Komin á fætur
9.6.2008 | 11:29
og er auðvitað á leið í vinnuna, annað gengur nú ekki á þessum síðustu og verstu. Skapið skárra en í gær en þó ekki eins og á að vera. Sit hér og hlusta á hamarshöggin í nýja húsinu innar í götunni. Það verður í smíðum fram eftir sumri. Virðist ætla að verða stórfallegt hús.
Í morgun hef ég hugsað til Birnu minnar. Í dag eru 2 ár síðan hún missti Haukinn sinn. Blessaðan kallinn. Ég hef oft borið saman myndir af honum og Himma. Þetta glaðlega hrekklaust útlit þeirra beggja sýnir mér að stundum eru þessir strákar svo meinlausir að þeir hreinlega lifa það ekki af. Ég hef verið á leiðinni að hafa samband við lögregluna fyrir austan og ætlaði að gera það daginn sem stóri skjálftinn reið yfir, svo hugsaði ég með mér að líklega hefðu þeir meira en nóg að gera eins og sakir standa og ákvað að bíða með það. Þetta er þó á áætlun í vikunni. Ég vil endilega fara að fá botn í þetta , okkar allra vegna.
Þetta er núna nákvæmlega eins og ég hef sagt ykkur áður, sumir dagar eru allt í lagi en aðrir alls ekki. Í gær var verið að brasa með bílana hér á planinu. Það þurfti að taka bílinn hans Sigga út úr skúrnum til að koma Tóka hennar systu inn til rannsóknar. Tóki var hinsvegar ekkert bilaður, hann langaði bara í smá klapp og klór. En til þess að koma Sigga bíl fyrir þá þurfti að færa Himmabílinn og ég á bara ekkert auðvelt með að sjá eitthvað bras með hann. Hann endaði inn í horn meðfram skúrnum og er þar með aldrei meira fyrir og það er ágætt. Steinar fór svo að segja mér að innri brettin að framan á Himmabíl séu ónýt, ég þoli ekki þegar hann er að tala um þennan bíl sem bíl (eða einhverja eign) þessi bíll verður aldrei notaður af neinum nema þá mögulega Hjalta eða Bjössa. Steinar skilur það stundum ekki og gloprar einhverju útúr sér sem ergir mig. Himmabíll er bara þarna vegna þess að hann ER Himmabíll. Hann verður aldrei annað en Himmabíll. Svona þarf nú lítið til að setja mann úr skorðum, ómerkilegt alveg. Það veit ég sjálf og ég veit líka að þetta var ekki meint neitt leiðinlega.
Björn kom heim í gærkvöldi og miðað við lætin í "húsvörðunum" þá fór hann aftur út í nótt, einhver sótti hann.
Æj ég þoli stundum ekki sjálfa mig þegar ég er að pirra mig á öllu mögulegu...dæs. Ætli það sé til pilla við þessu ? Afpirrunarpilla -djö myndi Actavis stórgræða á svoleiðis framleiðslu !
Annars er ég góð....eða þannig.
Litli götusóparinn er hér að hamast um öll gólf enda fóru voffar óeðlilega úr hárum í gærkvöldi. Haukur frændi, Hobbi vinur Sigga og Arnar vinur Bjössa komu allir og nenntu allir að tuskast í Kelmundi sem varð svakalega glaður með þetta. Gleðin rann þó af honum seint í gærkvöldi. Hann vildi bara liggja á gólfinu og ég fór að horfa á hann, þá sá ég að hann var svo hundlasinn. Hann var eiginlega grænn í framan. Hann skrapp nokkrum sinnum út í garð og endaði með að gubba heilan helling. Þá hresstist hann aðeins en tróð sér vandlega upp í fangið á mér þar sem ég lá upp í rúmi, ég gat auðvitað ekkert rekið hann á gólfið...kallanginn svo lítill í sér. Hann er svo ágætur núna, hann hefur verið búinn að sleikja ofan í sig hárvöndul og þurft að losna við það. Hann er alveg að verða fjögurra ára og hefur ekki orðið svona sjáanlega lasinn áður blessaður kallinn.
Jæja ég ætla að fara að gera eitthvað, set fyrst ljós á Himmasíðuna.
Knús á ykkur öll þennan fallega dag (amk hér sunnanlands)
Athugasemdir
Dagurinn í dag miðað við 9 júní í fyrra er góður.Ég spurði allar löggur um allt sem ég þurfti að fá svör við.Sumt var frekar asnalegt en varð samt að fá svör við því.Og ég fékk að lesa skýslur (krufningar) og vettvangs skýslur.Strákarnir okkar voru góðir strákar sem lífið lék hart.knús á þig og kelmund
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 9.6.2008 kl. 11:40
Hrönn Sigurðardóttir, 9.6.2008 kl. 11:53
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.6.2008 kl. 12:06
Knús á þig Ragga mín.
Linda litla, 9.6.2008 kl. 13:16
Ragga mín ég held einmitt að það sé málið...strákarnir voru svo meinlausir að þeir lifðu það ekki af....Haukur hafði alveg sérstakt faðmlag það var eitthvað svo innilegt og einlægt....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 9.6.2008 kl. 13:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.