Reimleikar í Smáralind

Ég varð fyrir undarlegri reynslu áðan þegar ég renndi upp að bensínstöðinni við Smáralind. Þar var fyrirhugað að hitta ungan mann sem langaði svo skelfing ósköp til að hitta peningana hennar mömmu sinnar svo hann kæmist í bíó með kærustunni sem er að fara til útlanda í tvær vikur ! Peningarnir fengu náttúrlega vængi þegar þeir sáu þennan unga mann, örugglega úr sama bréfi og ákveðin dömubindasort !

En að reimleikunum, þegar ég ek upp að þá sé ég strákinn strax. Úr þeirri fjarlægð og með þessa klippingu sem hann er með núna þá leit hann nákvæmlega út eins og Himmi minn ! Þetta var frekar skringileg upplifun...Crying Þeir eru auðvitað albræður og kannski ekki alundarlegt að með þeim sé svipur en þarna æpti hann á mig !

Ég reyni að ýta Himma svolítið úr huganum og skammast mín fyrir það. Ég segi við sjálfa mig ; þú getur þetta seinna, ekki núna. Svona má fresta aðeins. Auðvitað verður hver að finna sína leið og svona er mín leið, greinilega.

_______________________________________________

Kelmundur tók á rás í gær. Endasentist laus bakvið hús og hvarf ! Húsbóndinn þrammaði af stað um allt hverfið (sem er betur fer ekki stórt) og fann engan hund. Hann endaði með að þramma heim og á hellunni fyrir framan sat ósvífið hundrassgat, nennti ekki á móti kallinum en sat bara þarna og beið eftir að honum yrði hleypt inn heima hjá sér sjálfum. Hver sneri á hvern ?

_________________________________________________

Gjaldskrárhækkun verður í fyrramálið, nú geta menn ekki lengur tekið á sig olíuhækkunina. Hækkunin verður samt ekki gríðarleg en vonandi nóg til að slá aðeins á kostnaðarbullið sem er í kringum þennan rekstur orðið.

_____________________________________________________

Man ekki meira....það kemur þá önnur færsla á eftir...

já hey maður..rafvirkinn kom áðan og kíkti á verkefnið. Hann ætlar að redda þessu í næstu viku og ég ætla núna að hendast í drullugallann og klára að flísaleggja og fúga þarna frammi....þetta er sko alveg að gerast....sko núna....Ragnheiður sauður, á lappir með yður !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Knús á þig kona.

Kristín Snorradóttir, 5.6.2008 kl. 20:31

2 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Hef stundum hugsað ef ég sæi einhvern sem líktist Himma myndi ég sennilega stökkva á hann eða ég held það.

Frábært að þú ert að fá þvottahús hlakka til að sjá.

Knús til ykkar bæði hunda og manna. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 5.6.2008 kl. 20:37

3 Smámynd: Hulla Dan

Gangi þér vel með flísarnar... Hrikalega gott þegar svona er frá.

Farðu vel með þig

Hulla Dan, 5.6.2008 kl. 20:51

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vá hvað þú ert dugleg. Bara að fúga og físaleggja sjálf. +

Þú kemst svo vel að orði. peningarnir fengu vængi. Eitthvað kannast ég við svona lagað.

Ég er ekki hissa þér finnist þú stundum sjá Himma.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.6.2008 kl. 21:26

5 Smámynd: Tiger

   Elskulegust Ragnheiður - þú ert flott, ekki spurning! Ekkert undarlegt við það að bræður skuli vera svipaðir - sérstaklega álengdar. Ég mæli með því að þú hættir algerlega að reyna að ýta Hilmar úr huga þínum, þannig séð. Mér finnst það svo óendanlega heilbrigt að hugsa mikið um þá sem við elskum og söknum - bara svo framalega sem það skyggir ekki á þá sem við elskum og höfum ennþá hjá okkur.

Ég hugsa endalaust og aftur endalaust um þá sem eru ekki hjá mér núorðið - en ég næ því algerlega að skilja á milli þeirra og þeirra sem eru enn hjá mér! Það kemur að því að þú lítur áfram veginn - glöð í bragði og með ástúð í huga og augum - á bæði þá sem þú átt fyrir framan þig og þá sem eru hinu megin. Tíminn mildar hlutina og söknuðurinn verður bæði mildur og ljúfur þegar frá líður. Hættu að ýta pjakknum úr huga þér - þú getur alveg gert þér grein fyrir því að þú ert að eyða orku í vitlausan hlut með því - því þú veist að hann verður alltaf alltaf í huga þér, svo eyddu orkunni í að samræma hann og þá sem þú átt hjá þér.

Maður skilur vel að bílstjórar þurfi að hækka taxtann hjá sér, hvernig er annað hægt eins og staðan er í dag. Drífið yður að flísaleggja og hættið þér að liggja í leti frú mín góð ... 

Heilmikið og ljúft knús á þig elsku Ragnheiður mín - og farðu vel með þig.

Tiger, 5.6.2008 kl. 21:36

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Já, frú sauður, taktu þig á   

duglegust
Custom Smiley 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.6.2008 kl. 21:39

7 Smámynd: Sigrún Óskars

þú ert þá allavega dugnaðar-sauður, Ragnheiður  Gangi þér vel!

Sigrún Óskars, 5.6.2008 kl. 22:38

8 Smámynd: Ragnheiður

Takk fyrir. þið eruð flottust !

Ragnheiður , 5.6.2008 kl. 22:53

9 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Þvílíkur dugnaður, ég væri sátt við helminginn

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 5.6.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband