Hjá mér er frábærri helgi að ljúka

án nokkurs víns, lögregluafskipta né annarra leiðinda. Alda og Lalli komu hingað í gærdag með dæturnar þrjár. Lalli ætlaði að vinna hjá okkur í gluggunum og gerði það með miklum sóma. Nú er ég með frágengna glugga í stofunni, og 2 nýjar rúður þar. Sama má segja um tölvuherbergið, þar er ný rúða og alveg frágengin. Lárus er einstaklega vandvirkur og mikill fagmaður í sínum smíðum. Planið er að þau komi aftur næstu helgi og þá á að reyna að ljúka við rúðuskiptin, það gæti þó aðeins tafið fyrir að skipta þarf um pósta í hinum stofuglugganum. Fúi hefur komist í gluggann og hann er orðinn lélegur.

Ég eldaði góðan mat í liðið mitt og við nutum lífsins saman, allir hamingjusamir og sáttir. Svörtu bræðurnir voru þó aðskildir í dag (hvuttar) Lappi gamli fór með mér í vinnuna, hann hefur ekki þolinmæði í börn og ég er farin að setja hann inn í herbergi þegar börn koma. Hann er auðvitað ekki það vanur börnum heldur og svo er hann allt öðruvísi skapi farinn en Keli sem elskar börn.

Nú byrjar ný vika og ég ætla að taka henni fagnandi, næstsíðasta vika áður en ég fer í sumarleyfið ...

Þakka ykkur yndisleg komment við síðustu færslu, þið eruð best í heimi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.7.2008 kl. 19:28

2 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Gott að þið fenguð svona góða helgi, mér finnst alltaf er fólk kemur saman það er verið að vinna, elda mat, spjalla og hafa gaman, þá skapast oft yndisleg orka sem gerir allt svo gott.
                   Kærleik til ykkar
                     Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 6.7.2008 kl. 19:43

3 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Gott að heyra að þú hafir sloppið við þennan leiðinda eril sem virðist hafa heltekið landann þessa helgina samkv. fréttum. -

Hafðu það sem allra, allra best. Kveðja LG.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 19:55

4 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Verst að þessari frábæru helgi sé að ljúka, en sumarfríið er bara rétt handan við hornið.

Helga Magnúsdóttir, 6.7.2008 kl. 19:59

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Gott heyra að það var gaman hjá ykkur knús og kram.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.7.2008 kl. 20:19

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér var helgin líka róleg og ljúf og á morgun á ég von á dóttirinni sem býr í London, fæ að hafa hana í einn dag.  Vona að fríið verði gott, ef þú ert hér fyrir austan, endilega kíktu í kaffi.

Ásdís Sigurðardóttir, 6.7.2008 kl. 20:33

7 Smámynd: Ragnheiður

Já ég geri það Ásdís mín en á ekkert endilega von á að leggja leið mína austur en þó er ekkert útilokað í þeim efnum.

Ragnheiður , 6.7.2008 kl. 22:04

8 identicon

Lúft er að eiga góða að, ennþá ljúfara er að eiga góðar stundir með þeim sem maður elskar.

Knús á þig elskan mín.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 22:48

9 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Þetta hefur verið hin fínasta helgi hjá þér.

Eyrún Gísladóttir, 6.7.2008 kl. 23:48

10 identicon

Já gott að helgin þín var góð, sama semgi ég, hðun var bara yyyndisleg hérna.

Góða nótt.

alva (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 01:42

11 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 7.7.2008 kl. 08:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband