðkastið. Það er mikilvægt bæði vegna þolenda og gerenda að hún lognist ekki út af. Það verða allir að skilja alvarleika málsins.
Kveðja til þín
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 02:45
Þetta er bara skelfilegt allt saman. Ég bloggaði einmitt að hluta til um þennan unga mann um daginn - bloggaði í minningu um drenginn.
Lítið vissi ég þó þá um hve mikið það var að hjá unga manninum - en ég kannaðist við hann netlega séð - á öðrum vettvangi og þar blasti við einmitt það sem ég bloggaði um. Einelti er eitt af því ljótasta sem hugsast getur - og eru einmitt börn og unglingar þar oft mjög grimmir gerendur án þess að gera sér fulla grein fyrir því hve alvarlegar afleiðingar slíkt getur haft í för.
Foreldrum hans og öllum aðstandendum vil ég að sjálfsögðu votta mína dýpstu samúð.
Tiger, 17.7.2008 kl. 15:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.