Í huganum þramma ég
7.6.2008 | 19:19
fram og aftur um gólfið og tuða í kallinum, í raunveruleikanum sit ég og horfi á fótbolta.
Skrapp í Byko eftir vinnu, verslaði fyrir smáaura þar í dúndrandi Eurovision fíling. Spilaður var diskur og ég heyrði bæði í Lordi og Ruslönu. Það var skemmtilegt.
Mig langaði að klára þessar örfáu flísar í dag en Steinar er flísaskerinn, ég er hrædd við flísaskerann hans pabba. Hann er eins og mini vélsög og ég er viss um að ég mun ekki eiga nærri því 10 putta ef ég fer að fikta í honum. En í staðinn virkar þetta svona, ég stranda. Verð pirruð innan í mér en nenni ekki að þrasa, það er bara ekki minn stíll.
Þetta gerist bráðum, vonandi.
En hér með held ég með Portugal...(ekki spyrja mig afhverju,ákvað þetta bara snöggvast)
Keli étur allt sem ég rétti honum, rétti honum eggjaskurn áðan og hún hvarf ofan í hann. Hann treystir manni.
Hilmar Reynir er enn á ferðalagi með mömmu sinni og amma er komin með fráhvarfseinkenni....búhú . Hann kemur eftir helgina, litla hjartamúsin hennar ömmusín.
Man ekki meira, jú ég má ekki gleyma þessum borgarstjórnarmálum. Það er alveg sama hver sjallanna tekur við, þetta fólk hefur allt gjaldfellt sig í mínum augum í þessu dæmalausa samstarfi við þennan blörraða. Ef fólk ætlar að láta þetta duga til að jafna sig á vitleysu þá segi ég bara ó boj, teflonheilar !
Set hér inn mér til ánægju myndbandið með Lordi, finnsku skrímslunum sem unnu Eurovision. Við systa héldum mikið upp á þá og allir krakkar sem tengjast okkur hehe
Athugasemdir
Þetta verður aldrei í lagi með borgina fyrr en kosið verður á ný. Vona að kallinn skeri flísarnar fyrir þjóðhátíð. Ég stend líka með Portúgal. Hafðu það gott elskuleg.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 19:23
Knús Ragga mín....
Er sammála þér með borgina.
Er lilli man bara að ferðast skil vel að þú saknir hann er svo mikil dúlla .
Mér fannst líka Lordi góðir og ætlaði að hlusta en það heyrist ekki neitt.
Kveðja til þín og þinna.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.6.2008 kl. 20:09
ó já..ég sé það núna, undarlegt ég var að hlusta á þetta á youtube rétt áðan...hm skoða betur
Knús til baka Heiður mín
Ragnheiður , 7.6.2008 kl. 20:11
Búin að laga Lordi
Ragnheiður , 7.6.2008 kl. 20:14
Gaman af Finnunum og gaman að heyra málið þeirra. Það er víst að bera í bakkafullan lækinn að segja þér hve ég dáist af dugnaði þínum .
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.6.2008 kl. 20:34
Takk Jórunn mín, það er notalegt að heyra og gleður
Ragnheiður , 7.6.2008 kl. 20:38
Takk Ragga rosalega gaman að heyra í Lordi svo langt síðan
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.6.2008 kl. 20:42
Lordarnir eru flottir, Ragga þú getur drepið mann," teflonheilar"
hef ekki heyrt það betra, en alveg satt hjá þér.
Hvað er að frétta af Öldu? leyfðu okkur að fylgjast með þegar þú veist eitthvað.
Knús til þín
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 7.6.2008 kl. 20:58
Vei... ....... ég held líka með Portúgal.
Anna Einarsdóttir, 8.6.2008 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.