Gott kvöld
30.6.2008 | 20:27
Hef nú ekki frá neinu stórmerkilegu að segja en hef myndir til að montast með. Horfði á Hinrik 8 part 2 í sjónvarpinu í gær og það vakti mestu lukkuna hjá mér að sjá hvað Steinar var hneykslaður á þessum kóngi, Steinari fannst hann koma illa fram við kerlur sínar.
En söfnunin fyrir bílnum hennar Öldu er komin í 31000. Bestu þakkir til þeirra sem hafa lagt okkur lið í þessu, það eru bara nokkrir dagar eftir áður en við hættum.
En hérna koma myndir
Þessir tveir eru barnabörnin mín, Patrekur Máni og Vignir Blær. Svo flottir guttar, báðir verða 6 ára í júlí.
Hérna nýtur litli bróðir aðstoðar Vignis stóra bróður síns við akstur á kappakstursbíl. Áhuginn leynir sér ekki hjá þessum litla snáða. Hann ætlar að koma til ömmu sinnar annað kvöld meðan foreldrarnir skreppa í bíó. Amma hlakkar til að knúsa hann.
Athugasemdir
Mér finnst nú hálfskrítið að þú sért svona margra barna amma. Og þú sem ert á mínum aldri. En fallegir eru þeir og Hilmar algjör bræðingur.
Anna Einarsdóttir, 30.6.2008 kl. 20:36
Hehe já ég náði ekki alveg að verða fertug áður en þeir stórhöfðingjar mætti í heiminn með 20 daga millibili árið 2002. Þeir eru allir þrír yndislegir guttar.
Ragnheiður , 30.6.2008 kl. 20:40
Búin
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 30.6.2008 kl. 21:22
Þetta eru dásamleg börn Ragga mín.
Knús á þig.
Kristín Katla Árnadóttir, 30.6.2008 kl. 21:56
Það er ekki að spyrja af því mín kæra - yndislegir pjakkarnir þínir þarna. Sá litli er algert rassgat sko - með fullri virðingu. Skil vel að það sé tilhlökkun í þér að fá kútinn annaðkvöld og knúsast í honum!
Knús á þig mín elskulegasta og hafðu ljúft kvöldið ..
Tiger, 30.6.2008 kl. 22:13
Yndislegar myndir.
Hinrik var auðvitað ekkert annað en bölvaður heimilisofbeldismaður.
Jenný Anna Baldursdóttir, 30.6.2008 kl. 23:57
Einhverjar bjöllur fóru að klingja hjá mér núna. Ef Patrekur Máni er sonur Hjördísar, máttu skila góðri kveðju frá mér (mömmu Jóns Erics).
Þau eru flott barnabörnin þín Ragnheiður.
Sigrún Jónsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:23
Jón Eric já ég hef áreiðanlega heyrt hana tala um hann, hún les áreiðanlega kveðjuna frá þér Sigrún mín.
Ragnheiður , 1.7.2008 kl. 00:35
Flottir litlu strákarnir þínir allir þrír
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:39
Búin að lesa kveðjuna :) Fattaði nú ekkert að þetta væri þú. Kveðja til baka
Hjördís Edda (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:43
Lítill heimur - lítill bloggheimur, gaman að þessu.
Sigrún Jónsdóttir, 1.7.2008 kl. 00:48
Það væri nú gaman fyrir Emilíu að fá að prakkarast einhvern tímann með "frændum" sínum :) Eða vefja þeim um fingur sér eins og virðist vera með strákana hér í götunni *fliss*
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 1.7.2008 kl. 01:08
Já Steinunn ef einhver getur vafið Patreki um fingur sér þá væri það vel þegið! Það væri gaman að sjá það og fá jafnvel smá kennslu. Bölvað stjórleysi á kvikindinu
Hjördís Edda (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 02:51
eitthvað kannast ég við þetta orð... stjórnleysi... ahh já það er dóttir mín ;) Hún er það sem gæti kallast SA-VA-KALEG stundum!!
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 1.7.2008 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.