Ekki beittasti hnífurinn í skúffunni

fyrst mundi ég ekki fyrir hverja heimilið á Sæbraut var ætlað og nú er komið að næsta versi í veseni frú Ragnheiðar. Ef einhver er með fingur sem eru smátt og smátt að kreppast við hverskonar lækni talar sá ? Ég nenni ekki fyrst til heimilislæknis og svo áfram. Það er eins og sinarnar sé að styttast í fingrum Bjarnarins. Góðlátleg hugmynd afans um að sitja á lúkunum féll ekki í sérlega góðan jarðveg enda ekki hægt að vera í tölvunni sitjandi á puttunum eins og sauður.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég hef haft svo mikið að gera að ég hef ekki komist á bloggið en nú er ég loks komin og kvitta hér Ragga mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.7.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Það fer eftir því hver orsökin er fyrir því að liðir eru að kreppast. Ef það er gigt þá er gigtarsérfræðingur valkostur. Hugsanlega handaskurðlæknir en ég held að þú verðir einmitt að byrja á heimilislækni til að vita í raun hvert skal stefna. Ekki síst ef orsökin er óþekkt.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 4.7.2008 kl. 21:01

3 Smámynd: Ragnheiður

ég held að þetta séu sinarnar í fingrunum, ég verð kannski að fara til heimilislæknis með Bangsann minn. Kannski betra að fara meðan einhverjir fingur eru sæmilega beinir

Ragnheiður , 4.7.2008 kl. 21:10

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Fyrr en seinna Ragga mín, ef þetta er gikt þá endar það með að hann getur ekki verið í tölvu nema með nokkrum puttum eins og ég.

Kveðjur til ykkar allra Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 4.7.2008 kl. 21:18

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Taugaskurðlæknir er það sem kemur mér fyrst til hugar.  Athugaðu það, þetta er hið versta mál ef hann er farinn að hnýta svona ungur.  Vona það besta en endilega láta kíkja á þetta sem fyrst

Ásdís Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 21:50

6 Smámynd: Ragnheiður

Takk elskurnar, fer í málið strax eftir helgina

Ragnheiður , 4.7.2008 kl. 21:59

7 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já! Það situr ekki á mér að ráðleggja fólki með lækna. Sem harðneita sjálf að nota þá fyrr en í allra síðustu lög. En ég færi með hann til heimilsilæknisins fyrst og fengi hjá honum tilvísun á sérfræðing. Þá kostar sérfræðingurinn líka minna

Gangi ykkur vel

Hrönn Sigurðardóttir, 4.7.2008 kl. 22:09

8 Smámynd: Erna

Bæklunarlækni myndi ég mæla með. Faðir minn heitinn átti við þetta vandamál að stríða og voru tveir fingur nánast alveg orðnir krepptir inn í lófan þegar hann fór í aðgerð með ágætum árangri. En betra er að draga ekki að láta athuga þetta. Ég hef heyrt að svona vandamál sé algengara hjá atvinnubílstjórum en öðrum, en faðir minn var vörubílstjóri um árabil. En veit ekki hvað er rétt í því. Vona að ykkur gangi vel Ragga mín og góða helgi. Kveðja

Erna, 4.7.2008 kl. 23:29

9 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Ég myndi veðja á giktarlæknir.

Vona að þú fáir skjótan bata.

Eyrún Gísladóttir, 5.7.2008 kl. 02:06

10 Smámynd: Ragnheiður

Eyrún mín, það er ekki ég. Það er Bjössi minn.

Erna skemmtilegt að sjá þig skrifa þetta, ég man að afi minn var svona, hann var líka bílstjóri en þetta er nú reyndar eitthvað annað sem veldur en haldið um stýrið. Það passar amk ekki í tilfelli Bjössa hehe

Ragnheiður , 5.7.2008 kl. 08:24

11 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 5.7.2008 kl. 09:06

12 Smámynd: Marta smarta

Magnús Páll Albertsson lagaði báðar mínar hendur fyrir nokkrum árum og þær virka eins og nýjar síðan.
Hann sérhæfir sig held ég í handarskurðlækningum.

Marta smarta, 8.7.2008 kl. 11:25

13 Smámynd: Ragnheiður

Já Marta mín, ég athuga það

Ragnheiður , 8.7.2008 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband