Montfærsla
15.7.2008 | 22:39
Ég hrökk í þrjóskugírinn í dag, lenti í Leifsstöð með farþega og fór hinumegin og ákvað að bíða. Ég beið í 1-2-3-4 -5 tíma, löngu kominn kvöldmatur og frúin mætti ekki til heimilisstarfa. Loksins klukkan 21 í kvöld gekk rófan og ég slapp aftur til Reykjavíkur með farþega. Þá var húsbóndinn á heimilinu búinn að elda, hann var líka búinn að þrífa eldhúsið glimrandi vel og örbylgjuofninn. Eldhúsið leit út eins og í sápuauglýsingu, ekki hægt að horfa ofan í vaskinn vegna ofbirtu.
Einhver kall hefði orðið fúll við sína en ekki minn kall. Heimsmeistarasnillingur.
Rosalega er ég ánægð með hann !
Ég og einn félagi minn létum eins og asnar við flugstöðina í dag, það hringdi samt enginn á lögguna á okkur. Ég átti bara eftir að draga hann á hárinu um svæðið !
Athugasemdir
Af hverju eru svona kallar ekki klónaðir? í staðinn er verið að klóna rollur.....
Hrönn Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 22:41
Skilðaðekki..það segi ég satt..
Ragnheiður , 15.7.2008 kl. 22:45
Svona kallar eru snillingar. Biðaðheilsonum.
Anna Einarsdóttir, 15.7.2008 kl. 22:52
Þrjóskugírinn borgar sig stundum
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 15.7.2008 kl. 23:49
Gullmoli er þitt húsband mæli með að allir kk lesi þessa færslu eða þannig Hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 16.7.2008 kl. 00:02
Gott að fá svona þjónustu stundum. Knús
Bjarndís Helena Mitchell, 16.7.2008 kl. 00:23
Flottur karl sem þú átt
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 16.7.2008 kl. 00:37
Vá, það eru sumsé til svona karlar. Heppin ert þú kona
Sigrún Jónsdóttir, 16.7.2008 kl. 00:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.