Ekki alveg í stuðinu núna
25.5.2008 | 23:02
Tvær myndir af Himma sem eru nýkomnar til mín. Hann er svoddan prakkararófa....
Í kvöld fór Lalli með stelpurnar sínar heim á Selfoss. Hann kom við á óeirðabensínstöðinni við Rauðavatn. Þaðan komst hann ekki af stað strax aftur. Hann fann eina rófuna sína, Guðmundu,háskælandi í bílnum. Hún skilur ekki afhverju mamma getur ekki komið heim, þetta litla skinn. Mamma hefur alltaf verið heima með þær og nú kemur ekki mamma heim.
Skrapp aðeins til Öldu áðan og tók hjá henni þvottinn, Ragga amma þvær tauið og þess vegna er ég enn á fótum. Vélin var að klára og nú get ég sett í þurrkarann og hallað mér.
Andstyggilegur dagur á morgun, allt of mikið að gera hjá mér...dæs....
Takk fyrir allan stuðninginn elskurnar og góða nótt
Athugasemdir
Hann Hilmar Már átti svo fallegt bros og brosti og hló af innlifun..ég held að ég sé með fleyrir myndir sem þú þarft að fá geri það við gott tækifæri.
Þú getur fundi leiðið hennar Dísu inn á gardur.is en þú finnur það bara undir Þórdís Helgadóttir...ég var heillengi að fatta það .
Æj elskur litla Guðmunda ég fæ bara tár í augun.
Góða nótt Ragga mín og skilaðu kveðju til Öldu.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 25.5.2008 kl. 23:21
Hrönn Sigurðardóttir, 25.5.2008 kl. 23:36
M, 26.5.2008 kl. 00:02
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.5.2008 kl. 00:03
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 26.5.2008 kl. 00:34
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 26.5.2008 kl. 00:35
Góða nótt Ragga mín. Ég ætti að vera löngu sofnuð
Jórunn Sigurbergsdóttir , 26.5.2008 kl. 01:43
Já, blessuð börnin - þau skilja auðvitað minnst þegar ástvinir hverfa.
Alltaf flottur drengurinn þinn Ragnheiður mín, ljúfur og bjartur að sjá þrátt fyrir erfiðleikana sem síðar dundu á. Vona að þú eigir góðan dag á morgun, þrátt fyrir annríki - og farðu bara vel með þig skottið mitt.
Tiger, 26.5.2008 kl. 03:26
Elsku Ragga það þarf að styðja vel við bakið á snúllunum litlu
þetta verður erfiður tími.
En vertu góð og hvíldu þig þegar þú getur, þér mun ekki veita af því.
Guð gefi ykkur öllum styrk.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 26.5.2008 kl. 07:52
Fallegar Himma myndir Elsku litlu stelpurnar sendi ykkur styrk og knús Ragga mín farðu vel með þig Elskuleg
Brynja skordal, 26.5.2008 kl. 08:25
Yndislegastur!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.5.2008 kl. 09:33
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 10:23
Sigrún Jónsdóttir, 26.5.2008 kl. 11:34
Fallegar myndir af Himma þínum Ragga mín.
Kristín Katla Árnadóttir, 26.5.2008 kl. 12:02
Knús og kossar
Áslaug Ósk Hinriksdóttir, 26.5.2008 kl. 12:32
Fékk gæsahúð rétt í þessu þar sem ég heyrði afmæliskveðju til hennar Öldu Berglindar á Bylgjunni. Sendi afmæliskveðju til hennar og baráttukveðju
M, 26.5.2008 kl. 13:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.