Í dag er 35 ára afmæli gosloka í Eyjum

en í dag er einn svartasti dagur á Íslandi sem ég man eftir. Við, já einmitt hamingjusama þjóðin, rákum mann úr landi í dag. Mann sem mögulega verður sendur í opinn dauðann. Mann sem á hér 6 vikna barn og konu. Við slitum sundur fjölskyldu og við fórum létt með það. Rosalega megum við vera stolt af okkur sem þjóð.

Flottust í heimi !

Afsakið meðan ég æli, fjandinn eigi þá sem stjórna hérna og geta framkvæmt svona hluti. Þetta gæti ég aldrei gert.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og svo á að koma konunni og barninu úr landi líka skv. Hauki Guðmundssyni hjá Útlendingasofnun.

Ég er hrærð yfir hjartagæsku íslenskra stjórnvalda.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 20:38

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Er búin að vera að fylgjast með þessu máli í dag og er lömuð, aumingja konan, grét í fréttunum. Hvað á að leggja mikið á fólkið?

Kærleikskveðja til þín elsku Ragga mín.  

Ásdís Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 20:38

3 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sammála bloggaði líka um þetta, fór eitthvað fyrir brjóstið á sumum.
knús til þín Ragga mín
Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 3.7.2008 kl. 20:57

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Skelfilegt mál

Sigrún Jónsdóttir, 3.7.2008 kl. 21:47

5 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

Ég hef tvisvar upplifað það að skammast mín fyrir þjóðerni mitt. Í fyrraskiptið var það þegar ákveðnir aðilar innan ríksstjórnar skrifuðu undir að styða Kana í stríði við Íraka og þar með flekka mannorð okkar íslendinga. Og svo núna.  Það er virkileg skömm að þessu!

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 3.7.2008 kl. 22:51

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Mér finnst að stjórnvöld hafi farið offari í þessu máli, og að þessi litla fjölskylda hafi verið beitt órétti.  Ef pólitískur flóttamaður óskar eftir hæli verður að skoða umsóknina, og taka hana alvarlega. 

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 4.7.2008 kl. 01:09

7 Smámynd: Tiger

 Og ég sem hélt að við vildum styrkja fjölskyldubönd - og hafa í fyrirrúmi það sem kemur börnunum best. Klárlega vantar manngæskuna og samúðina hérna, það var sko ekki það hlýjasta sem við gátum gert hérna - að slíta sundur fjölskyldu og senda föðurinn kannski út í dauðann. Og ætla svo að senda konu og barn á eftir honum - hvar er hjartað í þessu liði sem þessu ræður?

En, vona samt að þú eigir ljúfa nótt mín kæra og góðan dag á morgun ...

Tiger, 4.7.2008 kl. 02:35

8 Smámynd: Hulla Dan

Ég hef ógeð á þessu liði. Verð eiginlega hálf veik þegar ég hugsa til þess að þetta fólk stjórni einhverju þarna heima.

Grrrrrrrrrrrrr vona að sem flestir mæti á fundinn í dag milli 12 og 13 og mótmæli þessari meðferð.

Haf þú hinsvegar góðan dag.

Hulla Dan, 4.7.2008 kl. 05:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband