steinsofandi starri og ein spurning

Í gærkvöldi fórum við, gamla settið, í löngu fyrirhugaðan bíltúr. Planið var að skoða sig um í nýju Kórahverfi og Þingahverfi. Hér er lenska hjá bifreiðastjórum að ætlast til að ég viti allt um allt og þess vegna fer ég og skoða ný hverfi. Það má kalla þetta starfskynningu. Hundar fóru með. Við fórum á gamla bílnum og þar er bekkur frammí. Kelmundur sat frammí, milli "foreldranna" og skoðaði þetta allt með miklum áhuga.

Við komum heim um miðnætti. Þá var gríðarlega fallegt um að litast á nesinu heima, alveg kyrrð og allar tjarnir spegilsléttar. Þá urðu sumir auðvitað að fá að skreppa út fyrir nóttina. Upp í tré steinsvaf starri. Hann svaf alveg grjótfast og vaknaði ekki þó Keli hlypi utan í tréð og hristi það allt. Við eyddum góðum tíma í að horfa á fuglasnann en auðvitað endaði með að hann vaknaði og hentist burt stórmóðgaður.

Spurningin er þessi ; hvað er til ráða fyrir krabbameinssjúkling sem þjáist af ertingu í slímhúð vegna aukaverkana lyfja ? Einhver ráð eða svoleiðis sem þið getið komið með ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég get því miður ekki... eða réttara sagt; Guð sé lof get ég ekki svarað þessari spurningu þinni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.6.2008 kl. 09:58

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég veit ekkert um svona en luma hjúkkurnar ekki á einhverju?

Kveðja inn í þennan fallega dag.

Jenný Anna Baldursdóttir, 3.6.2008 kl. 10:05

3 Smámynd: Ragnheiður

Jú hún ætlar að tala við þær á eftir

Ragnheiður , 3.6.2008 kl. 10:06

4 identicon

Tala við grasalæknir.Grasalæknar hafa góðar lausnir við flestu,

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 10:38

5 Smámynd: Linda litla

Veit engin ráð.... er ekki bara best að hafa samband við lækni eða hjúkrunarfræðing ?? Stundum er líka hægt að hringja í apótek, þar fær maður stundum ágætis ráð.

Linda litla, 3.6.2008 kl. 10:51

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

sé fyrir mér Kelmund kóng í framsætinu...

Ég veit ekkert um spurninguna en dettur bara læknar og hjúkrunafræðinga...

kveðja inn í daginn Ragga og skilaður kveðju til Öldu frá mér. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 3.6.2008 kl. 11:20

7 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Átti heima í Ferjuvogi sem er gata með bara fjórum húsum. Lenti iðulega í orðaskaki við leigubílstjóra sem vildu keyra mig í Ferjubakka. Samt var mín gata miklu eldri. Gott hjá þér að kynna þér ný hverfi.

Helga Magnúsdóttir, 3.6.2008 kl. 11:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband