Amk 2 afbrot í gær

eins gott að Foringinn les ekki síðuna mína. Ég fór og fékk mér ryksuguróbot, kostaði auðvitað stórfé en virðist vera nokkuð klár að ryksuga. Græjan er í þessum skrifuðu orðum að bjástra um inni á baði, búin með herbergið mitt og þar kemst hún undir rúmið, mun betur en ég sjálf.

Það var nokkuð annasamur dagurinn í gær. Fór að kíkja á Dindind og hitti bæði manninn hennar og sætu stelpurnar þrjár. Það er alltaf svo gaman að hitta þær.

Bjössi og Solla komu með mér.

Svo lá leiðin í að kaupa þessa ryksugu og svo var það næst heim. Þá kom upp að það þurfti að sækja bíl suður í Leifsstöð fyrir vinnuna hans Steinars. Solla skutlaði okkur og við ákváðum að koma við í Grindavík, skila fati og sníkja kaffi. Sátum þar góða stund og skildum eftir þar Björn.

Svo var konan að slugsa hér í tölvunni fram á nótt enda bíllinn ekki við til að vinna á. Þá kom Björn á msn og var eiginlega alveg ómögulegur og vildi komast heim. Ekki að neitt væri að aðbúnaði hans heldur bara almennt eitthvað lítill í sér og langaði heim.

Mamma ók af stað og sótti strák, það var afbrot nr 2 . Foringinn segir að maður eigi ekki að keyra um allt að óþörfu.

Nú man ég ekki meira að segja í bili.........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já það er sko eins gott að Foringinn les ekki hér!!

Tvö afbrot Ragnheiður á einum og sama deginum!! Þú veist að það eru 365 dagar í árinu?

Hrönn Sigurðardóttir, 20.5.2008 kl. 12:07

2 Smámynd: Ragnheiður

ó ...shit...eins gott að passa sig þá héðan í frá

Ragnheiður , 20.5.2008 kl. 12:07

3 identicon

365x2=730

Annars til hamingju með róbótinn, hvernig tóku Keli og Lappi honum. Mig langar svo í svona apparat en hef ekki gert það enn vegna Tínu og Ljóna.

En verðum við suðsvartur almúginn ekki að eyða og eyða svo að ríkiskassinn þoli að gefa auðmönnum fleiri milljarða vegna sölu á hlutabréfum.

Knús og klús á nesið

Kidda (IP-tala skráð) 20.5.2008 kl. 12:21

4 Smámynd: M

Það var áríðandi að sækja gutta sama hvað hver segir

M, 20.5.2008 kl. 12:21

5 Smámynd: Linda litla

ryksuguróbóti.... hljómar vel, hvar fær maður svoleiðis apparat og hvað kostar solleis ??

Linda litla, 20.5.2008 kl. 12:52

6 Smámynd: Ragnheiður

Þetta fyrirbæri fékk ég í MAX raftæki í Kauptúni Garðabæ. Kostar helling en miðað við mína örstuttu reynslu af græjunni þá er hún alveg þess virði.

Hundarnir eru miklu minna hræddir við þetta en venjulegu ryksuguna mína.

Það var heilmikið áríðandi að sækja strákinn, hann var alveg uppgefinn í augnablikinu. Bæði var erfiður "afmælis"dagur í gær og svo taka þau þessu með Dindind afar nærri sér, eðlilega.

Ragnheiður , 20.5.2008 kl. 13:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband