og så videre
3.6.2008 | 21:46
Ég var að horfa á Rúv eftir að hafa nærri slasað mig á flótta út af skjá einum. Svíar á þvælingi í Víetnam, í fjallaþorpi þar. Það var ein gömul sem þeir vildu tala við og það gekk alveg með aðstoð barnabarnabarns. Gamla var nú ekki alveg klár á hversu gömul hún væri en taldi sig vera 125 ára. Með smá rannsóknarvinnu á staðnum þá komust Svíarnir að því að það er rangt hjá henni. Hún er 129 ára ! Æj smá sjónlaus og heyrnarlaus og illt í hnjánum. Ég sat í sófanum (langleiðina 100 árum yngri) og skammaðist mín fyrir mín hné og almennan aumingjaskap. Stelpur ! Ég er að segja ykkur það - ég harðneita að verða svona gömul !
Samkvæmt fréttum dagsins þá er Björnum ekki óhætt úti, ég er að spá í að loka minn inni til frambúðar. Björn ! Heim og inni í herbergi !!
Annars er ég góð, væri betri ef ég þyrði að skipta um rás á sjónvarpinu...
Hey já, hlustaði í fyrsta sinn á útvarp Sögu í gær, þá er það afgreitt...hehe.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.