Verkefnum fækkað og smábíltúr fyrirhugaður
27.5.2008 | 10:12
Það var haldinn fundur í vinnunni minni í gær og ég sem gjaldkeri starfsmannafélagsins fékk lausn frá störfum að eigin ósk. Það var ansi kærkomið að fá að sleppa við þetta embætti sem ég tók við í maí 07. Þetta gekk ágætlega til að byrja með en svo fór ég í sumarleyfi, svo dó Himmi, svo var ég lengi ekki til í neitt áreiti og núna er Alda lasin, þannig að ég bað um að losna við þetta.
Fjúkk!
Steinar hinsvegar hélt áfram í sínu embætti en það á ekki að koma neitt niður á mér.
Í dag er fyrirhugaður bíltúr, ég þarf aðeins að aðstoða Öldu og Lalla. Bíllinn þeirra hrundi nefnilega og við það verður ekki unað eins og sakir standa. Þá er ekki um annað að gera en að bretta upp ermar og redda því. Lárus er búinn að finna annan bíl sem vonandi dugar til að komast milli Rvk og Selfoss. Þau hafa verið undanfarið á Höfðingjanum okkar, gamla voffanum sem ætlar að endast og endast, hann er rétt að skríða í 440.000 þúsund kílómetra og hann er bíllinn sem við tökum þegar við förum saman eitthvað utanbæjar. Traustur jaxl sem seiglast áfram.
Pósthólfið mitt gerir ekki annað en að fyllast af vöktunartilkynningum vegna bloggfærslna. Það er eitthvað hak sem maður á að taka úr þegar maður kommentar til að losna við þetta og ég gleymi því í annað hvert skipti. Mér finnst að þetta eigi að vera öfugt. Að maður geti sett hakið í ef maður vill fylgjast með athugasemdum á ákveðinni færslu.
Man ekki meira til að segja ykkur......
Athugasemdir
Ég gleymi stöðugt hakinu líka og hef ekki undan að eyða úr pósthólfinu. Það væri þokkalegt ef maður ætti að hanga á vaktinni á öllum þeim síðum sem maður kommenterar á.
Alda og fjöslsk. eru heppin að eiga þig/ykkur að.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.5.2008 kl. 10:16
Það er rétt hjá þér, maður á að haka við ef maður vill fylgjast með athugasemdum við færsluna.
Gangi ykkur vel í dag
Sigrún Óskars, 27.5.2008 kl. 10:17
Ég er alveg sammála Jenný og Sigrúnu. Knús
Kristín Katla Árnadóttir, 27.5.2008 kl. 10:38
Alveg sammála þér með þetta hak
M, 27.5.2008 kl. 10:52
Ég gelymi líka að afhaka en sem betur fer fæ ég engan póst þar sem ég er ekki með svoleiðis vöktun skráða en fékk tilfelli þegar ég opnaði stjórnborðið í morgun, það var fullt af tilkynningum um athugasemdir á hinu og þessu bloggi. Ágætt að hafa þetta ef að maður vill fylgjast með einhverjum þræði en þá er eins gott að muna eftir að afhaka á allt hitt
Huld S. Ringsted, 27.5.2008 kl. 11:05
ég sá einmitt bílinn í dag á gatnamótunum hjá slökkviliðsstöðinni í morgun :) Sendi mínar baráttukveðjur til Öldu!
Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 27.5.2008 kl. 11:54
Já hún hefur verið á leið á LSP
Ragnheiður , 27.5.2008 kl. 12:00
Hrönn Sigurðardóttir, 27.5.2008 kl. 12:55
Sæl Ragnheiður! Ég breytti athugasemdarforminu á þann veg að nú þarf að haka við til að byrja að vakta - vaktin er ekki sjálfvalin. Það er jú miklu skynsamlegra að hafa þetta á þann veginn.
Guðmundur Hreiðarsson, 27.5.2008 kl. 15:47
Já flott Guðmundur, annars ærast geðprúðustu bloggarar !
Ragnheiður , 27.5.2008 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.