Vísir oft ansi skemmtilegur
6.6.2008 | 22:22
nú verð ég rekin af moggabloggi fyrir að segja þetta svona í fyrirsögn en ég veit ekki alveg með ykkur. Mér fannst þessi færsla snilld og sá fyrir mér tollarana alltaf vera að kíkja upp í norðurendann á gæjanum.
Fíkniefnasmygl er auðvitað dauðans alvara.
En maður verður að geta brosað af lífinu, amk stundum.
Björn hentist út í gærkvöldi (örugglega til að kynjafna sig) hann hefur áreiðanlega ætt beint á Goldfinger, pissað á hús í miðbænum og lent í slag ! Allavega hef ég ekkert heyrt í honum.
Góða nótt og hér kemur skemmtilega færslan
Kókaínsmokkarnir koma ekki
Hollendingurinn sem situr í gæsluvarðhaldi lögreglunnar á Suðurnesjum hefur enn ekki skilað af sér öllum þeim pakkningum sem hann gleypti til þess að smygli kókaíni hingað til lands.
Meira en vika er liðin síðan Hollendingurinn var handtekinn og hefur hann verið undir nánu eftirliti lögreglu og lækna síðan. Hann gleypti töluvert magn af kókaíni sem pakkað var inn með þeim hætti að hann gæti geymt efnin innvortis.
Meltingarfærin ættu svo að öllu jöfnu að sjá til þess að pakknignarnar gangi niður en það hefur eitthvað brugðist í þessu tilfelli. Lögreglan á Suðurnesjum man ekki svo gjörla eftir því að annan eins tíma hafi tekið á fá pakkningar eins og þessar til þess að ganga niður en þess eru dæmi erlendis að það hafi tekið rúmar tvær vikur.
Sem fyrr segir er Hollendingurinn undir nánu eftirliti læknis sem er tilbúinn að grípa inn í ef grunur leikur á að heilsa mannsins sé í hættu af þessum völdum.
Athugasemdir
Hahahahaha....það sem þú getur verið fyndin kona....sé þá í anda að kíkja upp í tópasið.....
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 7.6.2008 kl. 00:25
Þetta er líklega mesta spenna sem lögreglan í keflavík hefur fengið í laaaangan tíma... "is it there yet?..." Sé þetta alveg fyrir mér!
Signý, 7.6.2008 kl. 00:35
Ekki vantar þér kímingáfuna og það er gott.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.6.2008 kl. 00:49
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 7.6.2008 kl. 01:01
Hlýtur að vera gaman að hafa heila lögreglusveit bíðandi eftir því að maður kúki. Þetta gefur setningunni "ertu búin að kúka" algjörlega nýja merkingu
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.6.2008 kl. 01:24
Shit maður. Löggan ætti að senda mannin á elliheimili þarna suður frá, þar kann starfsfólkið á þessu tökin
Sigrún Jónsdóttir, 7.6.2008 kl. 02:04
"Hey, Jói, komið að þér, á Vaktinni!"
"Shit, maður!"
Einar Indriðason, 7.6.2008 kl. 08:39
Marta smarta, 7.6.2008 kl. 12:23
Já fjör hjá tollurunum núna að góna upp í afturendanum á kauða.hehe
Eyrún Gísladóttir, 7.6.2008 kl. 14:24
Fyrir mörgum árum kom maður á deild sem ég vann á, með svona smokka innanborðs. Honum fylgdu löggur og ferðaklósett. Allir biðu eftir að hann kúkaði - svolítið fyndið, en ekki fyndið fyrir þann sem þurfti að skoða afurðirnar. Það getur þurft að gera aðgerð á kauða ef hann kúkar ekki - þá þurfa löggurnar að klæða sig í skurðstofugalla og taka við afurðunum - rosa serímónía (gerðist fyrir nokkrum árum), löggurnar mis-hvítar í framan og ekkert töff í skurðstofugalla með húfu og maska fyrir andlitinu. Það er ekki alltaf grín að vera lögga.
Sigrún Óskars, 7.6.2008 kl. 15:03
Ætli löggan finni skítaligt af vaktinni ? gaman að lesa þetta
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.6.2008 kl. 15:37
á vaktinni átti þetta að vera...
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.6.2008 kl. 15:38
Frekar fyndið get tekið undir það. Eigðu góða helgi
Ásdís Sigurðardóttir, 7.6.2008 kl. 17:20
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 7.6.2008 kl. 18:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.