Jæja

Mæðradagurinn er á sunnudaginn og klessist ofan í hvítasunnudag. 1 mai og uppstigningardagur runnu líka saman í einn. Það er næstum verið að svíkja mann um auka hátíðardag !

Mæðradagur minnir mig á Himma.

riiinng rinnnggg!

Mamma : halló?

Himmi: til hamingju með daginn

Mamma : Ha? ég á ekkert afmæli núna ?

Himmi: Mamma! Það er mæðradagurinn !!

Svo fylgdi þessi óborganlegi,letilegi hlátur.

Mamma: Ó...eheh takk Himmi minn.

Þennan mæðradag hringir ekki Himmi, það er bannað að hringja úr "hinumegin". Það skiptir ekki máli. Ég verð eitthvað takmarkað í símasambandi þann daginn.

-----------------------------------------------------

Var að lesa á www.visir.is og rakst á þetta.

"Ræninginn, sem ógnaði starfsfólki bankans með hnívi, komst undan með 250 þúsund krónur í reiðufé"

--------------------------------------------------

Svo las ég einhverja fj. umfjöllun um best/verst klæddu konur landsins...svona ala american style umfjöllun. Mér fannst þessi umfjöllun ráðast verulega að Ragnhildi Steinunni Kastljóskonu. Mér finnst einmitt hún svo flott og skemmtileg. Ég krumpaði saman blaðið og fannst þeir sem skrifuðu eða gáfu álit ómerkilegir með það sama. Sko maður getur haft álit og sagt það kurteislega, það er engin þ-rf á dónaskap/ruddaskap.

Oft finnst mér einhver undirtónn öfundar á bak við slíka umfjöllun.

Hætt að nöldra yfir þessu enda bara í íþróttabuxum á leið í vinnuna....spariföt í gær og á morgun en annars er ég bara í drasli sem má fara fjandans til ef eitthvað kemur upp á. Ég hef alveg reynt að vera í betri fötum við að vinna en þá lendir maður í einhverju sem spælir lúkkið þann daginn.

--------------------------------------------------

Þetta er áreiðanlega mjög óviðeigandi færsla að mati Ólafs F. En ég slepp, hann les ekki bloggið mitt. Borgin er búin að greiða tæpar 600 millur fyrir brunarústirnar í miðborginni. Borgin ætlar bara að borga JFM rúmar 10 millur fyrir árið sem miðborgar** eitthvað** Laugavegshúsin kostuðu líka slatta af millum. Hvaðan kemur allur þessi peningur ?

Getur verið að þetta sé sami peningurinn og er ekki fáanlegur fyrir velferðarsvið borgarinnar ? Miðað við hrakspár Seðlabankans þá er eins gott fyrir þessa borg að vera viðbúin því að geta hýst sína borgara þegar fólk verður búið að missa ofan af sér.

_________________________________

Stjórnmálamenn verða móðgaðir við fréttastofur sem reyna að reka óuppfyllt kosningaloforð upp í nefið á þeim. Fréttastofur eru sakaðar um að reka stjórnmálaflokk og sakaðar um einelti af foringja Haarde. Það má til sanns vegar færa. Það hefði mátt koma með fleiri óuppfyllt loforð, frá fleiri flokkum. Kannski lofuðu hinir engu svona ákveðið og utanríkisráðherrann fyrir síðustu kosningar ? Ég er týpískur íslenskur kjósandi og ég man það bara auðvitað ekki.

Það gerir ekki til...ég mun ekki kjósa sjallana, ekki samfó, ekki framsókn,tæplega FF og hvað er þá eftir ? Shit..ég á svo eftir að verða í klandri....

Farin. Bless.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

VG????????

Góðan og blessaðan daginn frú mín góð.

Takk fyrir frábæran pistil.

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2008 kl. 10:22

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert yndisleg.

Hefur þér verið sagt það í dag?

Hrönn Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: M

Góða helgi.

M, 9.5.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Fjóla Æ.

Ég var að spekúlera í að fara í framboð. Ég lofa að lofa öllu fögru og dansa síðan listavel í kringum loforðin svo ég þurfi lítið að standa við þau. Fæ ég ekki örugglega atkvæði þitt?

Óska þér síðan til hamingju með þennan fallega dag sem er í dag.

Fjóla Æ., 9.5.2008 kl. 10:47

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Góðan daginn Ragga.

Hann Himmi vissi vel að mæradagurinn var dagur mæðra árið áður en við fluttum suðureftir kom hann til pabba síns og sagði við verðum að skjótast og kaupa blóm...Pabbinn afhverju...sonur pabbi það er mæðradgurinn svo fór þeir feðgar saman og hann kom með blóm og sagði þetta er til þin frá mér og Auði....þarna var hann bara 11 ára þessi snúður svo sætur.

Borgarmál æj ég segi eins og Helga ég er fegin að búa ekki í henni Reykjavík..

Eigðu góða helgi Ragga mín kveðja til ykkar  allra.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.5.2008 kl. 11:47

6 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ragga mín vertu í ljósinu og kærleikanum, Himmi mun koma til þín hann veit alveg hvaða dagur er þessi yndislegi drengur.
                        Knús til þín ljúfust
                          Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 9.5.2008 kl. 12:01

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Sigrún Jónsdóttir, 9.5.2008 kl. 12:47

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða helgi

Kristín Katla Árnadóttir, 9.5.2008 kl. 13:32

9 Smámynd: Tiger

  Mín kæra .. þú þarft ekki annað en að hugsa um drenginn þá er hann hjá þér. Ástvinir okkar nær og fjær eru alltaf hjá okkur - í hjarta okkar og huga ef við bara leyfum það og meðtökum það. Sannaðu til, hann verður í kringum þig í anda á sunnudaginn, eins og hann er reyndar örugglega alla daga elskulegust.

Pólitíkin er sannarlega ruglingsleg og getur stundum gert mann ótrúlega pirraðan. Verst af öllu er þegar pólitíkusar spandera almannafé í alls skonar vitleysur í stað þess að nota féð í góð og nauðsynleg málefni.

Knús á þig elsku Ragnheiður og eigðu yndislega helgi framundan!

Tiger, 9.5.2008 kl. 14:49

10 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Góður pistill hjá þér og farið víða  Gott hjá þér :)

Ég bý ekki í Reykjavík með Ólaf sem borgarstjóra en það samt pirrar mig að ég held að sjallarnir séu bara að nota hann og komi honum svo í burtu eins og fljótt verði...........

 verðum við ekki og neyðumst við ekki til að hugsa til ástvina okkar sem að dvelja ekki lengur hjá okkur hérna, þó sú tilfinning sé stundum að kæfa mann amk annað veifið.   Knús til þín og hjartnæmt blogg um mæðradaginn  

Erna Friðriksdóttir, 9.5.2008 kl. 15:29

11 Smámynd: Ragnheiður

Ó ..ekki er það björgulegt ástand á höfuðstað Norðurlands. Eitt mega þeir þó eiga á sjúkrahúsinu þarna, þeir gerðu afburðavel við slæmt fótbrot hans Hjalla míns í fyrra.

Samúðarknús norður

Ragnheiður , 9.5.2008 kl. 15:29

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Var einmitt að hugsa áðan að þetta væri fyrsti mæðradagurinn þar sem ég get ekki hringt í mömmu og þá fór ég að hugsa til þín, fyrsti mæðradagurinn án Himma þíns.  Æ vonandi knúsar hann mömmu á kinnina frá okkur. Annars er þetta góður pistill hjá þér og pælingar sem vert er að huga að. Veit ekki hvert þetta borgarstjórnarlið er að fara, ætli maður endi ekki í VG eins og Jenný stingur uppá.  Hafðu það gott elskan og vertu þess viss að ég hugsa til þín. Mother's Day Basket

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 15:35

13 Smámynd: Sigrún Óskars

Það er gott að þú átt góðar minningar frá síðasta mæðradegi. Eigðu góðan mæðradag á morgun og yljaður þér við þessar góðu minningar Ragnheiður mín

Sigrún Óskars, 10.5.2008 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband