Umburðarlyndi óskast
8.7.2008 | 20:46
en fyrst, takk fyrir skemmtileg komment við síðustu færslu. Ásdís mín , þú ratar hehe.
Ég er ekki beint að fara í bloggfrí en samt, takmarkaður tími eins og er til að blogga og þið verðið bara að sýna smábiðlund.
Það hvílir líka fleira á sem er erfitt. Kær félagi alvarlega veikur og það er bara sárt að horfa upp á slíkt....manni verður hugsað til fólksins hans og verður svo eitthvað hjálparvana því maður veit að maður getur nákvæmlega ekkert gert til hjálpar, maður upplifir sig svo gjörsamlega gagnslausan....
Síðastliðið ár hefur verið erfitt að þessu leyti í vinnunni minni, menn hafa verið að veikjast og falla frá, kærir félagar til margra ára og áratuga.
Hafið það gott í sólinni
PS hitti eina af mínum uppáhaldsbloggvinkonum í dag, alveg yndislegt að hitta hana. Það var alveg slysni samt, ég sat í miðbænum á bekk eins og hver annar róni og hún lagði saman tvo og tvo og fékk út.............MIG !
Athugasemdir
Risaknús.
Jenný Anna Baldursdóttir, 8.7.2008 kl. 20:51
Hafðu það gott og ég sendi þér knús og kram.
Helga Magnúsdóttir, 8.7.2008 kl. 21:07
Innlitskvitt á þig.
Matthilda M. Eyvindsd Tórshamar, 8.7.2008 kl. 21:10
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:40
alva (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:44
M, 8.7.2008 kl. 21:45
Hæ dúllan mín. Farðu vel með þig í fríinu, vonandi förum við að hittast, ég tek reyndar alveg séns á að þú kíkir austur, þú kemur þá í heimsókn loforð?? knús og faðmlag. Love U
Ásdís Sigurðardóttir, 8.7.2008 kl. 22:07
Kærleikskveðjur til þín og þinna
Eyrún Gísladóttir, 8.7.2008 kl. 22:28
Knús og kram á þig
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.7.2008 kl. 00:32
Já mín kæra Ragnheiður, satt að maður verður svo hrikalega lítill og gagnslaus þegar mikið steðjar að hjá öðrum, manni langar svo mikið til að gera eitthvað stórkostlegt til að sýna stuðning og styrk - en getur svo skelfilega lítið í raun og veru. Rétt eins og Kurr segir er það eina sem hægt er að gera - er að vera til staðar - láta fólk vita af því og biðja fyrir þeim. Bænin er stór og sterk. Svo er það líka málið með okkur sem hafa lent í skelfilegri reynslu sjálf - finnum við eitthvað í eigin farvegi sem við gætum mögulega notað öðrum til hjálpar? Þú ert yndisleg vinkona - ætíð svo mikið að gefa af þér til annarra! Stundum langar mann bara til að teygja sig inn í veraldarvefinn - og út þín megin - og bara knúsa þig fast að sér!
Eigðu fallega nótt með englunum mín kæra og vertu ætíð þú sjálf, sem ert svona mikil og stórkostleg persóna.
Tiger, 9.7.2008 kl. 01:44
Þú þarft ekki eini sinni að fara fram á umburðarlyndi, það er þarna fyrir þig elsku Ragga mín, við skiljum hvor aðra, vona ég.
Það er erfitt að lífa með því að eitthvað sé að hjá þeim sem manni þykir svo undurvænt um, en við ráðum því víst ekki, okkur er ætlað að upplifa það til að læra, svo mikið er víst, en svolítið erfitt er það þegar það er endalaust eitthvað, ræðum það seinna.
Ég er svolítið málheft núna, en það brýst út bráðum.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.7.2008 kl. 07:32
Hæ skvís :) Sumir eru bara betri í reikningi en aðrir
Heiða B. Heiðars, 9.7.2008 kl. 10:38
Þetta var stórkostlegt. Hún þekkti þig. Gaman af þessu. Ef þú tekur bloggfrí þá bíð ég eftir næstu færslu. Hafðu það gott. Leiðinlegt með þetta í vinnunni.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.7.2008 kl. 12:22
Gunnar Helgi Eysteinsson, 9.7.2008 kl. 18:36
Hittumst við????
Ha??? hvenær???
Ó mæ god... I kill me selv.... Svoooo fyndin.
Og afþví að ég er svo útlensk í dag... Have a næs day darl....
Hulla Dan, 9.7.2008 kl. 18:39
Huld S. Ringsted, 9.7.2008 kl. 22:38
Sigrún Óskars, 11.7.2008 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.