Barnfóstrustörfum lokið

Við horfðum á teiknimyndir, þrömmuðum okkur út á leikvöll og fengum okkur göngutúr með Kela að skoða hestana. Hestarnir og Keli stóðu alveg fyrir sínu, hestarnir þáðu gras úr litlum höndum og Keli hagaði sér eins og stórhöfðingi. Þær fengu að teyma hann og hann hagaði sér afar vel. Hann passaði að tosa ekki og fella ekki litlar stelpur. Hann passaði sig svo vel að við lá að hann væri staður öðruhvoru.

100_1303

Keli lét fara vel um sig í kjöltunni á Guðmundu.

Svo er best að sýna ykkur áhugasaman tölvusnilling, hann var að bíða eftir að mamma hans kæmi heim sl sunnudagsmorgun svo hann gæti farið að borða eitthvað.

100_1302

Áhuginn leynir sér ekki !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Arg þetta krútt í einum sokk.  Krúttkast

Jenný Anna Baldursdóttir, 30.5.2008 kl. 17:04

2 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Nóg að gera hjá þér í dag semsagt.

Kæreikskveðjur til ykkar.

Eyrún Gísladóttir, 30.5.2008 kl. 18:02

3 Smámynd: Ragnheiður

Hann var búinn að ná að spæna sig úr hinum sokknum blessaður...hann er svoddan krúttmoli

Ragnheiður , 30.5.2008 kl. 20:37

4 Smámynd: Sigurlaug B. Gröndal

Æ hvað þau eru sæt. Keli tekur sig nú vel út með litlu dúllunni henni Guðmundu. Tölvan hefur greinilega verið of langt í burtu frá litlu puttunum. Áhugi er greinilega mikill.

Sigurlaug B. Gröndal, 30.5.2008 kl. 21:10

5 Smámynd: Ragnheiður

Alda er byrjuð í lyfjameðferð og svo er að sjá hvernig það gengur fyrir sig bara

Ragnheiður , 31.5.2008 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband