Gengin upp að öxlum

en með þó ágætan frið í sálinni. Ég fékk með mér systu og bangsann og við þrömmuðum vestan úr bæ og í átt að dómsmálaráðuneytinu. Slæptumst aðeins í Hólavallagarði og urðum heldur seinar á vettvang en við komum þó. Ráðuneytið hafði reynt að koma með krók á móti bragði, nýmalbikuð gatan og ef maður stóð lengi kyrr þá varð maður eins og nátttröll. Fastur í sporunum. Við náðum að labba tjörudrulluna af skónum í leiðinni heim til Siggu aftur. Þar stóð pabbi undrandi og spurði á hvaða bíl við hefðum farið. Sá auðvitað báða bílana okkar fyrir utan. Við vorum sem sagt í tveggja tíma mótmælalabbi og þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt í mótmælum. Við hittum Jennýu og "húsbandið" og sáum margt merkilegra manna sem vilja leggja þessu máli lið, að fá Paul Ramsem aftur til Íslands, viðurkenna mistökin og útvega litlu fjölskyldunni land til að búa í, óhult fyrir stríði og annarri óáran.

Það er hægt að laga þetta, það þarf hinsvegar viljann.

ps ítrekun á einu atriði í fyrri pistli. Ég myndi ágætlega sætta mig við áfangaheimili í mínum bakgarði, ég myndi hinsvegar mögulega skrifa mig á lista til mótmæla ef það yrði stórvandræði af heimilinu en varla fyrr. Mér er minnisstæð barátta íbúanna við Sæbraut á Seltjarnarnesi þegar heimili fyrir (þroskahefta/geðtruflaða?) var sett upp þar. Heimilið var sett á þennan stað og ég hef aldrei heyrt af vandamálum í kringum það. Þá gekk einmitt undirskriftalisti. Ef einhver man betur hvernig heimili/sambýli það var þá þigg ég þær upplýsingar í kommentum, það er bara stolið úr mér í augnablikinu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Flott hjá þér og Jenný að mæta í mótmælin. Komst ekki sökum vinnu en var með ykkur í huganum.

Helga Magnúsdóttir, 4.7.2008 kl. 17:44

2 identicon

Heimilið á Sæbrautinni var fyrir einhverfa!

Þórdís Hrefna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 20:07

3 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Flott hjá ykkur að mæta. Vonandi tekst að knýja fram dvalarleyfi fyrir alla fjölskylduna og að Paul fái að snúa aftur. Farðu vel með þig. Góða helgi

Bjarndís Helena Mitchell, 4.7.2008 kl. 20:11

4 Smámynd: Ragnheiður

Takk Þórdís Hrefna, mig minnti það en var ekki nógu viss um það

Ragnheiður , 4.7.2008 kl. 20:41

5 identicon

Ég mætti líka en sá ykkur ekki.Stoppaði svo sem ekki lengi.Þetta er ljótt mál.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband