Takk fyrir kveðjurnar (smámynd til skrauts)

en kvöldinu hef ég eytt með nýjasta manninum í mínu lífi. Hann er smástrákur og heitir Hilmar. Foreldrarnir fóru í bíó, ég er tilbúin með skítuga hlírabolinn og bjórdósina ef tengdasonurinn verður dreginn á sex and the city.

Ég ætlaði að skrifa komment hjá Jennýu áðan og þá teygði sá stutti sig í tölvuna hennar ömmu og smelli caps lock á. Amma leyfði því að standa enda ágætt að vera dyggur lesandi og kommentari á moggabloggi 6 mánaða.

Best að snúa sér aftur af nýjustu ástinni í mínu lífi. Þessi sem síðasta færsla fjallar um er að vinna frameftir en búinn að hringja nokkrum sinnum í dag í sína konu,minnugur þess hvaða dagur er í dag.

DSC00023

Amma lánaði snáða plastflösku að skoða og hann steinsofnaði við það. Ég vona að þessi hegðun hafi ekkert forspárgildi, flaska, flatur og passed out ....

Amma gaf að borða og pelann og bjargaði tveimur voðableyjum, amma hefur sloppið við svoleis bleyjur í 17-18 ár. (man ekkert hvenær B óx upp úr svoleiðis veseni)

Með mynd af litlu "byttunni" býð ég góða nótt


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 20:43

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Knús

Kristín Katla Árnadóttir, 11.6.2008 kl. 20:48

3 Smámynd: Ásta Björk Hermannsdóttir

Til hamingju með daginn Ragga og Steinar..kveðja úr Grindavíkinni

Ásta Björk Hermannsdóttir, 11.6.2008 kl. 21:21

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Til hamingju með daginn Ragnheiður.  Yndislegur snáði og skemmtileg mynd, sýnir bara að leikföngin þurfa ekki að vera merkileg

Sigrún Jónsdóttir, 11.6.2008 kl. 21:47

5 identicon

Til hamingju með daginn.

Þið eigið sama árafjölda og ég og minn þótt dagsetningin sé ekki sú sama. Okkar ber upp á í desember. 

Ragga (IP-tala skráð) 11.6.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Til hamingju aftur með daginn,vá hvað Hilmar er líkur Bjössa á þessari mynd hef aldrey séð það fyrr...knús til ykkar.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 11.6.2008 kl. 22:23

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 11.6.2008 kl. 22:45

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Til hamingju með daginn og þennan yndislega dreng.

Ég er ansi stolt yfir að hafa fengið fyrsta kommentið frá barninu og það á þessum degi.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.6.2008 kl. 23:14

9 Smámynd: Ragnheiður

Hehe já Jenný, hann verður alveg einbeittur á svipinn þegar hann kemst nógu nálægt tölvu...litlir puttar alveg á flug...yndislegastur

Ragnheiður , 11.6.2008 kl. 23:16

10 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með daginn , kveðjan kemur seint en kemur samt. Var einmitt að skrifa svona kveðju fyrr í kvöld.... er þetta að ganga ?

Hafið það gott dúllurnar mínar.

Linda litla, 12.6.2008 kl. 00:31

11 Smámynd: Steingrímur Helgason

Ragga, þessi húmor ....

13 AF 8 MÖGULEGUM!

Jón bæjó myndi tappa þér á flöskur ef hægt væri....

Steingrímur Helgason, 12.6.2008 kl. 00:36

12 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er merkilegt við börnin, hversu lítið þarf til þess að gleðja þau.  Manstu eftir aðfangadagskvöldi, barnið fær fullt að flottum gjöfum og vill bara leika sér með kassann sem var utanum gjöfina?  Ég man eftir nokkrum svoleiðis

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 12.6.2008 kl. 01:02

13 Smámynd: Einar Indriðason

"Tilbúin með bjórdósina og netabolinn..."   Það á sko ekkert að spara skotfærin til að .. (hvernig orðaðirðu þetta) "kyn-rétta strákinn" ?

Einar Indriðason, 12.6.2008 kl. 01:05

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Yndisleg færsla og til hamingju með daginn (var ég kannski búin að óska þér til hamingju ... eða fékk Jenný óskirnar) Well, þá bara aftur, stelpa. Litli Himminn er yndislegur! Gaman hvað svona ekki-leikföng falla börnum í geð.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.6.2008 kl. 01:32

15 Smámynd: Ragnheiður

Kynjafna Einar hehe

Ragnheiður , 12.6.2008 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband