Ætlaði að skrifa langloku

um efnahagsástandið, vaxandi vörslusviptingar og almenna óáran en rakst inn á bloggið hennar Önnu -þar var svo gríðarlega skemmtilegt að efnahagspælingarnar hurfu eins og dögg fyrir sólu. Hrönn langflottust missir sig alltaf í spurningakeppnum og það er bara snilld að fylgjast með...hehe

Lov jú tó görls.

Einhver missti sig smá yfir færslum Jennýar, dauðstressaður yfir að hún ætti að nota tímann í annað og þá er ég með spurningu til ykkar

Hvað eruð þið lengi að pikka inn eitt blogg ? Svona meðallangt með passlega fáum flóknum orðum ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Katrín Rúnarsdóttir.

Ég er örugglega í 15-20 mín....allavega ofurlengi. Ég nennti ekki að læra á ritvélina mína í barnaskóla, og pikka þar af leiðandi allt með tveimur puttum......svipað og Gunnar Smári gerir Ég var t.d örugglega í 5 mín. bara að skrifa þetta komment......kannski ástæðan fyrir hvað ég er ódugleg við að kommenta og skrifa inn færslur.......en hvað ert þú lengi?????

Elín Katrín Rúnarsdóttir. , 12.6.2008 kl. 20:41

2 Smámynd: Hulla Dan

Sko. Ef ég skrifa bara á íslensku er ég skot fljót, en þegar ég bæti dönskunni við er ég óratíma... t.d alveg hálftíma... í allt.

Ef kallinn er ekki heima er ég samt fljótari, fer eitthvað í taugarnar á honum blessuðum að ég sé með hobby  hehe

Hulla Dan, 12.6.2008 kl. 20:50

3 Smámynd: Anna Einarsdóttir

5-10 mínútur...... fer eftir því hvort mynd er fljót að hlaðast niður eða ekki.  Læt allt gossa og sé svo daginn eftir að það var arfavitlaust sem ég skrifaði daginn áður.   Það er erfitt að vera vitur eftirá.

Anna Einarsdóttir, 12.6.2008 kl. 20:50

4 identicon

hefurðu einhverjar fréttir af Öldu hérna er fólk alltaf að hugsa til þeirra en bara smá forvitni kv frá Höfn

Hornfisk kona (IP-tala skráð) 12.6.2008 kl. 21:00

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég er ekki ritari til margra ára fyrir ekki neitt.  Þegar ég veit hvað ég ætla að blogga um þá er ég mínútu eða tvær að slá inn, svo les ég yfir.  Tekur aldrei lengra en fimm og varla það nema extra langar færslur séu í smíðum.  Er skammarlega fljót.

En það er svo gott að hafa sjálfskipaða talningamenn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 12.6.2008 kl. 21:00

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Sennilega giska ég á 10 mínútur. Nenni ekki að skrifa langt.

Kristín Katla Árnadóttir, 12.6.2008 kl. 21:07

7 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég stundum lengi stundum fljót ef ég veit alveg hvað ég ætla að skrifa og er ein heima er ég svona 5 til 7 mín en ef ég þarf að stökkva 30 sinnum frá tölvunni til að hjálpa börnunum þá get ég verið heil legni.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 12.6.2008 kl. 21:09

8 Smámynd: Linda litla

Ég er enga stund að þessu enda alltaf að setja eitthvað inn.

Linda litla, 12.6.2008 kl. 21:31

9 Smámynd: Einar Indriðason

Stutt komment hjá öðrum bloggurum: ca. 5 mínutur eða svo.  (Ég hef raunar aldrei tekið tímann.)

Lengra komment hjá öðrum bloggurum getur farið upp í .. eigum við að segja 15 mínutur?

Mín eigin blogg?  Stuttu er ca. 5-10 mínútur.  Þessi lengri geta farið upp í hálftíma.

Sjís.... Í hvað er tíminn að fara, eiginlega!  Jahérna!

Einar Indriðason, 12.6.2008 kl. 21:34

10 Smámynd: Ragnheiður

Ég er eldfljót sjálf að pikka inn, lærði þessa fingrasetningu í skóla. Það er aðeins að gigtin í höndunum sé farin að tefja mig en ekkert að ráði.

Þeir sem þurfa að ná í mig vegna Öldu eru beðnir að nota emailið sem er í höfundarboxinu.

Ragnheiður , 12.6.2008 kl. 22:01

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Kortér max & læt rúlla, enda blindskrifa eins & verslógirlí með labradoraugnaást á sínum vélritunarkennara.  Einn yfirlestur & læt vaða & missi mig aldrei í að leiðrétta málfræði- eða setníngafræðilegar ambögur á eftir, hvað þá kórrétta 'ztazzettníngu'.

Steingrímur Helgason, 12.6.2008 kl. 23:05

12 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er nú ekkert voðalega lengi að pikka inn þó að ég noti fréttamannastílinn en það fer lengri tíma í að lesa hjá bloggvinum

Huld S. Ringsted, 12.6.2008 kl. 23:18

13 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er svona cirka..... fimm mínútur - með öllu......

.....er svo eina stundina að spá hvernig fólk nennir að lesa bullið í mér og hina afhverju ég fæ ekki nóbelinn?

Missi mig öööörsjaldan í gátum

lovjútú

Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband