Þegar ég var ung

þá fór ég í vist út á land. Ég fór austur á Höfn til barnmargra hjóna, Guðrúnar og Varða. Þau áttu þá fjögur börn en seinna bættust tvö í hópinn. Þarna dvaldi ég lengi og oft og leit á þau sem mína eigin fjölskyldu og þau tóku við mér eins og bara barni í viðbót.

Sú yngsta þegar ég kom fyrst var þriggja ára rófa, ákveðin lítil og sæt skotta sem neitaði alveg að láta ráðskast með sig þó tæknilega væri hún minnst. Þessi telpa átti í mér hvert bein eftir smátíma og á enn. Þegar hún stækkaði og ég var sjálf komin með börn þá kom hún til mín og passaði mína krakka, alveg eins og góð stóra systir.

Nú er hún, þessi yndislega fósturdóttir mín, komin með krabbamein. Hún er 33 ja ára.

Ég kíkti á hana áðan og hún var nokkuð hress miðað við allt. Ég fékk góðfúslegt leyfi til að segja frá þessu hérna og geri það hér með.

Ljósin fallegu eru núna fyrir hana Öldu mína og hennar nánasta fólk. Manninn hennar , Lárus og sætustu telpurnar þrjár. Mömmu hennar , Guðrúnu sem gekk erfiðu sporin fyrir nokkrum árum og jarðaði elsta son sinn. Systkini hennar sem hafa alla tíð elskað litla skottið sem ekki gengdi. Og alla aðra sem að henni koma.

Bænin er um styrk í baráttunni, styrk til að sigra og stuðning fyrir okkur hin sem stöndum nærri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.5.2008 kl. 16:05

2 Smámynd: Katrín Ósk Adamsdóttir

Ég hugsa til ykkar Ragga mín

Katrín Ósk Adamsdóttir, 17.5.2008 kl. 16:15

3 identicon

Sæl og blessuð, ég var hálf rög að kíkja hér inn. Þetta eru náttúrulega ekki góðar fréttir. En viltu segja okkur hvaða krabbamein er þetta ? Nú eru oft svo góðar líkur á að lækna krabbamein. Ég sjálf er í meðferðum núna út af krabbameini en það er tegund sem að er mjög, mjög gott að lækna. En það er hundleiðinlegt að standa í þessu.  Vonandi finnst lækning fyrir fósturdóttur þína.

Sendi ykkur hlýja strauma, vonandi fer allt vel.   XXX Steinvör

Steinvör (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 16:19

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ, elskan mín. Vona að allt fari vel.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.5.2008 kl. 16:26

5 Smámynd: Helga skjol

Sendi þér og fósturdóttir þinni og allri hennar fjölskyldu hlýjar hugsanir

Helga skjol, 17.5.2008 kl. 16:27

6 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ragga mín og Alda og ykkar fólk hugsa til ykkar sendi ykkar styrk.

Skilaðu baráttu kveðju til Öldu og fjölskyldu frá mér.

Kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 17.5.2008 kl. 16:53

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 17.5.2008 kl. 17:23

8 Smámynd: Hugarfluga

Hugarfluga, 17.5.2008 kl. 17:30

9 Smámynd: Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir

Bestu kveðjur og ég vona svo sannarlega að fósturdóttir þín komist vel frá þessum veikindum..

Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir, 17.5.2008 kl. 17:35

10 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Bestu kveðjur Ragga mín Alda mun vera í bænum mínum á hverjum degi og bið ég henni og öllu hennar fólki þá meina ég ykkur líka
guðs blessunar.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 17.5.2008 kl. 17:45

11 Smámynd: M

M, 17.5.2008 kl. 18:18

12 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 18:19

13 Smámynd: Mummi Guð

Knús á þig.

Mummi Guð, 17.5.2008 kl. 19:01

14 Smámynd: Marta smarta

Megi allar góðar vættir vera með Öldu og fjölskyldunni hennar.

Marta smarta, 17.5.2008 kl. 19:02

15 identicon

Sæl, ég þekki þig ekki neitt en hef fylgst með blogginu þínu þar sem mér finnst þú góður penni. Ég er þrítug og er í meðferð vegna brjóstakrabbameins. Þetta er ekki eitthvað sem maður á von á þegar maður er svona ungur. Nú veit ég ekki hvernig krabbamein fósturdóttir þín er með, en ef hún hefur áhuga á að spjalla þá máttu endilega benda henni á mig. Gangi ykkur vel.

Berglind (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 19:33

16 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 19:55

17 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég hef hugsað um þig í allan dag. Megi allt fara vel hjá Öldu og fjölsyldu hennar.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 17.5.2008 kl. 20:21

18 Smámynd: Steinunn Ósk Steinarsdóttir

æjæjæj afskaplega leiðinlegt er að heyra   Ég sendi allan minn styrk og góðar hugsanir til hennar Öldu og vona að baráttan gangi á besta veg!!

Steinunn Ósk Steinarsdóttir, 17.5.2008 kl. 20:24

19 identicon

æ æ  þetta er svo leiðinlegt...Alda er svo góð kona..

vonandi verður eithvað hægt að gera fyrir hana... 

Aníta selma ólafsdóttir (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 21:26

20 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ósköp er þetta sorglegt að heyra.  Skal senda allan kærleik sem ég get.  Kveiki ljós til ykkar 

Ásdís Sigurðardóttir, 17.5.2008 kl. 21:34

21 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Bjarndís Helena Mitchell, 17.5.2008 kl. 21:39

22 Smámynd: E.R Gunnlaugs

Baráttu kveðjur til Öldu og ykkar sem nálægt henni standa!

E.R Gunnlaugs, 17.5.2008 kl. 22:00

23 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Vona að allt gangi vel

Marta B Helgadóttir, 17.5.2008 kl. 22:36

24 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Anna Margrét Bragadóttir, 17.5.2008 kl. 23:37

25 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 17.5.2008 kl. 23:52

26 Smámynd: Eyrún Gísladóttir

Guð gefi ykkur öllum styrk

Eyrún Gísladóttir, 18.5.2008 kl. 01:46

27 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég vona að fósturdóttir þín hafi bjartsýni og þrautseigju til þess að vinna á þessu krabbameini.  Guð gefi ykkur öllum styrk til þess að takast á við þennan váboða.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 18.5.2008 kl. 02:22

28 Smámynd: Júlíana Rut Jónsdóttir

Ææ, það var nú ekki það sem þurfti, eins og þú og þínir hafi ekki nóg til að takast á við, ég sendi dóttur þinni baráttukveðjur, vona að hún fái góða hjálp.

Júlíana Rut Jónsdóttir, 18.5.2008 kl. 08:49

29 Smámynd: Kristín Snorradóttir

Kristín Snorradóttir, 18.5.2008 kl. 10:26

30 Smámynd: Bergdís Rósantsdóttir

Bergdís Rósantsdóttir, 18.5.2008 kl. 11:03

31 Smámynd: Brynja skordal

Sendi ykkur styrk og vonandi tekst henni öldu ykkar að sigra þennan vágest knús til ykkar Elskur

Brynja skordal, 18.5.2008 kl. 11:46

32 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sendi ljós og orkukveðjur til ykkar allra.
               Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 18.5.2008 kl. 15:38

33 Smámynd: Sigrún Óskars

 Guð gefi fjölskyldunni allri styrk. 

Sigrún Óskars, 18.5.2008 kl. 16:41

34 Smámynd: Bryndís

Bryndís, 18.5.2008 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband