Fer ekki á tónleikana í Laugardal

en ég er búin að vera að hlusta á þennan í dag, með tilheyrandi gæsahúð og rekju í augum. Ekki veit ég nú hvaðan ég hef smekkinn fyrir svona tónlist en víst er að ekki kom það úr uppeldinu. Mamma aldrei fljótari að spretta úr spori en þegar svona tónlist kom og slökkti á útvarpinu. Á áætlun hjá mér er að fara bæði í Óperuna og líka á balletsýningu og þá sérstaklega Svanavatnið. Það er of hvasst hér til að myrða nokkuð og Steinar kemur ekki með farartækið mitt svo ég sit enn heima.

Njótið !

'

Ég má til með að sýna ykkur þetta, sérlega ykkur sem hafið gaman að Simon Cowell. Það er að vísu nokkuð aftarlega á myndbandinu en þegar söngvarinn syngur þá glitrar tár í augum Simons. Það er sjaldgæft held ég.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk fyrir þetta Ragga mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 28.6.2008 kl. 17:30

2 Smámynd: Brattur

... seinna myndbandið hef ég séð og einnig þegar hann kom fyrst fram í þessum þætti... yndislegt Öskubuskuævintýri... gæsahúð... frábær náungi...

Brattur, 28.6.2008 kl. 17:43

3 Smámynd: Ragnheiður

Já hann er ekkert smá flottur Brattur, hógvær símasölumaður.

Ragnheiður , 28.6.2008 kl. 17:49

4 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Þegar ég hlusta á Pavarotti, þá gríp ég andann á lofti og fyllist hamingju, hann er og verður alla tíð með þeim tærustu og bestu tenórum heims, þó það komi kannski uppeldi við, áhugi manns á tónlist þá er það ekki algilt. Ég elska klassiska músik, þó ekki alla.
Paul er líka góður og þarna var Simon sanngjarn og mannlegur.

Njóttu þess að vera heima.
knúsMilla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 28.6.2008 kl. 17:53

5 Smámynd: Ylfa Lind Gylfadóttir

Það sem yndislegast er við Paul Potts er að maðurinn hafði aldrei stigið inn í söngtíma á æfinni, HVAÐ ER ÞAÐ??? Hvernig í ósköponum kemur þetta bara "óvart"? Prufið að bera saman Pavarotti og Paul Potts, gæðamunurinn er svo fáránlega lítill að maður á ekki orð.

Ef þetta er ekki það sem kallast náttúrutalent......

Ylfa Lind Gylfadóttir, 30.6.2008 kl. 15:08

6 Smámynd: Ragnheiður

Já munurinn er fáránlega lítill, það er alveg satt

Ragnheiður , 30.6.2008 kl. 20:11

7 identicon

Takk innilega fyrir þetta, Ragnheiður mín. Ég var að horfa á þetta fyrst núna og þetta var gjörsamlega yndislegt, tárin bara hrundu. Pavarotti var náttúrulega bara undraverður söngvari, en Paul Potts er alveg stórkostlegur miðað við að hann hefur ekkert lært. Svo er Nessun Dorma ein fallegasta aría sem til er, ég held rosalega mikið upp á hana.

Kær kveðja og eigðu góða nótt

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:03

8 identicon

Þú talar um í færslunni þinni að þig langi til að sjá óperu og ballett einhverntímann. Ég er búin að sjá bæði Töfraflautuna og La Bohéme í Íslensku óperunni og voru það tvær alveg yndislegar upplifanir!

Ásdís Emilía Björgvinsdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 00:12

9 Smámynd: Ragnheiður

Já Ásdís Emilía, það er frábært að heyra.

Ragnheiður , 1.7.2008 kl. 00:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband