Hvað er í gangi eiginlega ?
13.7.2008 | 15:50
Búin að lesa netmiðlana fram og til baka og sama fréttin pirrar mig allan daginn, alla vikuna og örugglega lengur.
BNA er búið að gefa Ísrael leyfi til að hefja undirbúning árásar á Íran ! Hvur andskotinn er það ? Ég er löngu farin að telja niður dagana þar til Bush fer frá í þeirri veiku von að eitthvað skárra taki við. Hvernig í veröldinni getur staðið á því að einn kall, fjósvitlaus að auki, getur haft allan heiminn í hendi sér eins og þessi stríðsóði maður ?
Það vita allir að Mið Austurlönd eru púðurtunna, það má ekki mikið gerast til að ekki verði allt vitlaust þar með tilheyrandi afleiðingum.
Rosalega líst mér illa á þetta ástand !
Rússar og kínverjar beittu neitundarvaldi í öryggisráðinu og Mugabe slapp fyrir horn. Við fáum sérmatreiddar fréttir og á yfirborðinu virðist allt vera í lagi. Það þarf samt ekki mikla rannsóknarblaðamennsku til að komast að mannréttindabrotum sem eiga sér stað um allan heim.
Alþjóðastjórnmál eru eitthvað sem þarf að fylgjast með...þau koma okkur líka við vegna þess að áhrifin ná auðveldlega hingað.
Heimsendaspáin mín er að rætast, menn þora ekki að anda út úr sér raunverulegu ástandi mála af ótta við að það verði enn verra. VIð eigum eftir að sjá mörg fyrirtæki fara á hausinn. Nú þegar er nokkur örvænting í auglýsingum þeirra sem selja munaðarvörur sem auðvitað seljast hörmulega illa um þessar mundir. Skoðið bara fréttablaðið -í mestu rólegheitum og sjáið auglýsingarnar, afsláttinn, útsölurnar og tilboðin. Leggið saman dæmið og sjáið hvað þið fáið út úr því.
Farin að búa til vúdú Bush og ætla að skvetta á hann laxerolíu...já eða bara dýfa honum í hana.
Athugasemdir
góður pistill
Hólmdís Hjartardóttir, 13.7.2008 kl. 15:56
Já, góður pistill, viltu ekki bara drekkja honum í olíunni ???
Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 16:23
Úff Ragnheiður mín - ef þér finnst Bush slæmur þá á McCain eftir að koma á óvart gruna ég - eða not!
Vona að McCain nái ekki forsetastólnum. Hann er karl sem skilur við konuna sína af því hún lenti í bílslysi - afleiðingarnar - fitnaði og minnkaði um 13 cm - þar með er hún ekki lengur konan sem hann giftist og því er bara málið að henda henni!!!
Vonandi fáum við ekki slíkan mann í áhrifastöðu heimsmálanna!
Annars, sammála þeim að ofan - flottur pistill hjá þér mín kæra. Hafðu ljúfan Sunnudag þó rennblautur sé.
Tiger, 13.7.2008 kl. 17:12
Góður pistill hjá þér og endilega dífðu henni (dúkkunni) á kaf í nokkra daga.
Það var ein frá USa með mér á námskeiðinu og hún sagði að flestir sem væru hugsandi manneskjur væru búnar að fá nóg af Bush, þannig að vonandi verður þetta síðasta verk hans til þess að sá næsti í þeim flokki tapi fylgi. Því miður er það þannig að það skiptir máli fyrir okkur hin í heiminum hver verður næsti forseti í USA.
Því miður verða það ekki bara fyritæki sem fara á hausinn, fullt af fólki mun eiga mjög erfitt á næstu mánuðum. Og þá held ég að það sé aðallega yngra fólkið, fólkið sem kaupir allt á lánum og ekkert mátti bíða. Okkar kynslóð man vel eftir árunum eftir "80 og örugglega enginn vill lenda í sömu raunum og þá.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 17:38
Góður pistill....svo er spurning hvort það muni nokkurn tímann komast friður á í öllum heimsálfum...?? þar sem það er alltaf einhver sem er með skítkast og leiðindi út í hina..en þegar stórt er spurt er fátt um svör. Kv. Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 13.7.2008 kl. 17:41
Sæl kæra vinkona!
Mikið svakalega er ég sammála þér! Hvað er það eiginlega með bandaríki norður ameríku, með hálfvitann Bush í fararbroddi, sem gefur þeim vald til að ákveða svona?! Ég segi eins og þú, get ekki beðið eftir því að hann fari frá sem forseti, en Alvaldið forði okkur frá því að McCain verði næsti forseti, ég held að hann sé lítið skárri en "assholið" sem nú ríkir yfir BNA og að þeirra áliti, allri heimsbyggðinni. Búðu bara til McCain dúkku líka og gerðu eitthvað virkilega krassandi við þær báðar.
Og málið er það, að þetta kemur okkur við þó við séum lítil þjóð hér úti í ballarhafi.
Hafðu það gott, elskuleg
Kær kveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 18:17
Satt hjá þér, ég er á því að við vitum ekki helminginn um raunverulegt ástand mála hér á landi, þrátt fyrir fjölmiðlaumfjallanir og tilraunir þeirra til að komast að kjarna málsins.
Okkur kemur heimurinn við vegna þess að við fólkið erum allsstaðar eins.
Og sjóddu helvítið hann Búsh með sunnudagsmatnum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 19:43
Frábær færsla, ég ætla að senda þér STÓRU prjónana mína til að stinga í brúðuna. Knús á þig
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 20:03
Kallhelvítið er bara lítill stubbur með stóra byssu og fullt rassgat af peningum sem hann á ekki einu sinni sjálfur. Þetta er ömurleg staðreynd allt saman. Ég er svo sammála þér, ég get ekki beðið eftir að hann fari frá störfum.
Knús á þig Ragga mín.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 20:51
Kveiktu svo í helv,, þegar þú verður búinn að stinga hann og velta honum upp úr olíu, ég á eld. Góð færsla hjá þér.
Erna, 13.7.2008 kl. 21:00
Góður pistill hjá þér, þetta eru alveg hrikalegar fréttir. - Og hvernig er ástandið í raun hér?
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.7.2008 kl. 22:38
Góð færsla hjá þér. Bush er eins og krakki í tindáta-leik, nema hann er með lifandi tindáta. Ótrúlegt hvað þessi maður kemst upp með. Veit ekki hvort von er á einhverju betra - en gefum ekki upp alla von.
Sigrún Óskars, 13.7.2008 kl. 22:39
Ánægð með þig, flottur pistill!
Sammála að það þarf að fylgjast með, þetta kemur okkur allt við og hefur áhrif á líf okkar allra!
kveðja
Guðbjörg Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 23:49
Njúka þetta, malbika & breyta í bílastæði.
'Norman Swartzhknopf'
Steingrímur Helgason, 14.7.2008 kl. 00:13
Frábær pistill, Bush er ábyggilega einn af verstu forsetum sögunnar. Heimskan í honum er alveg ótrúleg.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 14.7.2008 kl. 01:02
Bush er hættulegur rugludallur.Kaupmenn grenja auðvitað þegar gróðinn er ekki lengur 300 faldur.Vissuð þið að það var 200% álagnig á föt fyrir nokkrum árum síðan og þegar kaupmaður er í örlæti sínu að selja vöru með 80% afslætti ,er hans gróði einungis 120%.Æ æ
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 11:18
Mér hryllir við að þessi brjálæðingur eigi eftir að vera við völd í tæpt ár. Það sést á öllu að hann ætlar að reyna að koma af stað eins miklum stríðshörmunum og hann mögulega getur. Hann vill greinilega að það verði eftirmæli hans á forsetastólnum.
Helga Magnúsdóttir, 14.7.2008 kl. 13:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.