Að gera eitt á kostnað annars
14.6.2008 | 12:06
ég var að lesa hjá einni -hún er að fjalla um úrræðaleysi í sambandi við fatlaða en nefnir í því sambandi að hægt sé að minnka fjárfjarlög annarsstaðar á móti. Hún talar um að minnka fjárveitingar til áfengismeðferða en sinna þess í stað (fötluðum) þeim hóp sem kann betur að meta hjálpina.
Ég er ekki alki (nei og ekki í afneitun heldur) en ég geri mér fyllilega grein fyrir að óhófleg áfengisneysla hefur mikil áhrif á þann sem neytir og nánustu aðstandendur. Þetta er dauðans alvara og fólk deyr vegna þessa, í stórum stíl.
Sumir ná að rísa upp og verða eins og stjörnur á himinhvolfinu, lýsa upp allt sitt umhverfi og sýna öðrum með kjarki og þor að það er til leið út. Ein þessara er Jenný Anna (www.jenfo.blog.is)
En að atriðinu sem ég var að velta fyrir mér.
Afhverju gerum við þetta ? Afhverju stillum við alltaf upp einhverju sem okkur finnst minna virði og viljum láta taka peningana nákvæmlega úr þeim málaflokki? Afhverju ætlumst við ekki til í okkar velferðarþjóðfélagi að séð sé um alla þessa pósta, og ekki á kostnað neins annars ?
Ég tel að á meðan við þvælum þessu svona fyrir okkur, má ekki gera A þá vantar pening í B, þá náum við ekki árangri. Við eigum ekki að sortéra þá sem þurfa á aðstoð að halda. Við eigum að sjá um þetta allt.
----------------------------------
Alda fór í gær og það var settur upp lyfjabrunnur í bringuna, til að sleppa við að alltaf sé verið að stinga hana. Ástandið er svipað, hún er búin að fara tvisvar í lyfjagjöf. Það verður myndað aftur seinna í sumar og á meðan eru í raun engar þannig fréttir af henni. Eins og maður segir, allt við það sama bara. Hún er samt manna duglegust, bjartsýn og glaðvær, enda er hún þannig persóna, það vita þeir sem þekkja hana.
Athugasemdir
Já svona er þetta misskipt, það bitnar mest á þeim sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi hvort sem það eru sjúklingar, fatlaðir eða fátækir. En svo renna peningarnir út í hjálparstarf annarsstaðar, jú sem er bara gott og blessað en að mínu mati mættu þeir huga fyrst og fremst að sínum hér á landi. Það mætti leggja meira í það dæmi. Í staðin fyrir að vera að skera niður. knús á þig, kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 14.6.2008 kl. 12:22
Vel orðað hjá þér að vanda,ég veit vel að félagsleg mál er í fjáskorti og mætti bæta mkið við í þann flokk,ég veit líka vel að þeir sem eiga við áfengis eða vímuefna vanda að stríða eru líka í fjáskorti en lausnin er ekki að taka pening frá hvort öðru eða færa peninga,frekar myndi ég vilja sjá þessa ráða menn okkar ferðast á ódýrari hátt eða miknka ferða kostnað og láta peningana renna í þau málefni sem þess þurfa....
Gott að heyra þetta með Öldu ég hugsa mikið til hennar og veit ég að hún er sterk og dugleg sendi henni kveðju og hennar fólki.
Kveðja til þín Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.6.2008 kl. 12:41
Góð spurning! Hvernig stendur á því að við ætlumst aldrei til þess að skattpeningarnir okkar fari í þessa málaflokka? Af hverju er okkur alveg sama þó sami peningur fari í að meirihluti ráðherra sé erlendis í stað þess að vinna vinnuna sína hérna heima?
Góð spurning hjá þér!
Hrönn Sigurðardóttir, 14.6.2008 kl. 13:46
Ég lít alltaf þannig á það að áfengissjúklingar sem og lungnasjúklingar vegna reykinga séu barasa marg búnir að borga sínar meðferðir sjálfir með því að versla banamein sitt hjá ríkinu, hef aldrei fattað umræður um að það eigi að "kötta" á svoleiðis "pakk"
Það Á og ÞARF að setja pening í málefni fatlaðra að sjálfsögðu, en þetta er engann veginn staðurinn til að taka peninga frá.
Ættum kanski að skoða leigubílakostnað alþingismanna t.d. sem að mínu mati hafa alveg efni á því að borga sinn taxa sjálfir, eða eitthvað álíka bruðl í fólk sem hefur algerlega fjármagn til að sjá um sig sjálft, án þess að ég hafi endilega þekkingu á því hvert hvaða peningar fara, en maður tekur ekki peninga frá einum flokki af veikum einstaklingum til að færa annað, það er ekki lausn!
Ylfa Lind Gylfadóttir, 14.6.2008 kl. 15:34
Takk fyrir falleg orð í minn garð.
Ég fæ reyndar kökkinn í hálsinn þegar fólk byrjar að metast um hvaða sjúkdómar séu verri en hinir, hvaða málefni sé verðurgra að styrkja en annað.
Auðvitað eru allir sjúkdómar jafn réttháir hvað þetta varðar og enginn á að hirða frá öðrum.
Það er nóg af peningum til að gera skammarlaust á öllum þessum vígstöðvum.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.6.2008 kl. 19:19
Það eru til nógir peningar til að hjálpa öllum.Það er ódýrara að hafa manneskju þokkalega heila heilsu en veika.Og að kalla veikt fólk viljalausa aumingja dæmir þann sem það segir.Góð færsla.Ég var að flækjast í Gistiskýlinu í Þingholtsstræti og fór þaðan grátandi af vanmætti.Það er svo lítið sem ég get gert til að létta lífið fyrir þá sem þarfnast þess mest.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 20:25
Góður pistill
Sigrún Jónsdóttir, 14.6.2008 kl. 20:46
Þakka þér fyrir þennan frábæra pistil Ragnheiður, hvert orð er eins og talað út úr mínu hjarta. - Sannarlega orð í tíma töluð. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 14.6.2008 kl. 23:19
Jæja ....loksins komst ég bloggrúnt ...
Vildi bara kvitta fyrir innlitið ...
Kveðja Inda
Inda (IP-tala skráð) 14.6.2008 kl. 23:40
Skemmtilegt umhugsunarefni, eigðu yndislegan sunnudag með fjölskyldunni þinni.
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 15.6.2008 kl. 03:22
Æ það er alltaf undarlegt þegar fólk fer að stimpla einn sjúkdóm verri en annan, þeir eru allir slæmir bara mismunandi slæmir. Fyrir utan það að þá virðast vera nægir peningar til í þessu þjóðfélagi svo að ekki ætti að þurfa að skera niður hjá einum til að bæta hjá öðrum, bara spurning um að forráðamenn fari að forgangsraða öðruvisi en það náttúrlega kunna þeir ekki
Huld S. Ringsted, 15.6.2008 kl. 10:39
Góð skrif að vanda Ragga mín og ég segi eins og Jenný fæ kökk í hálsinn við að hugsa um þetta og er sammálu um það að það eru til nægir peningar til allra þessara málaflokka, það er bara að draga saman á þeim sviðum sem skipta engu máli.
Við megum ekki draga eitt niður til að upphefja annað.
Alda er í bænum mínum Ragga mín og þú mátt bera henni kveðju mína. er hún sjálf ekki tilbúin að opna bloggsíðu?
Knús til þín Ragga mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 15.6.2008 kl. 11:44
Góð skrif að venjuhjá þérég hugsa til Öldu og sendi henni góða hugsun.
Kristín Katla Árnadóttir, 15.6.2008 kl. 12:16
Alda er ekki nettengd og mun ekki opna síðu sjálf, takk fyrir góðar kveðjur.
Ragnheiður , 15.6.2008 kl. 13:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.