Hugmyndalaus

en það er sama...búin að setja nokkur orð og gái hvort þau verða bara ekki fleiri hehe.

Manni dettur auðvitað ekkert í hug af viti þegar maður kemur heim úr vinnunni og fer bara beint að sofa dag eftir dag. En ég á eftir að vinna þessa viku á símavöktum og næstu og þá er ég komin í sumarfrí þar -jibbý-. Ég er búin að ráðstafa væntanlegu orlofi á bílinn minn þannig að hann bíður bara eftir að viðkomandi geti hafið störf. Það verður ágætt að setja hann í hendurnar á þeim aðila, engar áhyggjur af því að illa verði farið með græna eðalvagninn og allt í góðum höndum. Einhverjir aular réðust á bílstjóra í nótt og höfðu með sér heilan þúsundkall og símann hans. Miðað við hvaðan bíllinn leggur upp þá held ég að líklegt sé að um sé að ræða bíl frá Hreyfli-Bæjarleiðum. Þetta er alltaf hættan, sérstaklega þegar maður keyrir virkar nætur. Ég gerði það í áraraðir sjálf. Fólk sem er á ferðinni miðjar nætur í miðri viku er fólk sem á í erfiðleikum. Oft var versta vesenið að aka á jólum og svoleiðis nóttum, þá var fólk í tómu tjóni sem átti engan að. Búið að brenna allar brýr að baki sér og fann sárast til einsemdar sinnar. Það eru svona um það bil 4-5 ár síðan ég hætti næturbröltinu og fór að keyra að degi til. Upplifunin var eins og ég hefði skipt um vinnu, það var nokkuð merkilegt. Allt öðruvísi fólk og allt annað umhverfi, allar götur fullar af bílum. Ég hef samt verið heppin, búin að aka leigubíl síðan 1984 og hef bara í 2-3 skipti þurft aðstoð lögreglunnar og síðast á gamlárskvöld 2000. Hitt get ég hinsvegar ekki talið hversu oft ég hef hringt í lögregluna vegna ölvaðra ökumanna sem orðið hafa á vegi mínum í gegnum tíðina, okkur ber að hringja og láta vita og flestir gera það.

Þetta sumar er samt undarlegt. Túristinn hefur eiginlega alveg brugðist. Fólk kemur í niðurnjörfuðum pakkaferðum og fer nákvæmlega ekki spönn frá rassi nema í rútum. Skipin hafa eitthvað gefið hjá þeim sem nenna að hanga þar upp á von og óvon. Ég nenni því hinsvegar ekki. Ég ætti samt að gera það, ágæt málamanneskja og svoleiðis.

Hvað á ég að tuða um meira ?

Hm, já ég er sammála því sem kemur við næstu færslu að ríkið eigi að koma að málum. Ríkið gerir það bara ekki og þá er ágætt hjá þessari stúlku að leita liðsinnis almennings. Allir peningar sem eiga að fara í fólk er fastir í blóðugum krumlum hins opinbera, það er eins og að kreista vatn úr steini.

Nú er Paul Ramsem á valdi BB. Hvað haldið þið að komi út úr því ? BB er vorkunn, honum tekst að fela svo vandlega sína mannlegu eiginleika að jákvæðustu kellingar, eins og ég , sjá ekkert í honum nema möppudýrið. Möppudýr sem rígheldur sér í lagabókstafi og reglugerðir og sjá ekkert upp úr því. Það er skaði.

Ég held að þessi ríkisstjórn lifi ekki sitt kjörtímabíl. Það endar með því að ráðherrar hennar geta ekki flúið lengur undan spurulum fréttamönnum og sprungur eru þegar byrjaðar að myndast

Rafmagnslaus...farin.....bæ

ps ég hitti geitung í gær. Hann lenti nánast á nefinu á mér og ég ákvað að hreyfa mig alls ekki, ég er ekki frá því að hjartað hafi stoppað til öryggis á meðan. Ég sat í stæði í rólegheitum með opna hurð og var að ná mér í smá sól þegar hann truflaði mig. Ég var samt svo huguð að ég hélt áfram að sitja með opna hurðina eftir að hann fór.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Ekki ertu nú hugmyndalaus í þessari færslu frekar en fyrridaginn hafðu ljúfa helgi Elskuleg

Brynja skordal, 11.7.2008 kl. 12:02

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 12:27

3 identicon

Daginn yndisleg

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Eigðu ljúfan dag yndið mitt   ég er farin að telja í huganum með þér niður að 19.ágúst, þessi dagur er fastur í huga mínum.

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 14:01

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Kristín Katla Árnadóttir, 11.7.2008 kl. 16:49

6 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 11.7.2008 kl. 19:51

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hitti leigubílstjóra var að koma með flugbússinum á Umferðamiðst., tók síðan leigubíl heim, klukkan var langt gengin 4, að nóttu. Nema bílstjórinn sagði mér að hann hefði aldrei haft jafn mikið að gera eins og nú í sumar. -

Og hann þakkaði það auknum fjölda ferðamanna sem tækju mun oftar og meiri Taxa en áður.

Hann sagði að því væri afturámóti öfugt farið með leigubílanotkun hjá Íslendingum, þar væri um fækkun að ræða.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 11.7.2008 kl. 22:50

8 identicon

Innlitskvitt á þig dúllan mín.

Mér þykir svooo vænt um þig.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 23:57

9 Smámynd: Sigríður  Ágústa Þórólfsdóttir

Vildi bara þakka þér fyrir komentið hjá mér um daginn,fékk mig til að hugsa jafnvel meira um þessi mál.Hvað í raun er stutt á milli þess að maður hafi það gott eða skítt Mér þykir ú dugleg kona að vera leigubílstjóri,ég er gift manni sem var í því jobbi í mörg ár og sjálf var ég að vinna á síma á leigubílastöð yfir 40 ár svo ég veit alveg hvað harkið gengur út á það er ekki alltaf dans á rósum og ansi lítið tímakaupið stundum og óendanlega vanþakklátt starf  þú átt alla mína samúð vinan og gangi þér sem best í lífsbaráttunni og eigðu gott sumarfrí

Sigríður Ágústa Þórólfsdóttir, 12.7.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband