Nú er fátt að gerast ( ein spurning samt )

og ég verð eiginlega að segja hreinskilnislega, að ég fagna því. Undanfarnir dagar hafa verið heilmiklir tilfinningarússibanar og andleg þrek er enn ekki komið í það sem ætti að vera.

Ég sárfinn til með fólki á skjálftasvæðunum, ekki vegna brotinna bollapara heldur einfaldlega vegna þeirrar tilfinningar sem hefur læðst að, að öryggi heimilisins sé stefnt í voða. Heimilið er okkur öllum heilagt og flest ættum við erfitt með að vinna okkur út úr slíku áfalli. Það er líka það sem fólk talar um sem brotist er inn hjá, slæm vanmetatilfinning og öryggisleysi.

Veraldlega hluti má bæta en hitt tekur lengri tíma.

Nokkrar bloggfærslur hef ég séð í dag þar sem fólk kveinkar sér undan of mikilli umfjöllun um atburði fyrir austan. Það er enginn skyldugur til að lesa allar blaðagreinar né horfa á alla fréttatíma. Þessu er líkt við verri hamfarir annarsstaðar og á það bent að þangað ættum við að beina okkar athygli. Þessu er ég ekki sammála, ef við leitum alltaf að verri aðstæðum áður en okkur þóknast að hjálpa þá endar með að engum verður hjálpað í heiminum. Það er alltaf einhver verr staddur til.

En nóg um þetta.

Fór að vinna í dag. Það gekk ágætlega. Í fyrsta sinn í sögunni ók ég farþega bæjarleið sem tíndi upp í mig harðfisk með smjöri alla leiðina. Það var snilld.

Fór svo í annarra manna hverfisverslun í dag og fékk mér slátur, við ákváðum að hafa það í snemmlagaðan kvöldverð enda nóg um að vera hérna bráðum. Landsleikur í handbolta og kallinn fer að vinna.

Að lokum vil ég óska Hafnarfirði til hamingju með 100 ára afmælið..Wizard

Spurningin er :

Ef ég er spurð hvað ég eigi mörg börn hvað á ég að segja

a)átti fimm en eitt dó

b)á fjögur en ....dæs....þögn

Hvað segir maður eiginlega ?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hulla Dan

Ég hugsa að ég mundi segja fimm, eða fjögur á lífi.... Nei ég held að ég mundi segja fimm. Fer þetta kannski ekki eftir því hver spyr?

Veit svei mér þá ekki. Þetta er ekki auðveld spurning. Ég er samt eiginlega viss um að ég mundi segja 5.

Hafðu gott kvöld

Hulla Dan, 31.5.2008 kl. 17:35

2 Smámynd: Andrea

Sammála þér með að það sé ekki fallega gert að gera lítið úr "brotnu leirtaui" eins og ég las einhversstaðar.
Suma hluti er bara ekki hægt að bæta þó þeir séu veraldlegir. Allir eiga dót sem þeim þykir vænt um af einhverri ástæðu. Auk þess, eins og þú bendir á, þá er nöturlegt að verða fyrir því að heimili manns hætti að vera öruggt skjól

En með spurninguna, held ég myndi segja fimm en fjögur á lífi.

Andrea, 31.5.2008 kl. 17:38

3 identicon

Jam ég velti þessari spurningu líka fyrir mér.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 17:52

4 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég mundi segja fimm, þú átt fimm börn þótt eitt þeirra sé ekki hjá þér akkúrat núna. Þú hættir aldrei að eiga hann Hilmar, þú átt hann alltaf í hjartanu - ekki satt.

Sigrún Óskars, 31.5.2008 kl. 18:25

5 Smámynd: Hugarfluga

Ég held að það fari líka eftir hver spyr. Þú átt 5 börn, en því miður er eitt þeirra látið. Þú átt samt hann Himma þinn ennþá ... forever and ever.  Lovjú. 

Hugarfluga, 31.5.2008 kl. 18:28

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég hef líka verið í vandræðum með þetta.

A)Ég á fjögur barnabörn á lífi.  Þá spyr fólk vandræðalga, hvernig dó barnið?  Fer í rusli.

B)Ég á fjögur barnabörn og þá finnst mér ég vera að afneita litlu elskunni honum Aron.  En ég nota þetta svar.

Svo er endalaust tuð í fólki sem bloggar bara og skammast yfir því sem aðrir blogga um.  Vandlifað í þessum heimi.

Kús dúllan mín.

Jenný Anna Baldursdóttir, 31.5.2008 kl. 19:06

7 Smámynd: M

Skil vel vangaveltur þínar . Þú átt alltaf fimm,en gætir sagt, ég eignaðist fimm börn.

p.s. get ímyndað mér fýluna í bílnum hjá þér í dag

M, 31.5.2008 kl. 19:18

8 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Að mínu mati áttu 5 börn þó Hilmar sé ekki hér .....ég hugsa þetta útfrá við erum alltaf mæður þó börnin fari að heiman og stofni sína fjölskyldu þá finnst mér við enn vera mæður þó barni sé ekki hér með okkur..svona lít ég á þetta.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 31.5.2008 kl. 19:20

9 Smámynd: Guðrún Jóhannesdóttir

segi hiklaust að þú eigir 5 börn, engin spurning

Guðrún Jóhannesdóttir, 31.5.2008 kl. 20:03

10 Smámynd: Mummi Guð

Ég hef einmitt velt þessu fyrir mér. Ég hef ekki fengið þessa spurningu oft síðan Huginn dó, en hef átt erfitt með að svara þessari einföldu spurningu eins og þú.

Mummi Guð, 31.5.2008 kl. 21:07

11 Smámynd: Ragnheiður

Já undarlegt hve lítil spurning getur sett mann í bobba.

Ragnheiður , 31.5.2008 kl. 21:09

12 identicon

Þú átt fimm börn en eitt er farið. Ég á pabba þó svo að hann sé farinn, hann verður alltaf pabbi minn.

Hins vegar er ég oft í vanda þegar ég er spurð hve mörg börn ég eigi. Ég segi alltaf 2 syni en í rauninni á ég 3 syni, sá elsti fór þegar hann var 5 mánaða fóstur. En ég á hann samt.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 31.5.2008 kl. 22:46

13 Smámynd: Ragnheiður

Já Kidda, þegar ég spái í þetta útfrá mömmu þá finnst mér ég hafa átt mömmu en eigi hana ekki lengur. Hún var hins vegar mamma mín meðan hún lifði.

Djí hvað maður getur flækt fyrir sér hlutina...

Ragnheiður , 31.5.2008 kl. 22:49

14 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þessi sama spurning hefur flækst fyrir mér í 12 ár.  Hvað segir maður..... 5 en 3 á lífi ?   Ef maður segir það, verður fólk vandræðalegt en ef maður segir bara 3, þá fær maður samviskubit.  Vond staða.

Þú verður bara að finna þína leið með þetta ljúfan.

Anna Einarsdóttir, 31.5.2008 kl. 23:18

15 Smámynd: Solla

Mamma ég mundi segja að þú ættir 5 börn, þó að við sjáum ekki Himmann er hann samt hjá okkur og verður það um ókomna tíð. Bara mín skoðun

Ég segi allavega að ég eigi 3 bræður.

Solla, 1.6.2008 kl. 08:26

16 Smámynd: Marta smarta

Ég svara hiklaust "ég á 3 börn" ég á son minn ennþá þótt hann sé ekki lengur hér hjá mér/okkur.

Marta smarta, 1.6.2008 kl. 11:33

17 identicon

Þú átt fimm. Það hættir aldrei.

Inga Thorgilsdottir (IP-tala skráð) 1.6.2008 kl. 14:43

18 identicon

Ég segi alltaf 5, þótt dóttir mín sé ekki lengur með okkur á ég samt 5 börn og það breytist ekki.

kveðja Anna

anna (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 14:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband