Afmæli

 Kelmundur knúsibolla á afmæli og hann er fjögurra ára.
Ég vann lengi frameftir í nótt og er eiginlega nýlega vöknuð, þreyttust í heiminum......en ég rakst á þetta. Ég veit ekki alveg hvernig ég fór að því, stjörnufréttir heilla mig yfirleitt ekki. Í fréttinni er hinsvegar meinleg villa og mér tókst að flissa að henni og ákvað að birta hana hérna.
Annars er allt í góðu
Veröld/Fólk | mbl.is | 13.7.2008 | 07:15

Brangelina-tvíburarnir fæddi

Kvikmyndaleikkonan Angelina Jolie fæddi tvíbura í gærkvöldi. Börnin, sem eru drengur og stúlka, voru tekin með keisaraskurði. Eru Jolie og sambýlismaður hennar Brad Pitt sögð hafa nefnt börnin Knox Leon og Vivienne Marcheline. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Dr Michel Sussmann, læknir á franska sjúkrahúsinu þar sem börnin fæddust, segir að fæðingu tvíburanna hafi verið flýtt af læknisfræðilegum ástæðum en að móður og börnum líða stórkostlega.

Börnin eiga saman dótturina Shiloh Nouvel Jolie-Pitt, sem fædd er í Namibíu árið 2006. Þá eiga þau þrjú ættleidd börn Maddox, Pax og Zahara.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Knús á Kelmund.Við hjónin vorum einmitt að skoða myndir af honum áðann.Til hamingju með hann.Þetta er góður afmælisdagur.Fáránlega illa skrifuð frétt.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.7.2008 kl. 13:18

2 Smámynd: Sigrún Óskars

til hamingju með Kelmund knúsibollu.

Sigrún Óskars, 13.7.2008 kl. 13:37

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.7.2008 kl. 14:36

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég hló líka eins og asni yfir þessari setningu "börnin eiga.." þetta er afleysingar sumar barnið að skrifa.  Hafðu það gott elskan og knús á Kelmund.  Birthday Song 

Ásdís Sigurðardóttir, 13.7.2008 kl. 15:04

5 Smámynd: Ragnheiður

Ja það er nú það..ég man ekki hvernig þetta gerðist síðast hjá henni

Ragnheiður , 13.7.2008 kl. 15:57

6 Smámynd: Tiger

 Hahaha .. góð fréttamennskan þarna sko!

Til hamingju með krúttboltann þinn elsku Ragnheiður mín.

Tiger, 13.7.2008 kl. 17:08

7 Smámynd: E.R Gunnlaugs

mér fannst líka einkar athyglisvert þegar sagt var að það hefði liðið korter á milli barna... Sérstaklega með tilliti til að þau voru tekin með keisaraskurði. Hvaða svaka dól var í gangi á skurðstofunni??

En gaman að vita að börnin eiga þrjú ættleidd börn... hihi

E.R Gunnlaugs, 13.7.2008 kl. 17:21

8 Smámynd: Bryndís

Til hamingju með Kelmund knúsubollu   Mamma mín á líka afmæli í dag,

Kveðja úr Mosó,

Bryndís, 13.7.2008 kl. 22:28

9 identicon

Hahaha ... já ég sá þetta líka. Fréttramenn í letikasti .. nenna ekki að skrifa.

Til hamingju Kelmundur með daginn.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 09:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband