Halló ! Halló!

Æi elsku bestu bloggarar takið nú höndum saman og gerið eitthvað!!

Látum ekki einhverja örfáa vaða yfir okkur á skítugum skónum og eyðileggja einn fallegasta stað á Íslandi með OLÍUHREINSISTÖÐ!

Ekki trúa því eitt augnablik að það sé verið að bjarga atvinnustöðunni á Vestfjörðum. Fólk sem býr þarna í nágrenninu kemur ekki til með að komast til og frá vinnu, hvað þá þeir sem búa í einhverri fjarlægð.
Það er alveg óhætt að gera ráð fyrir því að þetta verði þrælakista illa launaðra útlendinga.

Hvaða hálvita datt í hug að Olíuhreinsistöð á Vestfjörðum væri málið?

Fyrir nokkrum mánuðum stofnuðu þær Bryndís Friðgeirsdóttir og Ólína Þorvarðardóttir Náttúruverndarsamtök Vestfjarða. Ég hvet ykkur til að skrá ykkur í þau samtök eins og skot.
Það gerið þið með því að senda tölvupóst á bryndis@isafjordur.is

Hún Lára Hanna Einarsdóttir sem við ættum öll að þekkja eftir Bitruhálsvirkjanabaráttuna hefur skrifað mikið um Olíuhreinsihneykslið og ég hvet ykkur til að kíkja á það

Ekki láta þessa færslu detta út í tómið!! Endurskrifið hana á ykkar bloggi í einum grænum og látið heyra í ykkur
Ekki röfla yfir kaffibolla núna!

-------------------------------------------------------------------------------------

Nennti ekki að endurskrifa en stal bara færslunni í heild frá Heiðu minni. Ég vil ekki sjá þessa stöð þarna fyrir vestan og í raun hvergi á landinu. Ekki bulla með að fólkið þurfi vinnu, það er nóg annað hægt að gera en eitthvað sem eyðileggur fallegustu staðina á landinu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

þetta verður bara hræðilegt er mikið hrædd um að náttúrperlur verði eiðinlagðar og á þessum líka fallegu fjörðum um alla vestfirðina,ég ætla að skoða þetta hjá Bryndísi og Ólínu.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.6.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Þetta er bara slæmt og það versta er að við tölum sennilega fyrir tómum eyrum en umm að gera að standa saman gegn þessu.

Eyrún Gísladóttir, 3.6.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Ég er algerlega gáttuð að mönnum skuli hafa dottið þetta í hug, enn furðulegra að þetta skuli vera komið svona langt og langskrýtnast er að ekki skuli vera hægt að stoppa þetta. Yfirhástig alls er síðan að fyrir öll herlegheitin þarf gríðarlega mikla orku sem ekki er til staðar á Vestfjörðum, hvernig á að flytja hana þangað? Eða á kannski bara að nota olíu?

SKRÝTIÐ

Kristjana Bjarnadóttir, 3.6.2008 kl. 23:09

4 identicon

Er ekki alltaf röflað ofaní kaffibolla Ragga mín, svo er það drukkið með dreggunum í botninum.  Ótrúlegt.

Ég fæ nú bara tár í augun yfir því að það eigi að eyðileggja æskuslóðirnar mínar.  Sterkar taugar ber ég þangað mín kæra.

Langt síðan að ég hef kvittað hjá þér mín kæra, en nú er ég komin aftur .. ég kem alltaf aftur.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 23:16

5 Smámynd: Ragnheiður

Já ég skráði mig allaveganna í samtökin og er að reyna að ýta við fólki

Ragnheiður , 3.6.2008 kl. 23:18

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við hjónin eru sko búin að skrá okkur. Knús til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.6.2008 kl. 23:19

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Fer og skrái mig núna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 4.6.2008 kl. 00:51

8 Smámynd: Tiger

  Já mín kæra - það er sannarlega betra að hafa bjarta og fallega sveit - en sveit með mengun og ljótleika stóriðju. Gott að þessu málefni er fylgt eftir allavega hérna á blogginu, aldrei að vita nema það hafi einhver áhrif. Knús á þig elsku Ragnheiður mín.

Tiger, 4.6.2008 kl. 02:48

9 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég ætla skrá mig.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.6.2008 kl. 08:02

10 identicon

já af hverju dettur okkur aldrei neitt annað í hug, heldur en sóðaleg stóriðja ,þegar bjarga á byggðum landsins.   Ég hélt að vestfirðingar ætluðu að gera út á stórbrotna náttúru, selja sólbökuðum útlendingum, stórhríðarferðir og setja þá á sjóstöng og í gönguferðir á sumrin, um svo fallegt landslag, að það á ekki marga sína líka á norðlægum slóðum.

neinei, olíuhreinsistöð skal það vera, og stjórnað af rússum, við erum kanski bara svo vitlaus að við eigum ekki betra skilið. 

Þeir sem hugsa um umhverfið og óspillta náttúru, eru á Íslandi flokkaðir með hryðjuverkamönnum , eða þá heimskum sakleysingjum, gott ef stuttbuxnaherdeild Björns Bj. verður ekki sigað á  þetta stórhættulega fólk, sem ekki vill mengum og viðbjóð í fjórðunginn sinn.  

Þórdís (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband