Óstuð á heimilinu
2.7.2008 | 07:52
Lítill strákur var ekki í neinu heimsóknarstuði í gær. Versta vesenið var að hann var í þrautþjálfuðum höndum ömmu sinnar sem var fljót að greina vandann og lét smásnúðinn fara að lúlla sér bara. Hann var líka mun hressari þegar foreldrarnir komu úr bíóinu. Ég meina það ; sagði hann,, maður verður nú að óþægðast aðeins hjá ömmusín. Hann gólaði á ömmu, hann gólaði á afa, hann gólaði á Lappa og hann gólaði á Kela. Hundarnir fóru alveg í flækju og vildu hvergi vera nema í löppunum á okkur.
Ég náði samt einni ágætri mynd af smásnáða áður en amma varð voðalega leiðinleg. Set hana kannski inn seinna í dag.
---------------------------------------------------------------------------------
Alveg verð ég pirruð þegar ég sé að hjúkrunarfræðingar og ljósmæður þurfa að fara í aðgerðir til að fá mannsæmandi laun ! Hvernig stendur á því að þessar hefðbundnu kvennastéttir fá aldrei launaleiðréttingu nema með því að bretta upp ermar...? Hvernig var loforð þessarar ríkisstjórnar, átti ekki að leiðrétta laun kvennastéttanna ? Var það ekki eitt kosningaloforðið ? Annars finnst mér Samfylkingin blakta eins og drusla í vindi, nákvæmlega ekkert að marka neitt hjá þeim. Þetta er frumraun þeirra í ríkisstjórn og ég get ekki séð að það þurfi að prófa þetta neitt aftur.
_______________________________________________________
Verkefnið Öldubíll verður áfram í dag og á morgun en svo held ég að ég loki þessu. Síðast þegar ég gáði þá voru komnar 39000 krónur
Athugasemdir
Það er gjörsamlega ólíðandi hvernig farið er með þessar stéttir. Svo þegar þær reyna að leita réttar síns fara allir fjölmiðlar af stað um það hvað þetta séu vondar konur sem vilji að fólk deyi til þess eins að þær fái mannsæmandi laun. Kommon, þetta er hámenntað fólk sem á skilið góð laun. Punktur og basta.
Helga Magnúsdóttir, 2.7.2008 kl. 11:32
Veistu að ég fór að spá...
Sagði syni mínum um daginn að það væru engir sérstakir stelpu og stráka litir. (Ekki alveg í takt við sjálfa mig þar... en allavega sagði ég þetta)
Næst er ég að hugsa um að segja honum að það séu ekki til neinar sérstakar kvenna, eða karla stéttir á atvinnumarkaðnum.
Ég er rosaleg karlremba á vissan hátt, en er samt að hugsa um að innprenta þetta í syni mína. Vona að ég sé að gera rétt með því.
Hulla Dan, 2.7.2008 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.