Húki hér og hangi

finn mér nákvæmlega ekkert að gera ! Samt náði ég að spjalla við systu á msn í morgun, milli þess sem hún hentist út og suður í einhver erindi. Það er mikið að gera hjá henni, bæði í strætómálum og einkamálum.

Ég sit hinsvegar hér, næstum í fýlu. Þreif allt voða vel um helgina og dettur ekkert í hug. Nenni ekki einu sinni að hugsa. Er að hlusta á uppáhaldsútvarpsstöðina mína, Rás 1. Já já ég veit....old old old.

Það eru bara hellings góðir þættir þar. Mín uppáhalds útvarpskona er þar, Margrét Blöndal og margir aðrir afar góðir.

Henti litla götusóparanum fram í forstofu og ákvað að láta þrífa þar. Búin að fá rafvirkja til að tengja nýja kló fyrir mig á þvottahúsið nýja. Þið sem hafið lesið hér lengst fenguð að fylgjast með flísalögnum konunnar, áður en Himmi dó og ég fór í verkfall. Nú er verkfalli lokið og ég fer að druslast í að klára þetta. Gera fínt, gera fínt.

Ég lánaði undan mér bílinn og er að bíða eftir að lánþeginn hringi í mig til að skila farartækinu aftur. Ég ætlaði annars að aka í dag og á morgun og líklega föstudaginn...svo eru símavaktir inn á milli og svona æfingar.

Gerði mistök í gær og saup seyðið af þeim fram eftir nóttu. Ég átti lifrarpylsu sem var að komast á ellibætur og ég deildi henni fallega milli mín, Lappa og Kela. Það hefði ég betur látið ógert. Mr. Keli rak ,kasúldið ,við í alla nótt og frú Ragnheiður með sitt ofvirka nef var alveg að farast úr ólykt !

Note to self ; ekki gefa voffum lifrarpylsu !

Ég held að ég hafi gengið í vestfirsk náttúruverndarsamtök í gær, bíð samt eftir staðfestingarpósti þess efnis. Ég get ekki hugsað mér svona olíuhreinsistöð fyrir vestan, hef hugsað með hryllingi til mengunarinnar sem af þessu hlýst og svo ef færist skip þarna úti fyrir , fullt af olíu....*hrollur*

Viðskiptahallinn er eiginlega flatur núna samkvæmt fréttum. Ég hef lítið lagt til að skemma það. Er með sófasett úr Rúmfó og svona dótarí sem kostaði frekar lítið. Það minnir mig á þegar ég sagði manninum mínum frá verði stóls sem við sáum í blaði. Ljótur stóll en einhver verðlaunahönnun, og það kostaði bara litlar 150 þúsund krónur fyrirbærið. Bóndanum varð illt í veskinu í marga daga. En hann heppinn, enginn heima hjá honum svo snobbaður að vilja kaupa þetta.

Heiður (www.snar.blog.is) skrifar góðan pistil í dag um úrræðaleysi kerfisins. Kíkið á það. Við sem eigum börn sem eru á jaðrinum erum gleymdur hópur..Ekkert gert fyrir þessi börn...andskotans sem maður verður reiður yfir þessu.

En aftur að því að leiðast.....

Baráttukveðjur til vagnstjóra strætó  !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Góðan daginn Ragga mín.

 Ég ætla að ganga í þessi vestfisku náttúrsamtök mér er alls ekki sama um þetta svæði ber í raun miklar taugar til þessa svæðis.

Ekki gott með MR Kela get bara alltaf brosað út í bæði þegar þú tala um þína yndislegu voffa  .

Takk fyrir að linka minni síðu verð bara að koma þessu út og gott að geta rætt þetta.

Kveðja inn i daginn til ykkar allra á þínu heimili. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 4.6.2008 kl. 12:28

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Góð færsla eins og vant er...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.6.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Sæl Ragga. Er búin að lesa færslurnar hennar Heiðar og fannst þær mjög athyglisverðar. Bæði um hvernig var komið fram við ykkur og einnig um það hvernig hún fékk sér sjálf áfallahjálp sem ætti vitanlega að vera í boði um leið og svona nokkuð ríður yfir.

Helga Magnúsdóttir, 4.6.2008 kl. 13:10

4 Smámynd: Ragnheiður

Kær kveðja til þín og þinna Heiður

Takk Gunnar

Já þetta er undarlegt kerfi Helga, fangaverðir og fangar fengu áfallahjálp (eðlilega) en við fjölskyldan lentum á milli, fengum ekkert.

Ragnheiður , 4.6.2008 kl. 13:21

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Strætó lengi lifi.  Húrra!

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 13:31

6 Smámynd: Guðrún Ágústa Einarsdóttir

Hæ, þakka fyrir bloggvina-samþykkið..

Vonandi finnurðu eitthvað að gera, það er svo leiðinlegt að húka og hanga.. haha..

Eigðu góðan dag. kv Gunna.

Guðrún Ágústa Einarsdóttir, 4.6.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband