Erfið reynsla mótar mann
5.7.2008 | 09:12
en maður verður kannski ekki var við það alveg um leið. Maður vaknar ekkert bara einn daginn og hugsar allt öðruvísi. Ég hef aðeins verið að spá í þetta. Ég átti ýmislegt óþægilegt að baki áður en ég missti Himma. Þá fortíð var ég búin að gera upp og pakka snyrtilega í kassa. Það truflaði mig semsagt ekkert lengur, það fannst mér fínt. Maður getur heldur ekkert dregið sífellt fortíðina á eftir sér, það verður bara of þung. Fortíðin mótaði mig og gerði mig að því sem ég var -fyrir 19 ágúst í fyrra. Þá persónu var ég ágætlega sátt við, það er gott að vera sæmilega sáttur í sínu eigin skinni enda er það eina skinnið sem maður hefur þegar upp er staðið.
Erfið reynsla slípar sálina. Þegar ég loka augunum og reyni að sjá fyrir mér sálina þá sé ég stein, fallegan slípaðan fjörustein. Hann er alveg orðinn eggsléttur og æðarnar í honum sjást vel. Ég reyni að halda utan um hann og passa hann. Hann virðist vera brothættur en af fenginni reynslu veit ég að hann er eitthvað það sterkasta sem til er. Það flísast upp úr honum en hann hefur aldrei brotnað í mask.
Hilmar minn fæ ég ekki aftur, hann kemur aldrei aftur, með prakkarabrosið og fallega blikið í augunum sem ég vissi að þýddi bara það hversu vænt honum þótti um hana mömmu sína. Hlýja knúsið hans er bara minning ein. En þá minningu á ég og hana getur enginn tekið frá mér. Ég loka augunum og ég sé hann fyrir mér, ég finn lyktina hans og ég heyri fallegu, letilegu röddina með gleðihljómnum í . Í minningunni er hann alltaf glaður, endalaust glaður.
En ég á þau hin krakkana, þau eru hér og eiga skilið að fá óskipta athygli móður sinnar. Þau hafa samt alveg umborið mig þetta síðastliðna tæpa ár. Höggið var svo þungt á alla.
Það er nokkuð síðan ég ákvað að láta þetta ekki brjóta mig, ég stóð upp heima, talaði við myndina af Himma og sagði : Nú ætla ég að halda áfram með lífið, ekki halda að ég elski þig ekki og sakni þín ekki, þannig er það ekki og þú veist það best sjálfur. Komdu með mér hvert sem ég fer, alltaf í huganum og hjartanu en nú lifum við hin .
Svo beið ég eftir að ég myndi detta á sléttu gólfinu, ef hann myndi mótmæla og bregða fyrir mig fæti. Það gerði hann auðvitað ekki. Hann kom bara með mömmu sinni.
Huld mín, gangi þér ofsalega vel í dag með búðina.
Kær kveðja á ykkur hin
Athugasemdir
Jenný Anna Baldursdóttir, 5.7.2008 kl. 09:16
Hæ elsku mamma, þetta er rosalega fallegt blogg hjá þér
Ég dáist að styrk þínum.
Love you so much
Solla, 5.7.2008 kl. 09:48
Tek undir með dóttur þinni, fallegar minningar og gott blogg. Enginn tekur minningarnar frá okkur, svo mikið er víst.
Styrkur þinn er mikill, mér finnst þú takast á við sorgina af miklum þroska og æðruleysi. Slíkt er ekki öllum gefið.
Vonandi nýtur þú helgarinnar
Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 5.7.2008 kl. 09:54
Sigrún Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 10:34
Sálin þín er ein sú fegursta sem maður rekst á í þessu lífi. Þú leyfir þér að syrgja og gráta en þú leyfir þér ekki að gefast upp.
Þú átt aðdáun mína.
Anna Einarsdóttir, 5.7.2008 kl. 11:07
Flott & falleg í gegn, færslan & höfundurinn.
Steingrímur Helgason, 5.7.2008 kl. 11:16
Bjarndís Helena Mitchell, 5.7.2008 kl. 11:40
... fortíðin mótar hvern og einn... sumu úr henni gleymum við... öðru gleymum við aldrei... fallegar minningar geymum við á besta stað...
... svo einhvernvegin verðum við að halda áfram... þó oft getið það verið erfitt... mjög falleg skrif eins og endranær hjá þér...
Góðar kveðjur.
Brattur, 5.7.2008 kl. 11:44
Yndislegt og sterkt hjá þér Ragga mín.
Þú átt líka góð börn og góðan mann sem stendur við bakið á þér eins og klettur.
Eigið góða helgi saman.
Kærleikskveðjur
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2008 kl. 12:09
Þú ert sterk og dugleg elsku Ragga mín kærar kveðjur ljúfust.
Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 12:20
Falleg færsla.Ég tók einmitt ákvörðun um að lifa.Ekki að ég vildi það heldur varð vegna hinna.Það er loksins kominn steinn hjá Hauksanum mínum.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 12:33
Anna sagði það sem þarf að segja.
Hrönn Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 12:45
Þú ert, eins og ég hef alltaf sagti síðan ég hitt þig í fyrra rétt eftir að Himmi dó, einstök og fágæt perla í mannflórunni. Mér þykir yndislegt að þekkja þig og lesa bloggin þín og finna ást þína og kærleik og dugnað því þú ert dugleg kona. Himmi er örugglega ekki stoltari af nokkru í sínu lífi en þér. Þú hefur líka sýnt fólki að þeir sem haga sér ekki alltaf alveg eftir bókinni eru líka elskaðir og ómissandi. Þar hefurðu unnið sterkt fyrir svo marga. Þú ert ljós í lífi okkar allra
Ásdís Sigurðardóttir, 5.7.2008 kl. 13:04
Knús Þú ert hetja.
Lovísa , 5.7.2008 kl. 13:24
Sæl Ragnheiður mín!
Mig langar bara til að segja þér hvað ég dáist að þér sem mannveru. Mér finnst hún Ásdís líka segja þetta rosalega fallega: "einstök og fágæt perla í mannflórunni"!
Kærleikskveðja
Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 17:05
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 18:52
Hulla Dan, 5.7.2008 kl. 19:54
Svala Breiðfjörð Hauksdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 20:06
Yndisleg færsla! Þú ert frábær
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.7.2008 kl. 20:30
Huld S. Ringsted, 5.7.2008 kl. 22:04
Falleg færsla hjá þér. Sendi ljós og
Sigrún Óskars, 5.7.2008 kl. 22:32
alva (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 00:13
Yndisleg og fallega skrifuð færsla.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.7.2008 kl. 00:29
falleg færsla hjá þér elsku vina, takk fyrir að deila þessu með okkur
Elísabet Sóley Stefánsdóttir, 6.7.2008 kl. 00:55
falleg færsla eftir fallega konu um fallega hluti.
/faðm
Egill, 6.7.2008 kl. 03:36
Já reynslan mótar mann. þú ert þessi fallegi sterki steinn. Það er rétt. Börnin þín eru heppin að eiga þig. Ég trúi því að sál Hilmars lifi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.7.2008 kl. 13:14
Reynslan mótar mann, brýtur mann niður eða styrkir mann. Þú ert sko ein af þessum sem styrkjast við hverja raun. Þú ert frábær.
Helga Magnúsdóttir, 6.7.2008 kl. 15:35
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.7.2008 kl. 20:00
Það er hverju orði sannara, öll erum við það sem við höfum lifað. Sumir fara frekar fyrirhafnarlítið gegnum þetta allt og svo erum við hin sem höfum upplifað margt og misjafnt og stundum skilur maður ekki alveg hvernig maður fer að, dag frá degi. En flest höfum við þetta nú á seiglunni, þrautseigjunni og kjarkinum. Eins og þú, ég og ótalmargir aðrir.
Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 6.7.2008 kl. 22:25
Gunnar Helgi Eysteinsson, 6.7.2008 kl. 22:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.