að bera ábyrgð
9.6.2008 | 13:46
á öðrum manni er ekki hægt. Mér datt þetta í hug þegar ég sá komment inni hjá Jennýu þar sem hún bloggar um myndbandið frá Patró sem er í umræðunni núna.
Einn segir þar ; vonandi er mamma hans stolt !
Þar á hann við móður mannsins sem lögreglan er að reyna að handtaka þarna.
Við sem foreldrar gerum eins vel og við getum. Stundum dugar það alls ekki til. Hilmar minn var einmitt dæmi um svoleiðis ástand. Hann vildi bara fara sínar eigin leiðir og ekki okkar leiðir. Því fór sem fór. Hann var þó alltaf góður hjá lögreglunni, þeir báru honum vel söguna. Ég hafði stundum samband til að heyra hvort þeir vissu um hann og þeir voru alltaf allir af vilja gerðir að róa mig og hjálpa. Hann kvartaði einu sinni undan lögreglunni en dró það sjálfur strax til baka. Það var fyrir rúmu ári þegar hann var tekinn fyrir ofsaaksturinn, þá tóku þeir á honum loksins þegar þeir gátu stoppað hann. Ekkert meis eða svoleiðis, bara þegar hann var járnaður. En svo sagði Himmi með prakkaraglotti á vörum og í augum : það var svosem von, þeir voru hundleiðir á að elta mig ! Svo flissaði hann og mamma skammaði hann fyrir tiltækið. Þarna varð samt ákveðinn vendipunktur hjá honum, hann fór að hugsa öðruvísi.
Fyrir þennan sem upphafið fjallaði um, kommentarann hjá Jennýu
Já ég var stolt af Hilmari syni mínum en ekki sátt við hans gjörðir.
Gaman þætti mér að sjá þá móður sem alltaf hefur verið sátt við allt sem barnið hefur gert á sinni lífsleið. Það er örugglega engin slík til. Börn eru börn, þau hegða sér ekki alltaf 100% en sem betur fer læra þau flest fyrir rest og verða fín. Sumar mömmur eru bara ekki svo heppnar að barninu endist æfin til að bæta sig.
Athugasemdir
Þetta er nefnilega ekki alltaf spurning um stolt! Þetta er spurning um ást!!
Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 13:55
Kristín Katla Árnadóttir, 9.6.2008 kl. 13:58
Nákvæmlega Hrönn.
Þetta komment þarna kom frá næsta ljósastaur held ég
Ragnheiður , 9.6.2008 kl. 13:59
Þessi athugasemd sem þú talar um sýnir vanþroska þess sem setti hana. Við getum ekki borið ábyrgð á hegðum barnana okkar. Flest okkar reyna sitt besta en stundum stöndum við ráðþrota. Ekki óska ég þessari manneskju þá reynslu né nokkurri annari. En að dæma foreldrana er heimksa.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 9.6.2008 kl. 14:06
Já, það eiga sumir erfitt með að skilja að mæður elski líka óþekku börnin. En þau eru mæðrum sínum ekki minna yndisleg en hin, tala af reynslu eins og þú veist. Kærleikurinn umber allt.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 14:11
Það er líka afskaplega stutt í að litið sé til móðurinnar sem sökudólgs ef afkvæmin eru ekki til friðs. Á hvaða aldri sem er.
Ég nennti ekki að svara þessum manni, enda hef ég alveg nóg með að vakta athugasemdakerfið mitt núna.
Jájá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 15:16
Ragga mín ég er alveg 110 % sammála þér,ég er búin að lesa það mesta hjá Jenny og þetta stakk mig í hjartað að lesa þetta komment,því máið er það að ég veit hvaða dreng er verið að handtaka og ég þekki móðir hans og ég er ekki viss um að sú kona sé stolt.
Kveðja Heiður.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.6.2008 kl. 16:29
Þó svo að uppeldi geti að sjálfsögðu átt þátt í því hvaða leið barn/unglingur velur sér í lífinu er það alls ekki alltaf raunin og allt of oft einblínt á foreldrana.
Ég er búin að velta mér heilmikið upp úr þeim hættum sem ógna fólki á líflseiðinni, sérstaklega eftir að ég varð barnshafandi, og það er nú barasta svo stutt síðan ég var unglingur að ég einfaldlega veit betur en svo að t.d. eiturlyfjaneysla og fl, sé eitthvað sem hægt er að klína á foreldrana og ekki einu sinni er í öllum tilfellum hægt að klína því á félagsskapinn. Þetta hræðir mig, það er einfaldlega ekkert sem hægt er að gera í uppeldinu sem algerlega tryggir val einstaklingsins sem maður elur upp.
Fyrir utan svo það Ragga mín að ef þú skoðar vel kommentin sem hafa fengið að fjúka á síðunni hennar Jennýjar þá sérðu fljótlega að það eru nú ekki allir algerlega heilir þar, og lítið mark takandi á flestum, held þú ættir ekkert að vera að pirra þig á þessu
Ylfa Lind Gylfadóttir, 9.6.2008 kl. 16:34
Ylfa mín, EIN vitlaus ákvörðun og lífið verður ferlega erfitt. Það er allt sem þarf. Ég var almennt ekki pirruð á athugasemdunum hjá Jennýu en þessi eina reif í mig.
Kannski von, sofnaði undarleg og vaknaði eins og hef mig ekki í neitt.
Ragnheiður , 9.6.2008 kl. 16:38
Þú ert án efa dásamlega kona
Hulla Dan, 9.6.2008 kl. 18:46
Á tvo stráka, 15 ára og 35 ára. Hvorugur þeirra hefur nokkurn tíma gert neitt sem ég hef þurft að skammast mín fyrir. Ég tel mig ekkert eiga heiðurinn af því, þeir eru bara svona yndislegir.
Ég vorkenndi oft foreldrum sem þurftu æ ofan í æ að sækja börnin sín á lögreglustöðina og gat ekki séð betur en í flestöllum tilfellum væri þetta hið mætasta fólk og ekki á nokkurn hátt hægt að greina að þessir krakkar kæmu frá einhverjum vandræðaheimilum.
Helga Magnúsdóttir, 9.6.2008 kl. 19:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.