Gott kvöld
30.6.2008 | 20:27
Hef nú ekki frá neinu stórmerkilegu að segja en hef myndir til að montast með. Horfði á Hinrik 8 part 2 í sjónvarpinu í gær og það vakti mestu lukkuna hjá mér að sjá hvað Steinar var hneykslaður á þessum kóngi, Steinari fannst hann koma illa fram við kerlur sínar.
En söfnunin fyrir bílnum hennar Öldu er komin í 31000. Bestu þakkir til þeirra sem hafa lagt okkur lið í þessu, það eru bara nokkrir dagar eftir áður en við hættum.
En hérna koma myndir
Þessir tveir eru barnabörnin mín, Patrekur Máni og Vignir Blær. Svo flottir guttar, báðir verða 6 ára í júlí.
Hérna nýtur litli bróðir aðstoðar Vignis stóra bróður síns við akstur á kappakstursbíl. Áhuginn leynir sér ekki hjá þessum litla snáða. Hann ætlar að koma til ömmu sinnar annað kvöld meðan foreldrarnir skreppa í bíó. Amma hlakkar til að knúsa hann.
Athugasemdir
Mér finnst nú hálfskrítið að þú sért svona margra barna amma. Og þú sem ert á mínum aldri.
En fallegir eru þeir og Hilmar algjör bræðingur. 
Anna Einarsdóttir, 30.6.2008 kl. 20:36
Hehe já ég náði ekki alveg að verða fertug áður en þeir stórhöfðingjar mætti í heiminn með 20 daga millibili árið 2002. Þeir eru allir þrír yndislegir guttar.
Ragnheiður , 30.6.2008 kl. 20:40
Búin
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 21:22
Þetta eru dásamleg börn Ragga mín.
Knús á þig.
Kristín Katla Árnadóttir, 30.6.2008 kl. 21:56
Knús á þig mín elskulegasta og hafðu ljúft kvöldið ..
Tiger, 30.6.2008 kl. 22:13
Yndislegar myndir.
Hinrik var auðvitað ekkert annað en bölvaður heimilisofbeldismaður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 23:57
Einhverjar bjöllur fóru að klingja hjá mér núna
. Ef Patrekur Máni er sonur Hjördísar, máttu skila góðri kveðju frá mér (mömmu Jóns Erics)
.
Þau eru flott barnabörnin þín Ragnheiður
.
Sigrún Jónsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:23
Jón Eric já ég hef áreiðanlega heyrt hana tala um hann, hún les áreiðanlega kveðjuna frá þér Sigrún mín.
Ragnheiður , 1.7.2008 kl. 00:35
Flottir litlu strákarnir þínir allir þrír
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:39
Búin að lesa kveðjuna :) Fattaði nú ekkert að þetta væri þú. Kveðja til baka
Hjördís Edda (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:43
Lítill heimur - lítill bloggheimur
, gaman að þessu
.
Sigrún Jónsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:48
Það væri nú gaman fyrir Emilíu að fá að prakkarast einhvern tímann með "frændum" sínum :) Eða vefja þeim um fingur sér eins og virðist vera með strákana hér í götunni *fliss*
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 1.7.2008 kl. 01:08
Já Steinunn ef einhver getur vafið Patreki um fingur sér þá væri það vel þegið! Það væri gaman að sjá það og fá jafnvel smá kennslu. Bölvað stjórleysi á kvikindinu
Hjördís Edda (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 02:51
eitthvað kannast ég við þetta orð... stjórnleysi... ahh já það er dóttir mín ;) Hún er það sem gæti kallast SA-VA-KALEG stundum!!
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 1.7.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.