18 maí 2008
18.5.2008 | 18:03
Ég vann lengi frameftir í nótt og svaf þar af leiðandi lengi. Skrapp svo og sótti bílinn og heimsótti Dinddind mitt í leiðinni. Dindind svoldið þreytt en samt ágæt, notalegt að sitja hjá henni í rólegheitunum.
Var svo þreytt að ég nennti ekki að fara að keyra og fór heim. Kallarnir mínir, Steinar og Siggi , eru að telja flöskur fyrir starfsmannafélagið.
Ég fór hins vegar að þrífa. Þreif vandlega þvottavél og þurrkarann, eins og ný núna. Eldhúsgluggann og svo setti dúka hingað og þangað. Það er lag af ryki á sjónvarpinu en mér er eiginlega alveg sama um það...nenni ekki að glápa á það.
Náði sniðugri mynd af Kelmundi yfirsauð, hann vildi endilega sjá kallana á pallinum og fór upp í eldhúsgluggann til að sjá þá. Stóð þar á skjálfandi brauðfótum, ég set myndina inn á eftir.
Nú er best að halda áfram að hvíla mig (með því að þrífa meira).
Hjartans þakkir fyrir öll ljósin fyrir Dinddind mína, hún fer í nánari skoðun á morgun til að staðsetja ódáminn betur. Hann er samt allaveganna að þvælast um í blöðrunni. Ég vona að hann sé bara alveg kyrr þar og hvergi annarsstaðar....
Ég á eftir að skrifa reiðilestur um læknana og ferlið í kringum þetta hjá Öldu minni (Dinddind) það er til háborinnar skammar og varla prenthæft, þessvegna kemur það ekki fyrr en móðurinn er runninn af mér.
Athugasemdir
Gott að telja upp að 10 stundum.
Sunnudagskveðja til þín í þrifunum ég meina hvíldinni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 18.5.2008 kl. 18:05
Já það er gott að láta reiðina renna áður en maður skrifar eitthvað eða segir eitthvað um það sem maður er ekki sáttur..en gott að heyra frá þér. Kelmundur er flottur hann heldur kannski að hann sé glugga skrut á Nesinu.....
Kveðja til ykkar.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 18.5.2008 kl. 18:25
Eins og það brennur á manni að láta allt flakka og segja viðkomandi til syndanna þegar brotið er á manni eða manns nánustu, þá græðir maður bara á að ná úr sér mesta reiðiskjálftanum og koma hlutunum frá sér með þokkalegri yfirvegun. Knús á þig, góða kona. Hugsa áfram til Dinddind.
Hugarfluga, 18.5.2008 kl. 19:01
Myndin af Kela minnir mig á eitt af fáum kaffihúsum á Laugaveginum sem ekki eru komin í eyði - nema þar held ég að sé hross í glugganum. Hefur Keli eitthvað verið að þvælast niðr´í bæ?
Hrönn Sigurðardóttir, 18.5.2008 kl. 19:39
Ég held að Keli hafi ekki verið í bænum neitt...verst að það þýðir ekkert að spyrja hann...hann ber við minnisleysi
Ragnheiður , 18.5.2008 kl. 19:56
Hvílirður þig með því að þrífa? Þetta er nú eitthvað það almerkilegasta sem ég hef heyrt.
Helga Magnúsdóttir, 18.5.2008 kl. 20:16
Þú ert bara best, flott mynd af Kela bara lýsir því að karlmenn eru forvitnari en við.
Knús Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 20:25
Hahaha .. glæsilegur þessi hundur þinn - og eins forvitinn og köttur. Knús á þig Ragnheiður mín inn í nýja viku.
Tiger, 18.5.2008 kl. 21:57
Flott mynd af hundinum. Steinar og Siggi. Það er eitthavað of Siggum og Steinum í minni ætt og enusinni var einn Steinar.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.5.2008 kl. 22:47
Sæl, nú er ég öskureið, dettur í hug dæmi með fólk þar sem ekki er tekið mark á því út af verkjum og svo reynist það vera með krabbamein, kemur kannski í ljós mörgum árum seinna. Sjálf var ég heppin, glöggur læknir sem ég fór til út af allt öðru sá að ég gæti verið með mein. Og ég var búin að spurja nokkra lækna um þetta einkenni en þeir ypptu bara öxlum, þetta var ekkert sem gæti skipt máli. Fósturdóttir þín hefur sjálfsagt verið greind með þvagfærasýkingu í langan tíma, ef ég má giska. Hún hefur litið út fyrir að vera ung og hraust og því ekkert verið hlustað almennilega á hana. Vonandi fer þetta allt saman vel hjá henni. Kveðja, St.
Steinvör (IP-tala skráð) 18.5.2008 kl. 23:19
Flott mynd!!!
Knús í bæinn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.5.2008 kl. 23:41
Gangi þér og Dinddind þinni vel Ragga mín megi ljósið vera yfir ykkur.
Flottur hundur
Eyrún Gísladóttir, 18.5.2008 kl. 23:57
Sem betur fer fer minn hundur ekki upp í glugga, bara kettirnir. Ég vona að allt gangi vel hjá Dinddind, þetta er frekar sérstakt gælunafn
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 19.5.2008 kl. 00:32
Hehe já ég skal útskýra gælunafnið hennar seinna, Himmi á það eiginlega.
Keli hefur ekki fyrr farið upp í gluggann hehe.
Ragnheiður , 19.5.2008 kl. 00:35
Það er erfitt að halda sér á mottunni þegar heilbrigðiskerfið okkar er annarsvegar. Ég er líka að telja uppað 100000000000000000000.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.5.2008 kl. 00:57
knús á ykkur Ragga mín góða nótt
Brynja skordal, 19.5.2008 kl. 01:11
Knús á ykkur
Helga skjol, 19.5.2008 kl. 05:50
Vonandi batnar Dindind þinni fljótt. Knús til ykkar
Bjarndís Helena Mitchell, 19.5.2008 kl. 06:46
Bara, knús til þín snúllan mín.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 19.5.2008 kl. 09:05
Elsku bloggvinan mín. Ef þig vantar extra hvíld og/eða hreinlega fá helgar útrás í að hvílast, veistu að þú ert guðvelkomin til mín.
Elska þennan hund þinn. Hann er bara einfaldlega æði.
Bata kveðjur á hana vinkonu þína...
Risa sumarkveðjur frá mér.
Hulla Dan, 19.5.2008 kl. 09:48
Knús á þig Ragga mín Híhí þessi hundur þinn er bara flottur
Huld S. Ringsted, 19.5.2008 kl. 10:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.