Ég er amma

um helgina og lítill fallegur snáði er sofnaður í holunni sinni við hliðina á ömmuholu. Alda ætlar að vera hjá mér annað kvöld til að sjá Eurovision og Lalli og stelpurnar líka. Það verður svona skemmtilegt fjölskyldukvöld.

Það er allt geggjað hjá strætó og ég verð bara reið þegar ég sé þetta fyrirtæki dregið ofan í svaðið. Þarna vann pabbi lengi og mér hefur alltaf verið hlýtt til strætó.

Systir mín hefur lengi starfað þar og er nú um stundir öryggistrúnaðarmaður. Hérna er hennar færsla um málið og ég bendi á fréttasíður til að sjá nýjasta útspil yfirmanna á strætó, kolólögleg aðgerð enda mun það koma á daginn síðar.

Vaktir hjá bílstjórum strætó eru að mínu mati allt of langar. Þeir skrölta um í umferðinni á þessum stóru vögnum, með takmarkaða matar-kaffi og pissutíma. Kaupið er nauðaómerkilegt og strætóbílstjóri tollir eiginlega í sinni vinnu af hugsjón eða vanafestu.

Ég hef stundum rekist á "takmarkaðan" strætóbílstjóra en meiri partur þeirra eru glaðlegt fólk sem brosir þegar maður gefur þeim sjéns í umferðinni. Það bregst ekki, ég brosi þá sjálf í lengri tíma á eftir.

Baráttukveðja til bílstjóranna á þeim stóru gulu !

 

_____________________________________________

Leggjumst öll á eitt og hjálpum þessari fjölskyldu
fimmtudagur, 22 maí 2008

Sett hefur verið af stað söfnun vegna mikilla veikinda sem komið hafa upp hjá, Öldu Berglindi Þorvarðardóttur. Alda sem er borin og barnfæddur hornfirðingur, hefur nú greinst með illkynja sjúkdóm og framundan er strangur og erfiður tími hjá henni og fjölskyldu hennar.

Ljóst er að eiginmaður hennar Lárus Óskarsson verður frá vinnu á þessum erfiðu tímum.  Lárus og  Alda  eiga þrjár  litlar stelpur á aldrinum 2ja til 7ára. sem þurfa á hans umönnun að halda, og einnig okkar stuðnings í þessari baráttu.
Stofnaður hefur verið söfnununarreikningur handa þessari fjölskyldu í Sparisjóð Hornafjarðar.
Látum okkur málið varða og sýnum samhug í verki og leggjum  þeim lið!!
Margt smátt gerir eitt stórt.

Reikningsnúmerið er: 1147-05-401196 Kt: 260574-3379.

Velunnarar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þetta með að reka trúnaðarmann er ófyrirgefanlegt, og bara vegna þess að hann gegnir því hlutverki.

Knús á línuna.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2008 kl. 22:38

2 Smámynd: Kristjana Bjarnadóttir

Veit lítið út á hvað málið gengur, hefði haldið að trúnaðarmannaverndin væri sterkari en að þetta fái staðist, er eiginlega gapandi að mönnum skuli detta í hug að reyna þetta.

Kristjana Bjarnadóttir, 23.5.2008 kl. 23:05

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég hef alltaf haldið að ekki væri hægt að reka trúnaðarmann, hvað þá fyrir það eitt að sinna skyldum sínum sem trúnaðarmaður.

Sigrún Jónsdóttir, 23.5.2008 kl. 23:19

4 Smámynd: Brynja skordal

Ah yndislegt að fá að lúlla með ömmuprins hafðu gott júróvíson kvöld með Öldu þinni og fjölsk Ragga mín annað kvöld hafðu ljúfa og góða nótt Elskuleg

Brynja skordal, 23.5.2008 kl. 23:37

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Það er ekki hægt að reka trúnaðarmenn. og er ég sammála Siggu með það að standa með sínu fólki, ætla þessir menn að standa uppi bílstjóralausir.
Búin að birta hjálparbeiðni til handa Öldu og hennar fjölskyldu,
Uss hvað maður getur verið tómur á stundum, sko paste hélt ég að væri að afrita en paste er skeyta og ég smellti alltaf á afrita
Og svo knúsi knús á litla Hilmar og berðu þeim kveðju mína Öldu og hennar fólki. Guð gefi ykkur orku og ljós.
                           Milla.
                                         Angel Glitter 





Guðrún Emilía Guðnadóttir, 24.5.2008 kl. 07:50

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Góðan daginn Ragga.

Mér finnst þetta með strætó hræðilegt mál og skil ekki að svona eigi að eiga sér stað árið 2008.

Yndislegt að Hilmar litli sé hjá ömmu og afa knús á hann frá okkur og líka að lesa að Alda og fjölskylda verði hjá ykkur í kvöld skilaðu kveðju til hennar frá okkur og ég ætla að hafa söfnunina uppi á minni síðu í nokkra daga ekki veitir af

Kveðja til ykkar allra á nesinu frá okkur í Grindavíkinni. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 24.5.2008 kl. 09:27

7 Smámynd: Lovísa

Innlitskvitt

Góða helgi

Lovísa , 24.5.2008 kl. 11:25

8 identicon

Legg mitt af mörkum auðvitað.Knús á ömmuna og góða ömmuhelgi

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 24.5.2008 kl. 12:03

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Góða ömmuhelgi og njóttu vel 

Marta B Helgadóttir, 24.5.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband