Tekið af www.visir.is
9.7.2008 | 23:37
Söfnun fyrir gróðurhúsi á Litla-Hraun rýkur í gang
Ég er komin með tíu prósent af upphæðinni," segir Auður I. Ottesen, ritstjóri Sumarhússins og garðsins, en eins og Vísir greindi frá í fyrradag gengst hún fyrir fjársöfnun til kaupa á gróðurhúsi handa föngum á Litla-Hrauni. Hálftíma eftir að þetta kom á Vísi komu tvær færslur inn á reikninginn, önnur frá lögfræðingi og hin frá ungri stúlku," segir Auður glaðbeitt.
Húsið sjálft kostar 500.000 krónur en ég stefni á 750.000 til að geta keypt alla fylgihluti. Ég er eingöngu búin að kynna þetta í okkar blaði og öðrum fjölmiðlum og svo er ég að fara af stað í að senda út póst og hringja í fólk," segir hún enn fremur og kveðst engan veginn bangin um að verkefnið heppnist ekki.
Okkur eru til dæmis að berast gjafir. Innigarðar voru að gefa græjur til að rækta tómata og þeir hjá Jötni Vélum hf. á Selfossi ætla að skaffa sérhæfðan mann í það og svo eru þetta náttúrulega kraftakögglar þarna fyrir austan," segir Auður og áætlar að uppsetning hússins taki um tvo daga.
Allir þeir sem vilja leggja málefninu lið geta haft samband Auði I. Ottesen í síma 578-4800 eða á netfangið audur@rit.is eða lagt inn á reikning 101-26-171717, kt. 481203-3330.
Athugasemdir
Glæsilegt framtak sem allir hljóta að styðja.
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 10.7.2008 kl. 01:32
Sammála gott framtak ég geri mitt besta.
Kristín Katla Árnadóttir, 10.7.2008 kl. 10:52
Liður í endurhæfingu.Ríkið Á AÐ SJÁ SÓMA SINN OG GREIÐA ÞETTA.Annars flott framtak.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 11:13
Bjarndís Helena Mitchell, 10.7.2008 kl. 11:26
Las þetta í gær þetta er frábært tek undir með Birnu ríkið á að mínu mati að leggja sitt af mörkum þí þetta mál.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 10.7.2008 kl. 11:57
Þetta er flott framtak en ég er sammála Birnu og Heiðu um að ríkið eigi að borga þetta.
Helga Magnúsdóttir, 10.7.2008 kl. 12:02
Guðrún B. (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 15:51
Já, stórkostlegt framtak þarna - en ég tek sannarlega undir með Birnu Dís, Heiði og Helgu með að ríkið ætti að sjá sóma sinn í að hlaupa undir með þeim þarna.
Svona málefni lætur maður ekki framhjá sér fara án þess að skoða vel og gera eitthvað ef maður getur - og hver getur ekki séð af pínulítilli upphæð? Margt smátt getur gert stórt gróðurhús þarna ..
Eigðu ljúft kvöld mín yndislega ..
Tiger, 10.7.2008 kl. 18:52
Gott framtak sem ríkið á að styðja eins og Birna Dís sagði.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 10.7.2008 kl. 19:50
Já þetta er jákvætt og gott mál. Og eins og Tigercopper skrifar: Hver getur ekki séð af pínulítilli upphæð. Ég er ekki að segja að ríkið eigi ekki að koma til hjálpar,en við meigum ekki alltaf loka augunum og hugsa:Ja ríkið hlýtur að redda þessu.Látum þetta verða að veruleika kæru vinir og leggjum í púkkið. Bestu kveðjur.
Erna, 10.7.2008 kl. 20:33
flott framtak.
Bergdís Rósantsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:38
Frábært framtak. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.7.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.