Snilldartónleikar í kvöld

í Salnum í Kópavogi. Útskriftartónleikar vinar míns, Þorvaldar Þorvaldssonar. Hann brá sér í ýmissa kvikinda líki og söng á rússnesku, ítölsku, þýsku og ítölsku..hvert öðru flottara og betra. Boðið var upp á léttar veitingar að lokum og svo lögðum við af stað heim. Ákváðum að fá okkur ís í sjoppu á leiðinni heim, oft keypt ís þar og hann verið góður. Þessi var ekki góður, stoppuðum við næsta sjáanlega rusladall og fleygðum honum.

Nú er framundan helgi helguð stórfjölskyldunni sem er að vísu orðin ansi fámenn en það er sama. Þetta er fólkið okkar og þau eru hvert öðru frábærara.

Sjáum til með blogg næstu dagana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Eigðu bara frábæra helgi gæskan.... þú átt það svo sannarlega skilið.

Anna Einarsdóttir, 8.5.2008 kl. 22:56

2 identicon

Eigðu ljúfa helgi elskulegust.

Knús og kreist frá Færeyjum.

Guðrún B. (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 00:00

3 Smámynd: Brynja skordal

Frábært að þið fenguð góða tónleika hafðu það ljúft með þínu fólki um helgina Ragga mín knús til ykkar
Kallinn minn skilar kveðju og þakkar fyrir góðar pönsur og endilega hringja ef ykkur vantar eitthvað

Brynja skordal, 9.5.2008 kl. 00:06

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Njóttu helgarinnar með fjölskyldunni 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.5.2008 kl. 00:08

5 identicon

Átti leið framhjá Salnum í kvöld og var að spá í hvað væri í gangi þar.

Knús og klús

Kidda (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 00:38

6 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Ég óska þér yndislegrar Hvítasunnu, Kveðja Jóna Kolla

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 9.5.2008 kl. 01:22

7 Smámynd: Tiger

  Ragnheiður mín kæra - eigðu bara yndislega helgi framundan og njóttu hvers dags að fullu! Ljúfa drauma í nótt líka! Knús á þig...

Tiger, 9.5.2008 kl. 04:13

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Njóttu helgarinnar ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 9.5.2008 kl. 06:28

9 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Ég trúi vel að Þorvaldur hafi verið frábær hann syngur svo fallega.

Njóttu helgarinnar Ragga mín.

Kveðja Heiður og fjölsk.

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 9.5.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband