Spurning fyrir helgina, endilega sem flestir að koma með álit
9.5.2008 | 16:40
Spurningin er ; hvar vorum við áður en við fæddumst ?
Ég skýri spurninguna síðar þegar ég er búin að lesa svör ykkar.
Þetta lag er sett til heiðurs elsku Ásdísinni minni, hún birti í morgun íslenska textann við þetta. Ég fór og skoðaði úrvalið á youtube og leist best á þessa herramenn enda mikill aðdáandi þeirra.
Svo fann ég þetta, þið munið, lagið sem á að syngja yfir mér þegar ég verð komin í hvíta kassann.
Athugasemdir
Við vorum orka í alheiminum. Já og ég meina það.
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 16:43
Ég var sál í öðrum heimi og valdi að koma hingað og þroskast.
Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 16:48
Pungnum á pabba?
Nei annars.. æji sorry.. ég bara einhvernvegin get stundum ekki setið á mér... Ég hugsa að ég hafi verið eins og Jenný og Ásdís segja.. einhverskonar orka/sál í alheiminum...
Signý, 9.5.2008 kl. 16:54
Ég veit það ekki.
Fjóla Æ., 9.5.2008 kl. 17:15
Mín kæra Ragnheiður. Þarna var ég áður en ég kom hingað í þetta líf - í faðmi Jesú - og þangað mun ég aftur snúa að loknu lífi mínu hérna - í hans faðm aftur - nákvæmlega eins og okkar kæri Hilmar - sem og allir ástvinir okkar sem kveðja héðan! Allir sem þar hvíla eru ætíð svo nálægir þó þeir séu ekki við hliðina á okkur í líkama!
Tiger, 9.5.2008 kl. 17:20
Hvar ég var áður en ég fæddist í þetta líf? Þegar stórt er spurt verður fátt um svör. Veit ekki alveg hvar ég var en trúi að ég hafi verið í svona einskonar pásu áður en ég kom hingað til þess að læra meira og þroskast.
Knús og klús
Kidda (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 18:19
Ég trúi því að sál mín hafi verið á öðru tilverustigi og að ég hafi þá verið stödd á milli lífa. Alveg er ég sannfærð um að í einhverju fyrra lífi var ég indíáni og jafnframt að ég var, í einu lífi, uppi á svipuðum tíma og Kristur. Hugsanlega allt tómt bull ?..... en þetta er svo sannarlega mín trú.
Anna Einarsdóttir, 9.5.2008 kl. 18:42
Ég var gyðingur! Tekin af lífi í gasklefa í fangabúðum! Ég var líka einu sinni indíánahöfðingi.
En þú?
Hrönn Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 19:14
Frábært svar hjá Signý...
En ég held að ég hafi verið sál í öðrum líkama get ekki skilgreint betur.
En langar segja þér...þegar við Gísli vorum að byrja okkar sambarn fannst pabba skrítið að ég valdi mér mann svona miklu eldri og spurði miðil út í þetta og hann sagði að sennilega höfum við verið hjón í fyrralífi en hann dáið langt á undan mér og við svo hitt hvort annað...en Gísli hefur alltaf hal dið því framm að hann hafi verið stríðflugmaður og dáið ungur....
Kannski er eitthvað til í þessu en pabbi var mjög sáttur við þettar. svar og hugsaði aldrey út í aldurinn á okkur meir.
Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.5.2008 kl. 19:59
Miðill sagði einu sinni við mig að ég hefði verið í grískri aðalsætt og hefði verið tekin af lífi á 15 öld hver veit.
Ég allavega trúi að við lifum oftar en einu sinni,og að við þroskumst mis mikið í hverju lífi.
Ég trú því líka að eftir vissan þroska þurfum við ekki að koma aftur í jarðneskt líf.
Anna Margrét Bragadóttir, 9.5.2008 kl. 20:15
Ég trúi nú á mörg líf og hef fengið að vita um nokkur þeirra hjá miðlum og það skrýtna við það að allir miðlar hafa sagt það sama. Einu sinni var ég víst prinsessa í Egyptalandi, var mikið hötuð og á endanum drepin. Síðast var ég víst indjána seiðkelling en að fá svona vitneskju hefur útskýrt margt fyrir mér, of langt mál að fara út í það hér.
Huld S. Ringsted, 9.5.2008 kl. 20:30
Ég er sammála Tigercopper,
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2008 kl. 21:54
Sæl nafna.Má ég , hérna á sídunni thinni, benda á kertasíduna hennar Thórdísar Tinnu? slódin er: http://www.gratefulness.org/candles/candles.cfm?l=eng&gi=Tinna
Takk fyrir.
kk. Ragnheidur E.
Ragnheidur E. (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 22:44
Að vinna úr verkefnum annars staðar og á öðru tilverustigi. Þau verkefni sem ég vann ekki úr þá er ég að reyna að leysa úr núna svo þau fylgi mér ekki í næsta tilverustig.
Hugarfluga, 9.5.2008 kl. 22:46
Veit það ekki, en "prodókólið" hjá þeim eðalbornu hefur aldrei komið mér á óvart, en finnst það alltaf jafn fyndið.
Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 23:06
..... en það er ekkert þar sem þú vilt láta syngja yfir þér í hvíta kassanum!
Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 00:18
Hef stundum velt fyrir mér hvort lífið fyrir lífið sé eins og lífið eftir lífið... en hvað veit maður... mér finnst ég hafa verið til áður og þá var ég upp einhverntíman á miðöldum... í Evrópu... þar var ég viðskila við manneskju sem ég hitti svo ekki fyrr en í þessu lífi aftur... og þá urðu sko fagnaðarfundir, skal ég segja þér...
Brattur, 10.5.2008 kl. 00:24
Æj hann Brattur er svo mikið Krútt! Gæti verið dansku í aðra..........?
Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 00:46
Ég las einu sinni bók sem heitir Lífið í ljósinu. Fyrir mér var þessi bók algjör opinberun. Ég trúi á líf eftir dauðan og að við þurfum að ganga í gengum eitt og annað til að þroskast. Í þessari bók er talað um sálir sem velja sér hlutverk í lífinu. Annað hvort til að þroska sjálfið eða þá sem munu verða foreldra þessa sálna. Mæli eindregið með þessari bók. Hún er hreint yndisleg. Knús til þín sæta og kveðja á bangsann. Endilega bentu honum á að kíkja á bloggið mitt. Þar eru myndir af tattoinu mínu. Hann langaði svo að sjá hvað ég fengi mér. Og hvað???? Er hann enn að vinna á ónefndum vinnustað. Og sendu hann svo í kaffi til mín. Á ógisslega gott kaffi.....
Söngfuglinn, 10.5.2008 kl. 02:07
Í feluleik! Vildi ekki láta finna mig fyrr en ég frétti af foreldrum mínum, þá vaknaði áhugi minn á plánetunni Jörð, og ég setti markið á Ísland.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 10.5.2008 kl. 02:37
Ég var ein af alheimsorkunni þangað til að tími var komin á að fæðast á ný, þá valdi ég mér foreldra og fæddist inn í þennan heim til að höndla og leysa þau mál er ég hafði valið mér.
Mér er tjáð að ég sé ljósberi og er ég bara þakklát fyrir það.
Brattur þú ert lánsamur að skynja þessa gleði og hafa þessa visku.
Þegar ég kynntist Gísla mínum þá vissum við strax að víð ættum að vera saman, og var það aldrei nein spurning, enda vorum við afar miklir vinir í mörgum lífum svo við þurftum enga aðlögun eins og algengt er hjá fólki.
Guð blessi þig Ragga mín ljúfust.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.5.2008 kl. 08:02
Ég ætlaði aðeins að minnast á hvað allir hér eru opnir fyrir þessari spurningu hennar Röggu það er svo gleðilegt hvernig þið svarið.
Það segir okkur í raun hversu lík við erum sem rekumst hér á hvort annað. Sendi ykkur öllum kærleikskveðjur og ljós.
Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.5.2008 kl. 08:07
Rétt hjá þér Milla......... líkur sækir líkan heim.
Anna Einarsdóttir, 10.5.2008 kl. 10:08
Já Milla - segi sama og Anna......... líkur sækir líkan heim
Hrönn Sigurðardóttir, 10.5.2008 kl. 10:11
.... Hrönn... ég er örugglega ekki danskur í neina tá... en það gæti verið smá franskt ívaf í mér... sko frönsku skútukarlarnir lónuðu fyrir utan norðurlandi í denn, skruppu stundum í land og keyptu sér lopapeysur...
Brattur, 10.5.2008 kl. 10:16
Hummm....í öðru lífi.....eða alheimnum!
Kristín Snorradóttir, 10.5.2008 kl. 10:38
góða helgi mín kæra bloggvinkona.
ég var arabaamma í Tyrklandi
Adda bloggar, 10.5.2008 kl. 11:02
Spái meira í það hvað verður um okkur eftir þetta líf. Stundum trúi ég því að eitthvað taki við, hvort sem það er hangs á skýi með Guði eða fæðist í annað líf til að þroskast meira, eða þetta verði eins og bíómynd sem bara endar með myrkri eins og svæfing fyrir aðgerð Það fyrra hljómar betur
Eigðu góða helgi xx
M, 10.5.2008 kl. 12:15
Frá mínum sjónarhóli er spurningin merkingarlaus, þar sem hún felur í sér að við höfum verið einhvers staðar - að það hafi verið eitthvað "áður".
Ég lít á það sem órökstudda og ónauðsynlega tilgátu.
Púkinn, 10.5.2008 kl. 15:03
Það hafa allir verið einhvers staðar áður en þeir fæddust, flest ef ekki öll vorum við í móðurkviði yfirleitt í virka 9 mánuði.
Hins vegar erum við mörg sem teljum að við höfum lifað áður og munum lifa aftur.
Kidda (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 18:51
Ég hef lítið spáð í það - en ég held samt að ég hafi verið eitthver einhversstaðar. Veit ekki hvar ég var eða hver ég var. Kannski var ég bara í fangi Jesú eins og tc.
Eigðu góða helgi
Sigrún Óskars, 10.5.2008 kl. 20:38
Ég var Hamztur,,,
Gleðilegann mömmudag, Ragga mín.
Steingrímur Helgason, 11.5.2008 kl. 00:40
Ég var læknamunkur frá Tíbet, bjó og starfaði í musteri hátt upp í fjöllunum. Annað sinn var ég indjáni. Á milli lífa hef ég verið orka í alheimnum og valið mér verðug verkefni til að þroska sál mína. Þegar sál mín verður fullþroskuð......þá er ég hreinlega ekki viss um hvað skeður!!!
Kv.Dísaskvísa
Dísaskvísa, 11.5.2008 kl. 01:15
Í síðasta lífi mínu var ég sígauni í Póllandi á tímum seinni heimstyrjaldar. Móðir mín var móðir mín í því lífi en tíndi mér þegar ég var um fimm ára gömul. Þetta fékk móðir mín að heyra hjá miðli í kringum ´86-7.
Þegar ég var lítil þá man ég að við móðir mín fórum inn í stórt hús og inn á hvítmálaða skrifstofu þar sem háir gluggar voru og það heyrðist í litlum flugvélum fyrir utan og mamma var að tala við einhvern mann um að fá að vera. Í þessari minningu spurði ég mömmu hvort þetta væri Kaupmannahöfn og hún játti því. Þetta man ég eins og gerst hafi í gær, lyktina, hljóðin og húsakynnin en ég kom hinsvegar fyrst til Danmerkur þegar ég var 19 ára!!! Allavega í þessu lífi!!!!
Það fyndna við þetta allt saman er að í gamla daga þá glímdi mamma við þá hræðilegu tilfinningu að ég væri týnd og hún hljóp hvað eftir inn í herbergið mitt til að gá að mér alveg þangað til ég varð fimm ára (í þessu lífi) þá hætti það!
The suburbian, 11.5.2008 kl. 03:29
Þetta er svolítið erfið spurning, fær man til að hugsa. Fyrst datt mér auðvitað í hug á pungnum á pabba.... en ég held að ég hafi bara verið þar í stuttan tíma.
Hvað skildi ég hafa verið ? Ég myndi segja að ég hafi verið eitthvað merkilegt, ómissandi, ríkt og fékk allt sem að ég vildi, þurfti ekki að hafa fyrir neinu. af því að mitt líf í dag er andsæðan við það. Lífið er ekki leikur (a.m.k. ekki í þessu lífi) og ég þarf að hafa fyrir því og það getur verið erfitt. Ég held að æðri máttur sé að reyna mig/okkur áfram og láta okkur upplifa fjölbreytt líf.
Því held ég að í næst lífi, þá verð ég einhver sem hjálpar.... ég verð örugglega einhvers konar Móðir Theresa-Jesús Kristur eða einvher merkileg manneskja sem vil bjarga heiminum.
Þegar þú ert búin að lesa þetta bull þá er ég viss um að þú hringir í kallana í hvítu sloppunum og lætur þá sækja mig.
Ég veit ekki...... kannski er þetta líf, bara fyrsta lífið mitt ??
Linda litla, 11.5.2008 kl. 09:35
Bara að óska þér til hamingju með daginn elsku Ragga mín.
Kærleik og ljós sendi ég þér.
Þín Milla.
Guðrún Emilía Guðnadóttir, 11.5.2008 kl. 10:19
Þegar ég var lítil var ég viss um að ég hefði verið hjá guði. Ég var líka viss um að ég hefði aldrei getað verið ekkert. Ég var mjög lítil þegar ég hugsaði þetta og líklega er þetta rétt. Það er að segja að maður hafi allaf verið eitthvað. Ég var líka viss um að ég gæti ekki orðið ekkert.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.5.2008 kl. 13:35
Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 15:04
Frábær spurning Ragnheiður, og gaman að lesa svörin. Veit svo sem ekki hvað ég var fyrir þetta líf, en af ýmsum merkjum að dæma gegnum tíðina, hef ég nú sennilega verið gyðingur í Evrópu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar, og indjáni í N-Ameríku á 19. öldinni. "Skrapp" til Ameríku fyrir tveimur árum, og þegar ég kom á slétturnar miklu og í Svörtufjöllin, helltist yfir mig tilfinningin að vera komin HEIM! Hef nú aldrei fengið neina borðleggjandi staðfestingu á þessari trú minni, en mér þykir líklegt eins og Milla talar um að við veljum okkur foreldra, annað hvort til að þroska okkur sjálf eða til að þroska þá. Ég veit að börnin mín völdu mig til að þroska mig enn meira og betur.
Knús á þig!
Berglind Nanna Ólínudóttir, 11.5.2008 kl. 16:33
Gleðilega Mæðradag elsku Ragnheiður mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.5.2008 kl. 17:44
Ég var í bið og valdi mér foreldra sem hentuðu mér. Ég valdi mér bestu foreldra sem hægt var að hugsa sér en með fylgdu fimm systkini sem hefðu mátt missa sín. En pabbi og mamma voru best.
Helga Magnúsdóttir, 11.5.2008 kl. 19:24
Ég tel að það sé ástæða fyrir því af hverju við munum ekki hvar við vorum áður en við fæddumst...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 11.5.2008 kl. 19:56
Ég veit um mann sem fullyrðir að hann muni svo langt aftur ... að hann hafi verið lækur í fyrra lífi. Mér finnst það ógurlega fyndið, kannski er ég svona takmörkuð. Ég hafði reyndar mjög gaman af því að lesa bók einu sinni sem hét Í faðmi ljóssins (útg. Úrvalsbækur, löngu uppseld). Góð bók fyrir fólk sem hefur upplifað ástvinamissi. Ef það eru til fyrri líf þá hlýt ég að hafa verið prinsessa, það kemur eiginlega ekkert annað til greina ... ég þráði það svo heitt að vera prinsessa(6 ára)! Knús í bæinn.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.5.2008 kl. 00:41
Að leika mér í skýunum með jesúkallinum, :) það sagði amk. 3ja ára sonur minn þegar hann var spurður þessarar spurningar, og fannst fremur undarlegt að spyrjandinn vissi það ekki :):):)
kv. Þórdís.
Þórdís (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 02:33
Við vorum ekki til þangað til við fæddumst, komum af jörðinni og þangað munum við aftur fara. Hérna er hvað Guð segir um þetta efni:
Mofi, 12.5.2008 kl. 13:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.