Sko hornfirðingana !

Styrktartónleikar í íþróttahúsinu 29. maí
þriðjudagur, 27 maí 2008

Næstkomandi fimmtudagskvöld verður efnt til styrktartónleika í íþróttahúsinu á Höfn. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Þar koma fram hornfirskir listamenn, með fjölbreytta dagskrá.  Það er von þeirra sem að þessum styrktartónleikum standa að sem allra flestir sjái sér fært að mæta og leggja þessu málefni lið.
Allur ágóði af tónleikunum rennur til Öldu Berglindar Þorvarðardóttur.

Þeir sem koma fram eru:

1. Kvennakór Hornafjarðar
2. Hilmar og fuglarnir
3. KUSK
4. Blásarakvartett
5. Vigil
6. Hulda Rós og Rökkurtríóið
7. Hljómsveit Gunnlaugs Þrastar
8. Stakir Jakar, félagar úr Karlakórnum Jökli
9. Atriði úr Rocky Horror
10. Parket
11. Sigríður Sif.

Kynnir er Björg Erlingsdóttir.
Aðgangseyrir er kr. 1000. Ekki er hægt að greiða með korti.
Gengið er inn um aðaldyr íþróttahússins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hornafjörður best í heimi ;)

Hjördís (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 13:41

2 Smámynd: Sigrún Óskars

Ég get sagt ykkur að hljómsveitin Kusk er með skemmtilegri hljómsveitum sem ég hef heyrt í. Ekki skemmir að söngvarinn er augnakonfekt. Stakir jakkar eru líka skemmtilegir og flottir karlar - og kvennakórinn er flottur kór. Heyrið í þessum listamönnum á landsmóti ísl. kvennakóra nú í apríl þarna fyrir austan.

Frábært framtak hjá bæjarbúum þarna fyrir austan - verst hvað er langt þangað.

Sigrún Óskars, 27.5.2008 kl. 13:57

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flott framtak.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 14:05

4 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

æðislegt ég fæ bara gæsahúð

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 27.5.2008 kl. 14:14

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mjög gott framtak.

Kristín Katla Árnadóttir, 27.5.2008 kl. 14:14

6 Smámynd: Linda litla

Þetta er frábært framtak hjá Hornfirðingum.

Linda litla, 27.5.2008 kl. 15:10

7 Smámynd: Tiger

  Alltaf gaman af svona uppákomum. Þetta er skemmtilegt og gott framtak sem vert er að skoða nánar. Knús á þig Ragnheiður mín.

Tiger, 27.5.2008 kl. 17:08

8 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Flott frammtak hjá Hornfirðingum.

Eyrún Gísladóttir, 27.5.2008 kl. 17:24

9 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Ég er búin að leggja inn á Öldu og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Fólk á ekki að þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur ofan í svona áfall. Mínar bestu óskir til hennar um bata, Ragnheiður mín.

Anna Einarsdóttir, 27.5.2008 kl. 18:44

10 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þetta er gott framtak.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 27.5.2008 kl. 20:07

11 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábært framtak. Þetta sýnir hvað fólk stendur saman í svona litlum bæjarfélögum.

Helga Magnúsdóttir, 27.5.2008 kl. 20:47

12 Smámynd: Dísaskvísa

Þetta er bara yndislegt!

Kv.Dísaskvísan

Dísaskvísa, 27.5.2008 kl. 20:51

13 Smámynd: Guðrún Jóna Gunnarsdóttir

Frábært framtak.

Tek eftir því að verðið á miðanum er mjög hóflegt. Það virðist vera þannig á öllum styrktartónleikum. Vonandi er opið fyrir frjáls framlög.

Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, 27.5.2008 kl. 21:47

14 Smámynd: Ragnheiður

Já það er hægt að leggja inn á reikninginn hennar. Hann er auglýstur hérna hjá mér í eldri færslu og kemur inn um mánaðamótin, þetta eru sömu aðilar bakvið þetta

Ragnheiður , 27.5.2008 kl. 21:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband