Byrjaði daginn á að hitta

kæra vinkonu. Það var notalegt.

Brunaði svo um á þeim græna -hann tilkynnti skyndilega um bilun. Blikkaði á mig þremur bilunarljósun en allt virkaði eðlilega. Þá var næst að skjótast og heimsækja strákana í Öskju. Þeir klöppuðu græna og fóru með hann út í horn til yfirheyrslu. Þar kom í ljós að hann er plötuskjóða, það var ekkert að honum. Hann var skammaður hæfilega og við send út að halda áfram að vinna, án þess að borga neitt fyrir lygamælinguna. Hann hefur bara ekki nennt í vinnuna skömmin.

Alda kom suður í dag. Hún hitti lækninn og fékk svakalega fínar fréttir. Allt er á réttri leið og nú er planið að setja hana í sneiðmynd í ágúst og reyna að skera burt æxlið í beinu framhaldi. Ég held að það hafi birt yfir þar sem ég var þegar Alda hringdi, ég brosti allan hringinn.

Þetta lagar stöðuna svo mikið hjá henni skinninu.

Man ekki meira í bili


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Innlitskvitt

Gunnar Helgi Eysteinsson, 2.7.2008 kl. 19:56

2 Smámynd: Hulla Dan

Svo er bara að halda áfram að liggja á bæn fyrir hana Öldu
Vona innilega að allt gangi vel hjá henni.

Hulla Dan, 2.7.2008 kl. 20:01

3 identicon

Yndislegt að heyra að Alda hafi verið að fá góðar fréttir hjá lækninum sínum. Vonandi að hún fái góða útkomu úr sneiðmyndinni í ágúst.

Kær kveðja

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 2.7.2008 kl. 20:03

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Frábærar fréttir af Öldu.    Aldrei eru góðar fréttir of oft sagðar.... svo vonandi fáum við sem mest af þeim.

Anna Einarsdóttir, 2.7.2008 kl. 20:11

5 Smámynd: M

Gott að heyra jákvæðar fréttir af henni

M, 2.7.2008 kl. 20:18

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 2.7.2008 kl. 20:22

7 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

frábært að fá góðar fréttir af Öldu. Vona að það haldi þannig áfram bara!!

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 3.7.2008 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband