Obbz

búin að eyða stórfé og það er ekki komið hádegi, rats....Foringinn er áreiðanlega ekki að fylgjast með, hann er kominn í sumarfrí með öllum hinum litlu þingmönnunum ....Jenný sjaldan hitt naglann betur á höfuðið þegar hún talaði um Núllið í gær..ég held að þingið hafi ekki gert baun í bala í allan vetur !

En aftur að mínu persónulega rausi...

Ég var með handklæði í nokkrum gluggum í vetur og fékk lánaðan mann hér í vor til að kíkja á gluggana. Ég taldi sjálf að lekinn stafaði af slæmum frágangi glers sem er að öðru leyti ónýtt. Hann tók undir þá greiningu og við treystum áliti hans. Gluggarnir sjálfir eru semsagt ekki ónýtir. Í allan vetur hefur litla músin reynt að safna saman aurum til að eiga nú fyrir endurbótum á holunni sinni. Áðan borgaði ég glerið...jibbýskibbý...

Lárus hennar Öldu ætlar að vinna þetta fyrir okkur, hann getur nefnilega komið með allt sitt fólk með sér í það.

Ég verð gríðarlega glöð þegar ég verð komin með nýtt gler í húsið

Svo ætla ég að reyna að einbeita mér að því að gegna henni Millu minni á Húsavík (þar er einhver alfallegasta kirkja í heimi) og reyna að hvíla mig aðeins. Ég er svo gjörsamlega búin með orkuna, ég skil nú ekki þennan brandara !

Ég þarf samt að þurrka rykið af hérna og svoleiðis en það fer svo sem ekki neitt. Ekki þarf ég að spá í gólfin, hér sést ekki hundahár. Hohohoho..montrass.

Í kvöld verða haldnir tónleikar fyrir austan til styrktar Öldu. Mér datt í hug að við sem ekki komust á þá gætum kannski lagt inn hjá henni andvirði miðans ? Miðinn á að kosta 1000 krónur. Reikningsnúmerið hennar er fast hér í höfundarboxinu hjá mér.

Takk fyrir hrósið á hjartamúsina hennar ömmu sinnar. Hann vaknar brosandi og sofnar eins, rosalega geðgott og glatt smábarn. Hann er nánast alveg farinn að sitja einn og er kominn í skriðstellingar líka. Hann ætlar að vera fljótur til þessi elska. Á einni mynd sést glitta í tennurnar hans tvær sem hann er kominn með. Bara flottastur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Knús Ragga inn í daginn,frábært að Lárus ætla að laga gluggana hjá ykkur,og hann Hilmar Reynir er rosalega flottur strákur eða eins og mamma sagði þegar ég súndi henni myndir eftir afmælið hans Bjössa ...Nei er það er hann elli eldri en 4 mánaða (eisn og hann var þá) henni fannst hann gæti verið miklu eldri.....

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 29.5.2008 kl. 10:38

2 Smámynd: Ragnheiður

Já hann virkar ekki á mann sem bara nýorðinn 6 mánaða, ótrúlega sterkur snáði og mannalegur

Ragnheiður , 29.5.2008 kl. 10:42

3 identicon

Legg inn auðvitað.Mér gengur illa að hvíla mig.Er búin að vera á spani í 2 ár.Hjólið og sundið hjálpa mikið við að róa hugann.Svo bið ég mikið.Snáðinn er dásamlegur.Fátt er yndislegra en að vera amma.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 11:05

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Litli er ótrúlega mannalegur! Geislar af honum einhver óskilgreindur fögnuður Það er svo fallegt.

Hafðu það gott í dag. 

Hrönn Sigurðardóttir, 29.5.2008 kl. 11:09

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Forgangurinn er undarlegur í pólitíkinni.  Það liggur ekkert á að leiðrétta óráðsíuna í eftirlaunalögum alþingismanna og það liggur enn minna á að afbreiða lög um bætur til þolanda Breiðavíkurósmans.

Sá litli er dúlla.

Hvíldu þig nú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.5.2008 kl. 11:20

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég var að kíkja á myndirnar af litla snúllanum, svei mér þá þessi drengur verður alltaf sætari og sætari og var hann nú gullfallegur fyrir!!

Eigðu góðan dag Ragga mín

Huld S. Ringsted, 29.5.2008 kl. 12:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband