sko
4.6.2008 | 18:29
Ég hef ekki fjallað um hann áður en geri undantekningu nú, enda er ég í raun að fjalla um aðra en hann, aðra hegðun en hans.
Þessi frétt er fengin hjá www.visir.is
Joseph Fritzl fær fjöll af ástarbréfum í fangelsið
Fólk hefur sem betur fer mismunandi smekk á mökum. Líklegt verður þó að teljast að kjallaraskrímslið Joseph Fritzl sé ekki eftirsóttasti piparsveinn í heimi. Eða hvað?
Fritzl, sem hélt dóttur sinni fanginni í kjallara heimilis síns í 24 ár og gat henni sjö börn, hafa borist tvöhundruð ástarbréf í Sankt Poelten fangelsið í Austurríki þar sem hann situr nú.
Í grein í Daily Mail kemur fram að margar kvennanna sem skrifa hinum rúmlega sjötuga Fritzl telja hann góðan inn við beinið og misskilinn". Enda hafi hann bara lokað Elísabetu dóttur sína, þá átján ára, niðri í kjallara til að forða henni frá því að lenda í rugli. Elísabet, sem nú er 42 ára, hefur dvalið á geðsjúkrahúsi frá því hún slapp úr prísundinni.
Ástarbréfin eru þó ekki eini pósturinn sem Fritzl berst í fangelsið. Honum hafa borist um fimm þúsund bréf, flest þeirra á neikvæðu nótunum.
-----------------------------------------------------------------------------------
Mín hraðskoðun á þessu er einfaldlega sú að þessar konur sem eru að skrifa honum bréfin eru bara klikkaðar. Hvað haldið þið?
Athugasemdir
Snarklikkaðar
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.6.2008 kl. 18:41
Innlitskvitt, er á bloggrölti.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 19:28
Sammála þinni hraðskoðun ;) Þær eru náttúrulega klikk.........
Hrönn Sigurðardóttir, 4.6.2008 kl. 19:42
Klikkaðar er eina rétta orðið..
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.6.2008 kl. 19:43
Það er náttúrulega klikkað fólk út um allt, alsstaðar... en come on!!!
Hulla Dan, 4.6.2008 kl. 19:50
Þær eru eitthvað brenglaðar það er spurning hvort að þessar konur hafi verið kúgaðar af sínum feðrum.... nei veit ekki, á ekkert með að segja svona. Finnst bara ótrúlegt að hann skuli vera að fá svona bréf, en reyndar eðlilegt að maðurinn fái hótunarbréf. Gæti alveg hugsað mér að senda honum eitt slíkt.
Linda litla, 4.6.2008 kl. 19:53
Þetta er reyndar velþekkt á bandarískum dauðadeildum, þar fá verstu fangarnir oft flest bréf og sumir þeirra hafa gengið í hjónaband þar inni. Gifst konum sem þeir hafa kynnst í gegnum svona bréfaskipti.
Ragnheiður , 4.6.2008 kl. 19:59
Og þetta á við um stórglæpamenn í flestum fangelsum, um heim allan, á því er engin undantekning. - Allstaðar eru til veikar konur, sem gera svona hluti. -
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.6.2008 kl. 21:34
Sagði einmitt þegar ég heyrði um þetta í útvarpinu í dag að konur sem skrifa slík bréf hvort sem er til hans eða annarra glæpamanna eru ekki alveg heilar. Þær hljóta að eiga við stór vandamál að stríða. Spurningin er bara af hvaða grunni sá vandi er sprottinn?
Dísa Dóra, 4.6.2008 kl. 21:58
Þær hljóta að vera geðsjúkar - líkur sækir líkan heim! Sendi þér kveðju.
Sigrún Óskars, 4.6.2008 kl. 22:22
Já það er merkilegt að dæmdir ofbeldismenn og morðingjar njóta mikillar kvenhylli.
Merkilegur andskoti.
Góða nótt.
Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 23:17
Ekki skil ég hverju þær eru að sækjast eftir...hmmm...en er hann ekki moldríkur kallinn??? á hann ekki húseignir út um allt?? eru þær ekki að sækjast bara eftir arfinum?? Það er það eina sem mér dettur í hug..;) kv Gunna.
Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 4.6.2008 kl. 23:41
Kolklikkaðar
Sigrún Jónsdóttir, 5.6.2008 kl. 00:13
Snarbilaðar.
Anna Einarsdóttir, 5.6.2008 kl. 00:20
Klárlega geðveikar, með athyglissýki á háu stigi
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 5.6.2008 kl. 01:22
Þetta er ákveðið "sindróm". Fjöldamorðingjar í Bandaríkjunum fá gífurlega mikið af erótískum pósti frá trufluðum konum. Sumar hafa meira að segja gifst þeim.
Gunnar Hrafn Jónsson (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 02:49
Geðtrublaðar engin spurning, á nú ekki til orð.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.6.2008 kl. 12:13
Guðrún B. (IP-tala skráð) 5.6.2008 kl. 12:18
Það flykkist víst kvenfólkið að svona kónum. Heimsækja þá í fangelsið og dekra við þá á allan hátt. Þetta er náttúrlega bilun.
Helga Magnúsdóttir, 5.6.2008 kl. 15:49
Maðurinn hefur grimmileg augu. Ég tel þessar konur klikkaðar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.6.2008 kl. 18:19
Ætli þessar konur sem senda Fritzl bréfin öfundi konuna hans og fjölskyldu hans af lífinu undanfarin ár.
Mummi Guð, 5.6.2008 kl. 19:06
Uss jájá .. það er alveg stórskrýtið hve margar konur virðast laðast að þeim sem illilega hafa dottið á lífsleiðinni. Ljót brenglun er það í kollinum þegar þær byrja að laðast að mönnum sem hafa brotið af sér eins og þessi karlugla. Undarlegt bara ...
Knús á þig mín elskulega Ragnheiður og hafið það ljúft í kvöld.
Tiger, 5.6.2008 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.