Næstum náði að klára

en vegna þess hversu hátt lætur í flísaskeranum ákvað ég að stöðva framkvæmdir. Það er eftir EIN flís sem þarf að taka úr fyrir ljósarofa og ein og hálf flís í kringum ofnloka. Annars er þetta búið eiginlega. Næst þarf ég að fúga þetta og klára fráganginn á þessu alveg...mikið verð ég fegin.

Kæri systursauður, þú kemur bara með þá sem þú vilt með þér. Það er allt í lagi.

Takk þið hin fyrir notalegar kveðjur.

Nú er sturtan klár og ég býð ykkur góða nótt..

ps eitt sá ég undarlegt á síðunni minni. Heimsóknartölur sem ég taldi í síðustu viku vera 800.000 eru eitthvað allt annað núna. Það er greinilega eitthvað bilað í þessu systemi ! Kíkið á hjá ykkur og sjáið hvort þær standast tölurnar

Breaking news

Björn fór á sex and the city. Hann er kominn heim í kasti, móður hans til mikillar gleði. Hann fór bara fyrir Evu sína enda er hún að fara langt og verður lengi. Ég þarf líklega að finna handa honum skítugan hlírabol og rétta honum bjór til að kynjafna hann aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Þú ert ótrúlega dugleg kona!

Minn teljari er allveg pottþétt ekki í lagi. Nema að rúmlega 600 manns hafi kíkt á mig á síðustu 7 dögu og þar af um 70 í dag :)
Nema að ég sé að verða svona gríðrlega vinsæl... hehehe

Sofðu vel og dreymi þig fallega.

Hulla Dan, 5.6.2008 kl. 23:12

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Minn er alveg réttur.  Dugleg ertu kona.

Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 23:18

3 Smámynd: Tiger

  Gott að flísadæmið sé að verða búið, alltaf svo notalegt þegar maður klárar svona verk - sama hvað það er reyndar.

Minn teljari er líklega í lagi - sýnir að heilir 24 bloggarar kíktu á mig síðasta sólahringinn - en kannski var þetta ekki góður teljari after all - en þú varst hluti af honum sko! Man annars ekki tölur hjá mér - enda er ég svo nýbyrjaður að blogga þannig séð.

Flott á því með Björninn - um að gera að jafna þetta út og skella honum í almennilegan töffaraklæðnað.

Knús á þig Ragnheiður mín og eigðu yndislega nótt.

Tiger, 5.6.2008 kl. 23:22

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Kynjafna.    Af hverju varst þú ekki til þegar íslenskan var samin ? 

Svakalega ertu annars dugleg.  Sparkar frú Ragnheiði á lappir og lætur hana puða dálítið.

Anna Einarsdóttir, 5.6.2008 kl. 23:46

5 identicon

Mikið áttu gott að vera svona nálægt þínu takmarki, Ég varð að játa mig sigraða í minni baráttu við smíðinaá upphækkunarbeðunum þó ég sé búin að leggja allnn þennan tíma í þetta þá hefði ég þurft að klára í dag.Það er ekki ánægjulegt að vera að fara út á laugardag og heim eftir rúmar 2vikur og eiga mest allt eftir +það sem átti að gera þegar ég kæmi heim.

En þar sem ég fer á laugardaginn til Milanó og daginn eftir til Feneyja með lestinni og veðurspáin hjá wunderground er alls ekki spennandi veður þar á næstunni, bara sama  rigningin og verður hérna, Samt er á því að það verði sennilega notalegra hérna heima.

Annars langar mig að bjóða þig velkomna óformlegan hóp kvenna sem gera hlutina frekar sjálfar en að bíða endalaust að einhver annar gerir hlutina

Mun sennilega ekki koma mikið við hérna nætsu vikurnar en þó eitthvað þá færðu fullt af knúsum og klúsum þar til næst Hafðu það gott mín kæra á meðan ég fer í burtu

Kidda (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 00:11

6 Smámynd: Ragnheiður

Hehe Kidda mín, ég skil hvað þú átt við. Stundum er betra að vinda sér sjálf í verkið. Knús og klús á þig mín kæra, ég var einmitt þín megin að skrifa smá.

Ragnheiður , 6.6.2008 kl. 00:14

7 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Það er gott að geta bjargað sér við hin ýmsu húsverk, smíðar, flísalagningu og ýmislegt annað

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 6.6.2008 kl. 01:42

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Glæsilegt Ragnheiður, var búin að sjá smá en verður miklu meira gaman að sjá allt tilbúið.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 6.6.2008 kl. 10:12

9 Smámynd: Fjóla Æ.

Frábært að heyra að þú sért sjálf að gera þessi "karla"verk. En færðu ekki oftt að heyra hvers vegna þú lætur ekki kallinn gera þetta? Ég fæ amk. ansi oft þá spurningu þegar upplýsist að ég sé að smíða pallinn en ekki unnustinn.

Fjóla Æ., 6.6.2008 kl. 10:19

10 Smámynd: Ragnheiður

Já þetta fer allt að gerast hehe...þurfum að klára þessar smáflísar sem eftir eru og þá erum við góð.

Ragnheiður , 6.6.2008 kl. 10:54

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Kynjafna

Frábært hjá þér að vinda þér í flísarnar. Flísavinna er svo erfið að það jafnast á við fjallgöngu.

Hrönn Sigurðardóttir, 6.6.2008 kl. 11:18

12 identicon

 dugleg að flísaleggja.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.6.2008 kl. 13:59

13 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Dugnaðurinn í þér kona. Ég held að ég gæti ekki flísalagt þótt ég ætti að vinna það mér til lífs.

Helga Magnúsdóttir, 6.6.2008 kl. 15:13

14 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

þú ert alveg svaaaaakalega dugleg....ég myndi ekki nenna þessu fyrir mitt litla.....

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 6.6.2008 kl. 19:57

15 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Já en dgnaðurinn. Ekki geta einu sinni allir karlar flísalagt.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 6.6.2008 kl. 22:04

16 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Kynjajafna með hlýrabol og bjór hahaha snilld

Jóna Á. Gísladóttir, 6.6.2008 kl. 22:09

17 Smámynd: Ragnheiður

Ja það er ekkert að nenna, þetta er gaman og gaman að gera fínt hjá sér

Ragnheiður , 6.6.2008 kl. 22:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband