Leiðinleg færsla/ekki lesa
14.5.2008 | 21:20
9 maí 2008 keypti ég dísilolíu á leigubílinn minn. Lítrinn kostaði 167.90. Tankurinn hjá mér tekur 70 lítra. Fullur tankur á þessu verði kostaði 11.753
Í dag keypti ég olíu. Lítrinn í dag kostaði 175.20. Tankurinn í dag kostar mig 12.264 krónur.
Á meðan er sama gjald í bílnum hjá mér, ekkert hækkað.
Þann 7 janúar sl kostaði hver lítri 136.40. Þá kostaði tankurinn 9.548
Á meðan er gjaldið í bílnum hjá mér eins. Hver er að taka á sig þessa hækkun ? Ég sjálf og enginn annar.
Þetta fer að verða dýrasta tómstundagaman í sögunni !
Athugasemdir
Skiptu yfir í VW Touran með Metanvél. Kannski eru þeir líka komnir með Passat Metan, ég bara veit það ekki. Grunar að þú sért mest á ferðinni á höfuðborgarsvæðinu þannig að þú getir að mestu ekið á metani. Bensíngeymirinn á Touran dugar fyrir eina 150 km, ef ég man rétt, svo þú kæmist auðveldlega til baka þó þú yrði metanlaus t.d. í Keflavík eða á Selfossi.
Sigurður Hreiðar, 14.5.2008 kl. 21:28
Ég átti Touran með dísilvél og kaupi hann ekki aftur fyrr en hann er barnasjúkdómalaus.
Það er samt alveg á áætlun að fá sér einhverskonar slíkan bíl
Ragnheiður , 14.5.2008 kl. 21:30
Verðið að disel er orði skelfilegt og vest þykir mér að þegar var verið að breita úr þungaskatti þá var talað um að disel olian yrði lægri en bensínið og hvernig er þetta munar 10 til 12 krónum á líterinn..
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 14.5.2008 kl. 21:57
Þetta er ótrúleg hækkun á nokkrum dögum.
Sigrún Óskars, 14.5.2008 kl. 22:05
Þetta er ekkert annað en arðrán og þjófnaður.
Helga Magnúsdóttir, 14.5.2008 kl. 22:07
Ja það verðum við auðvitað að gera fyrir rest, hækka taxtann hjá okkur. Við höfum reynt að bíða það af okkur en það verður ekki hægt mikið lengur en orðið er.
Hafðu það gott Helga mín á Reykjalundi.
Kær kveðja til allra með þakklæti fyrir innlit og álit.
Ragnheiður , 14.5.2008 kl. 22:17
D'isessss.. þetta er auðvitað bara fáranlega dýrt. Það borgar sig nú bara að fara að leggja þessum bílum. Þetta gengur nátturulega ekki.
Knús á þig Ragga mín.
Guðrún B. (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 22:30
Þetta er rosalegt, veit ekki hvort maður keyrir mikið í sumar. Knús á þig kæra vina.
Ásdís Sigurðardóttir, 14.5.2008 kl. 22:34
Fyrirgefðu orðbragðið en SJITT hvað þetta hefur hækkað og hversu mikið þetta kostar.
ARG
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.5.2008 kl. 22:37
Ég ákvað að koma bara með tölurnar beint úr rekstarbókhaldinu mínu til að sýna þetta svart á hvítu.
Mótmæli á morgun og svona
Ragnheiður , 14.5.2008 kl. 22:39
Tankurinn á mínum bíl er jafn stór og þetta er orðið skelfilegt. Sé ekki fyrir mér ferðalög mikið innanlands í sumar á meðan verðið er svona hátt.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 14.5.2008 kl. 23:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.